02/06/2009

Dónalegt fólk alls staðar!
Sumarið virðist vera að fara misvel í Íslendinga sem hafa orðið á vegi hjúkkunnar undanfarna daga. Leiðin lá upp Esjuna s.l. laugardag og þar mætti hún fólki á niðurleið með lausan hund. Hundskvikindið var að dröslast út um allt og að abbast upp á alla sem á leið hans voru. Fólk sem mætti þeim skömmu áður en hjúkkuna bar að benti þeim á að hundurinn ætti að vera í ól þar sem hann væri að abbast upp á allt og alla. Það fauk þetta svakalega í manninn sem hreitti því tilbaka að viðkomandi ætti bara ekkert að skipta sér af því sem honum kæmi ekki við. Kjellingarbeyglan hans var ekkert betri og sagði að aðrir hundar ættu að vera í ól - ekki þeirra!!! Alveg merkilegt hvað fólk getur álitið sjálft sig merkilegt!
Í dag var svo hjúkkan í bíl sínum á leið heim úr vinnu. Það var einhver stelpukjáni á vespu á vinstri akrein á Reykjavíkurvegi, sem jú tafði töluvert umferð og var í raun og veru sjálf í mikilli hættu. Nema hvað á undan hjúkkunni var leigubíll sem skipti um akrein - hægði á sér þegar hann var við hlið stelpunnar, dró niður rúðuna og skellti hendinni út með fingurinn á lofti! Það besta var að þetta gerði gaurinn beint fyrir framan nefið á löggunni sem var við hraðamælingar! Já sumir kunna sig almennt ekki. Það versta var að hjúkkan sá ekki frá hvaða leigubílastöð þessi bíll var til að tilkynna þessa hegðun.
Já það er vonandi að fólk spili ekki almennt út í sumar - koma svo slaka aðeins á og njóta lífsins!!

Engin ummæli: