23/08/2009

Menninganóttuð!
Hjúkkan brá undir sig betri fætinum í tilefni menningarnætur í gær. Leiðin lá til höfuðborgarinnar á útitónleika í boði Rásar 2 í Hljómaskálagarðinum. Þetta reyndist hin mesta skemmtun - enda nokkur ár síðan hjúkkan lagði leið sína í miðbæinn á þessu kvöldi. Tónleikarnir voru fínir og nett stemning í fólki á staðnum. Það var reyndar einn hópur fólks rétt við hjúkkuna sem var greinilega hópurinn sem hélt að hann væri enn í Húnaveri með tilheyrandi fyrirferð. Ekki bara mamman og pabbinn og vinirnir heldur líka afinn og amman - allir í dúndrandi landafjöri og heimaprjónuðum lopaleysum.
Það kom hjúkkunni eiginlega einna mest á óvart hversu fáa hún þekkti á svæðinu. Sú var tíðin að það var frekar tímafrekt að ganga í gegnum miðbæinn á þessu kvöldi en nú voru einungis nokkrar hræður sem hjúkkan þekkti. Kannski spurning um að aldurinn sé að færast yfir.....
Eftir flugeldasýninunga og samræmd "úh og ahhh" hjá öllum þeim sem voru að horfa og dást að þessum fallegu sprengjum var tekinn einn rölt hringur til viðbótar. Á þeirri stundu var það ljóst að það væri tvennt í stöðunni.... hrinja í það og vera eins og hinir unglingarnir og reyndar eldra fólk líka eða bara koma sér heim - sem varð fyrir valinu. En ljómandi fínt að hafa prófað þetta :)

Engin ummæli: