28/12/2005

Hvað er að frétta?
Alveg bara ósköp lítið alla vega af hjúkkunni. Hún er búin að vera í vinnunni frá því um jólin og á langþrátt frí frá vinnu á morgun, bara einn fundur í rýnihóps vegna vaktavinnufyrirkomulags hjá ríkinu. Eftir vaktina í dag átti hjúkkan yndislega stund með sjálfri sér, pizzu og einum köldum yfir annars frekar skelfilegum leik sinna manna í Man Utd. Það er alveg magnað að liðinu gekk vel í þá leiki sem hjúkkan horfði ekki á -svo um leið og hjúkkan sest niður til þess að eiga góða stund yfir góðum bolta gera menn í buxurnar. Kannski er málið að hjúkkan fari bara að horfa á leiki hjá öðrum liðum til þess að hennar liði gangi betur og öðrum liðum verr. Þeirri staðreynd var laumað að hjúkkunni að flestum hennar liðum gengur nokkuð illa að fóta sig og hefur hjúkkan því verið að hugleiða að skipta um lið og fara að halda með FH og Chelsea. Með þessu móti og slæmum áhrifum af hjúkkunni verða þessi lið ekki meistara á leiktíðinni og "fyrrum" liðum hjúkkunnar ætti að vegna vel. Hjúkkunni finnst þetta alla vega hugmynd sem vert er að athuga betur!!!

26/12/2005

Gleðileg jól!
Hjúkkan vill byrja á því að óska vinum og vandamönnum gleðilegrar jólahátíðar. Hún er búin að troða í sig mat dag eftir dag og er við það að hætta að passa í fötin sín. Hún er búin að sofa (samt ekki nóg), fá góða vini í spil og eiga yndislega stund með Vöku og Braga í brúðkaupi þeirra á jóladag. Nú er svo komið fyrir hjúkkunni að hún getur ekki hugsað um mat án þess að verða þreytt og þurfa að leggja sig. Auðvitað hefur hún stundað vinnu sína milli átveislanna og verður reyndin sú sama það sem eftir líður vikunnar. Hjúkkan hefur blessunarlega verið laus við öll smá slys á sjálfri sér og vonandi verður það þannig það sem eftir líður þessa annars viðburðarríka árs. Vonandi eru allir saddir og hamingjusamir með góða jólahátíð og vonandi verða áramótin góð.

23/12/2005

Ótrúleg vika og Þorláksmessa!
Vika sem leið er búin að vera hreint og beint alveg ótrúleg hjá hjúkkunni. Hún er búin að vera að hendast milli staða og redda því sem reddað verður fyrir þessi blessuðu jól sem eru víst handan við hornið - ásamt því að vilja bara fresta þessum jólum um eins og eitt ár. Hjúkkan er búin að koma sjálfri sér á óvart með sérstakri iðnarafærni og er víst ósköp lítið sem hjúkkan getur ekki gert sjálf! Hún er búin að hengja upp og tengja rafmagnsljós, skúra, henda fortíðinni niður í geymslu, hengja upp myndir á veggi og fleira og fleira. Hjúkkan skellti sér einnig með saumaklúbbnum á jólahlaðborð sem var ekkert nema snilld. Að vísu ætti að fara að skíra saumaklúbbinn "óléttaklúbbinn" þar sem enn fleiri bætast í hóp þeirra sem eiga von á sér. Þetta virðist vera bráðsmitandi innan þessa hóps og grunar hjúkkuna nú að enn fleiri úr hópnum eigi eftir að koma út úr skápnum á komandi mánuðum.
Þorláksmessan fór í kvöldvakt á slysadeildinni og verður morgunvaktin tekin með stæl í fyrramálið. Jólabaðið verður tekið í vinnunni og svo er það beint í aftansönginn í Langholtskirkju og þaðan í jólamatinn til Maríu systur, Sigga mágs og auðvitað litla gullmolans ásamt foreldrunum. Ætli það sé þá ekki bara best að koma sér í bólið enda langur dagur framundan!

18/12/2005

Með Tuma tígur plástur á einari!
Hjúkkan varð fyrir smá slysi við uppsetningu á gluggatjöldunum sínum en eins og þeir sem hana þekkja þá reddaði hún málinu sjálf. EN þar sem hjúkkan á yfirleitt allt til alls kom að því að eitthvað klikkaði í kerfinu hjá henni. Hún á sem sagt einungis barnaplástra á heimili sínu - enda á hún svona líka mörg börn!!! Núna er hjúkkan sem sagt með Tuma Tígur plástur á fingrinum og er bara nokkuð stolt af plástrinum. Þar fyrir utan að bágtið batnar miklu fyrr með hjálp Tuma :)
Nú er flutningum endanlega að ljúka og einungis fyrirséðar 3 ferðir í IKEA fyrir jólin. Að öllum líkindum verða líka allar jólagjafir hjúkkunnar eitthvað svakalega praktískt sem fæst í IKEA. Söngurinn hefur þó átt allan tíma hjúkkunnar um helgina enda árlegir Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um snilldina sem þar er á ferð - en stemningin síðustu 3 tónleika hefur verið engu lík og fólk gengur tárvott um augun á blússandi skýi af tónleikunum. Þið sem klúðruðu þessu og komu ekki getið bara sjálfum ykkur um kennt en þið eruð að missa af miklu. Svo er jólahlaðborð First wives club á miðvikudaginn þar sem kampavínsmargaríta er einn af milliréttunum :)
Það er bara eitt sem hjúkkan á eftir að gera fyrir jólin og það er að kaupa allar jólagjafir!!! Hún heldur þó stóískri ró sinni og ætlar að skella sér í þetta næstu daga. Þangað til munið bara að hafa það sem allra best á þessum streitu mesta tíma ársins!

14/12/2005

Flutt í Fjörðinn!
Þá er hjúkkan loksins flutt í þann merka bæ sem kenndur er við Hafnarfjörð. Hún er eiginlega búin að koma sér fyrir, fyrir utan þá tvo bílfarma sem komu af Kambsveginum í gær. Þar sem gluggatjöldin eru ekki komin (koma í lok vikunnar) þá er hjúkkan ekki farin að spóka sig um lítið klædd en það fer nú að koma að því. En það hefur nú gengið á ýmsu í sambandi við þessar framkvæmdir og flutninga. Sem dæmi þá missti hjúkkan bókaskáp á aðra stóru tánna sína og rak upp mikið óp þar að auki rann það upp fyrir hjúkkunni aðfaranótt sunnudags að hún hafði mælt vitlaust fyrir gluggatjöldunum og var búin að leggja inn pöntunina fyrir þeim. Nú voru góð ráð dýr og hjúkkan var svo heppin að geta stöðvað framleiðsluna á gluggatjöldunum og komið með rétt mál - annars hefðu góð ráð verið ansi dýr, enda þarf kaupandinn að bera sjálfur ábyrgð á þeim mælingum sem hann gerir. Ísskápurinn og blöndunartækin í sturtuna koma í lok vikunnar og þá getur hjúkkan loks farið að borða á nýjan leik og þvegið sér enda kominn tími til. Framundan eru svo æðislegir jólatónleikar með Kór Langholtskirkju þar sem hver önnur perlan verður sungin og einn af gullmolunum er lag eftir Eivör Pálsdóttur sem enginn annar en pabbi hennar LOU útsetti á snilldarhátt. Mæli eindregið með því að allir mæti og njóti með hjúkkunni.

08/12/2005

Ógleymanleg ferð í Sorpu!
Framkvæmdum fylgir alltaf svolítið magn af rusli og drasli og eru framkvæmdir í Dofraberginu engin undantekning á reglunni. Eftir að hafa sagað og sett nýtt parket og skipt um allar höldur á þeim einingum sem ekki verður skipt út var auðvitað komið að því að kíkja í sorpu með draslið. Hjúkkan hafði nú ekki haft fyrir því að henda ruslinu skipurlega í aðskilda kassa enda hvorki pláss, tími né áhugi fyrir því hjá hjúkkunni. Hún renndi í hlaðið í sorpu í Garðabæ í gærkvöldi og var einmitt að tala í símann á sama tíma og hún fór að afferma bílinn. Fyrsti pokinn var látinn fjúka beint í "óendurvinnanlegt" gáminn án þess að gamli karlinn sem vinnur við að skipta sér af fólki í Sorpu gat eitthvað sagt. Næsti poki var kominn á flug þegar gamli karlinn stoppar og fer að skipta sér af hjúkkunni og velta því fyrir sér hvort eitthvað sé í pokanum sem ekki á að fara í þennan gám. Hjúkkan þarna hætt í símanum og sýndi ekkert nema þokka og sjálfsbjargarviðleitni sem þessi gamli karl greinilega kunni ekki að meta. Loks kom hjúkkan með kassa úr bílnum sem var fullur af alls konar dóti, spítum, skrúfum, glerkúplum og parketi. Nú fékk það greinilega mjög á starfsmann sorpu sem féllust báðar hendur og fór að rífast í hjúkkunni yfir því af hverju hún hefði ekki verið búin að flokka sorpið heima hjá sér. Hún reyndi að brosa sínu blíðasta og sagði að það hefði nú bara ekki verið hægt sökum framkvæmda að hafa allt aðskilið. Þá heldur kallinn áfram að tuða um það að 90% allra þeirra sem koma í sorpu séu búnir að flokka heima hjá sér og það taki því lítinn tíma að afgreiða bílinn. Hjúkkann umlaði já já og neyddist til að tína allt upp úr kassanum - frá litlum parketstubbum og skrúfum. Á meðan nýtti kallinn tímann og fór að tala um að hjúkkan væri greinilega ekki hæf til þess að flokka og því kynni hún nú örugglega ekki að vaska upp því þetta tvennt væri nú bara eins svo og að starfsmenn ættu ekki að hjálpa fólki að týna upp úr kössum bara leiðbeina hvert hlutirnir færu!!!! Nú var hjúkkan orðin vel fúl út í gamla skassið sem hafði vogað sér að segja að hjúkkan kynni ekki að vaska upp. Hún benti honum á að hún væri fullkomlega fær um að vaska upp og sinna heimilisstörfum og það hefði nú verið smiðurinn sem setti allt draslið í kassann en ekki hún!!!! (ok hún á alveg hlut að máli en kannski ekki alla ábyrgð svo er líka gott að skella skuldinni á aðra sem ekki eru á staðnum) Í því kláraði hún það sem eftir var í kassanum dreif sig í bílinn sinn. Hún ætlar svo aldrei aftur á þessa sorpustöð!!!!

04/12/2005

Enn af framkvæmdum og vinnu!
Hjúkkan er farin að sjá fyrir endan á framkvæmdunum í Dofraberginu. Það sem er orðið vandamál núna er framkvæmdargleði hjúkkunnar. Hún má ekki sjá gamlan skáp eða skáphurð án þess að íhuga það alvarlega að skipta því út. Nú er hún búin að finna sér nýja innréttingu á baðið þar sem sú gamla var rifin út á meðan parketið var lagt. Nýja innréttingin verður vonandi sett upp á þriðjudaginn n.k. Næsta innrétting sem að öllum líkindum verður fyrir barðinu á hjúkkunni er eldhúsinnréttingin. Það eru enn miklar pælingar um það hvað verður gert þar. Ef eldhúsið fær að finna fyrir því þá er ekkert eftir nema að endurskipurleggja þvottahúsið sem er sameiginlegt í kjallaranum - örugglega allir sáttir við það í húsinu :)
Annars er hjúkkan búin að vera í vinnunni síðan s.l. mánudag og síðasta vaktin er í nótt - þá er komið 2 ja daga frí og allir vinir. Hún hefur svo skotist í framkæmdir fyrir og eftir vaktirnar enda er hún aðeins farin að vera lúin. Sem fyrr er stefnan sett á innflutning um næstu helgi þ.e. nema hjúkkan fái einhverja fáránlega framkvæmdar hugmynd í viðbót.
Farið varlega í hálkunni og látið ekki jólastressið hafa áhrif á ykkur :)

28/11/2005

Rífandi gangur!
Það er rífandi gangur á framkvæmdum í Dofraberginu þökk sé yndislegum hópi góðra vina sem komu og aðstoðuðu hjúkkuna um helgina. Smiðurinn stóð sig vel í parketinu fyrir helgina og á laugardaginn var einn allsherjar vinnuher við málningavinnu. Megabeibið, Superkvendi, Flugkennarinn og Mágmaðurinn komu og máluðu eins og þau höfðu lífið að leysa enda náðist að klára þá málningavinnu sem fyrir lá. Flugkennarinn tók sig til og sýndi fram á það að það er vel hægt að "djakka" í öllum herbergjum íbúðarinnar, sama hvað fólk er að gera. Það er hægt að "djakka" í hóp eða bara dunda sér einn við þetta!! Þormóður lét ekki sjá sig, enda fattaði hjúkkan það seint og síðar meir að hún var ekki með rétt símanúmer hjá honum.
Nú er hjúkkan komin á skrið á ný í vinnunni og stefnir á innflutning eftir 2 vikur. Þá geta þeir sem komu ekki í málninguna komið og aðstoðað við flutninga :)

23/11/2005

Framkvæmdir og jólaauglýsingar!
Hjúkkan hóf undirbúning að framkvæmdum í Dofraberginu í dag. Hún skúraði dúkinn sem er á gólfinu af mikilli natni og teipaði allt sem hægt var að teipa til að flýta fyrir því að hægt verði að mála slotið. Vonandi verður það um helgina og eru allir jötnar velkomnir í málningu og jafnvel að það verði til kaldur fyrir á sem eru duglegir. Þormóður er á vaktinni á neyðarbílnum þannig að ef illa fer verður ekkert mál að fá sjúkrabíl á staðinn!!
Annars gengur lífið sinn vana gang hjá hjúkkunni og það er staðfest að jólin eru á næsta leyti. Þeir sem þekkja hjúkkuna vita að það eru nokkrir hlutir sem fara meira í taugarnar á henni en aðrir hlutir. Sá hlutur sem fer hvað mest í taugarnar á hjúkkunni í tengslum við jólaundibúninginn er auglýsing í sjónvarpinu. Jú einmitt þessi "krúttlega" með stelpunni sem syngur og skreytir piparkökur. Hjúkkan hreinlega þolir ekki þessa auglýsingu og iðulega skiptir um stöð áður en hún þarf að heyra í barninu syngja. Ekki það að hjúkkan hafi eitthvað á móti þessari stúlku sem leikur í auglýsingunni, sú litla er örugglega hvers manns yndi, en þessi auglýsing er gjörsamlega óþolandi!!!! Það best við þetta allt er hversu fáir þora að viðurkenna að þessi auglýsing fari í taugarnar á því. Jú af því að það er barn sem leikur í henni á manni að finnast þetta voða sætt og saklaust, og þar með þorir fólk lítið að tjá sig um álit sitt á auglýsingunni. Þá komum við að punktinum bakvið þetta allt - er ekki nokkuð siðlaust af auglýsendum að neyða fólk til að dást að auglýsingum bara því það leika börn í sumum þeirra og okkur má ekki líka illa við börn? Ég bara spyr!!

21/11/2005

Allt er hjúkkum fært!!!
Hjúkkan tók sig til og fór í ljóshærða haminn sinn í dag. Hún byrjaði daginn á því að fara og kaupa parket þar sem hún sló í gegn í almennri fávisku sinni um parketlagningu (enda ætlar hún ekki að leggja parketið sjálf). Að því loknu benti sölumaðurinn henni á að fara í timbursöluna til að fá parketið afhent. Hjúkkan þakkaði pent fyrir sig og dreif sig yfir í timburdeildina. Þar var henni bent á að koma með bílinn inn svo hægt væri að setja parketið og dúkinn og alla listana í bílinn - hjúkkan hélt nú að þetta yrði ekki mikið mál enda Fabio nokkuð stór að mati hjúkkunnar. Vonleysis svipur kom á hlaðmennina sem spurðu hjúkkuna hvort hún hefði ekki getað komið á minni bíl!! en hjúkkan brosti sínu blíðasta og sagði að Skodinn væri nú bara alveg nógu stór. Þeir byrjuðu að hlaða parketinu í bílinn og alltaf seig aumingjans afturhlutinn á Fabio neðar og neðar. Þegar dúkurinn var svo líka kominn (þá átti eftir að koma fyrir golflistunum) fór hjúkkunni að lítast frekar illa á blikuna. Í nettu spaugi spurði hjúkkan hvort gólflistarnir myndu bara ekki standa út um topplúguna og var hlaðmönnunum greinilega hætt að lítast á þessa litlu píu sem greinilega var ekki mjög skörp. Loksins þegar allt dótið var komið í bílinn þá sá hjúkkan að þetta væri nú ekki að gera sig og spurði hvort hún gæti ekki bara pantað flutningabíl undir allt dótið (passaði líka að blikka alveg nokkrum sinnum). "Jú jú það er alveg hægt - en ég myndi alveg keyra bílinn svona" segir annar hlaðmannanna greinilega ekki að nenna að færa allt dótið úr Skódanum í flutningabíl. "Já ég held að það sé málið að fá flutningabíl" segir hjúkkan glöð í bragði og fer og pantar bíl. Flutingabíllinn kom fljótlega og nú voru til taks 4 karlmenn sem unnu við það að afferma Skódann og setja dótið í flutningabílinn. Tí hí hjúkkan þakkaði svo pent fyrir sig og keyrði út á eftir flutningabílnum. Nú er parketið sem sagt komið í Dofrabergið og hjúkkan þar að auki búin að panta sófann og borðstofustólana. Nú er mál að leggja sig í smá blund áður en kvöldvaktin byrjar. Umönnunarstig dagsins fá aumingjans hlaðmennirnir í Húsasmiðjunni í Grafarholti fyrir óeigingjörn störf sín í þágu hjúkkunnar :)

19/11/2005

Íbúðin komin!!!
Hjúkkan er voðalega glöð í dag (fyrir utan smá höfðverk, létta velgju og eiginlega stóran smsmóral). Hún fékk nefnilega íbúðina sína afhenta í gær við mikinn fögnuð! Nú er málið að setja parketið og mála og flytja vonandi inn eftir skamman tíma. Hjúkkan hélt upp á tímamótin í gær með því að borða á Argentínu (reyndar með einni nefnd sem hún stýrir) og þar hitti hún einmitt Megabeibið og Kafarann sem voru að eiga rómantíska kvöldstund. Eftir ótrúlegan mat lá leið hjúkkunnr með beibinu og kafaranum á Oliver þar sem var dansað af krafti fram eftir nóttu. Loks var kominn tími á að hjúkkan færi heim og þá tók hún sig til og sendi nokkur sms :/ sem betur hefði mátt sleppa. En maður þarf að lifa við þær aðgerðir og þær ákvarðanir sem maður tekur í lífinu og þannig er bara það.
Hjúkkunni hefur verið boðið í partý í kvöld en hugsanlega ætlar hún bara að halda sér rólegri og dundast eitthvað í nýju íbúðinni.

17/11/2005

Afsakið röng email addressa!
Já hjúkkunni er ýmislegt til lista lagt og þar á meðal er hún ótrúlega fær í því að klúðra hlutum. Í gærg ætlaði hjúkkan var vera nokkuð fyndin og sæt í sér og skrifaði voðalega fínt email sem átti að fara á ákveðinn stað. Hjúkkunni fannst hún einstaklega skemmtileg og sýndi af sér mikinn þokka við skrif á þessum tölvupósti, þar að auki sendi hún einnig sem viðhengi ansi skemmtilegt myndskeyti sem hafði með viðrekstur að gera. Jú jú hjúkkan veit alveg að prumpubrandarar eru ekki allra en þessi prumpubrandari olli gífurlegri kátínu hjá hjúkkunni. NEMA HVAÐ hún mundi ekki alveg hvort það væri punktur í tölvupóstfanginu eða ekki og ákvað að taka sjénsinn með það að það væri puntkur. Hún sló inn póstfangið og varð nokkuð undrandi þegar póstkerfið bauð henni að skrá þetta nýja póstfang í contact listann sinn. Þá fóru að renna á hjúkkuna tvær grímur og hún hafði upp á póstfanginu sem hún hafði verið svo viss um að væri með punkti í. Haldið þið ekki að hún hafi sent þennan tölvupóst á rangan aðilla og sá sem hann fékk er einhver sem hjúkkan þekkir alls ekki neitt og veit engin deili á!!!! Hún sendi upprunalega myndskeytið á rétt póstfang en ákvað að sleppa öllum sjarma og sætleika í þetta skiptið. Þetta hefði nú verið í lagi ef hún hefði svo ekki fengið svar frá þeim aðilla sem ekki átti að fá skeytið. Sá aðilli var hinn brattasti og þakkaði pent fyrir skemmtileg myndskeið en var nú ekki alveg að skilja afganginn af skeytinu. Hjúkkan sendi mjög pent skeyti tilbaka þar sem hún baðst afsökunar á því að hafa sent þetta á rangan aðilla, með þeim óskum að viðkomandi hafi alla vega haft gaman af myndskeiðinu!!

16/11/2005

Mögulegir krísuvaldar!
Hjúkkan hefur rekið sig á ýmislegt undanfarna daga sem mögulega getur valdið krísu hjá annars mjög stabílum einstakling. Þetta eru í flestum tilfellum mjög asnalegir hlutir en einhverra hluta vegna ná þeir manni og geta valdið hugarangri og í versta falli krísu. Hér á eftir koma tvö dæmi:
  1. Aðgangsorðið mitt í heimabankann byrjar á 37frida... - þessi litla tala á undan nafninu fer alveg óskaplega mikið fyrir brjóstið á hjúkkunni þar sem henni finnst þetta óþarfa tilvísun um það að hún er að eldast. Þrátt fyrir það að það eru þónokkur ár þar til hún verður 37 ára er þetta að valda ákveðinni krísu. Spurning hvort hún skipti ekki bara um banka???
  2. Það að rekast á gamla kunningja sem maður hefur ekki séð í háa herrans tíð og viðkomandi hefur enga hugmynd um hvað hefur gengið á í lífi hjúkkunnar. Eftir stutt öppdeit á högum hjúkkunnar fær hún samúðarfullan svip og klapp á öxlina. "En þetta fer nú allt að koma hjá þér er það ekki??" og við þetta bætist uppörvandi bros. Hjúkkan vill bara benda þeim sem haga sér svona að hún hefur það bara ansi fínt, er í góðu líkamlegu og andlegu ástandi og það er ekki endilega hamingja falin í því að eiga 2 börn, station bíl, hund og mann sem vinnur 350 tíma á mánuði!

Að öðru leyti er hjúkkan í góðum gír hér í vinnunni. Hún er búin að ganga frá Kambsveginum og verður því næstu daga ekki lengur eigandi að helmingi þeirrar íbúðar. Vonandi gengur þó allt eftir og hún verður stoltur eigandi að Dofraberginu næsta föstudag. Þá verður kallað til málningapartýs einhvern tímann í vikunn á eftir (fer eftir því hversu vel gengur að leggja parketið.) Þangað til er hjúkkan farin að æfa jólalögin og koma sér í jólaskap.

15/11/2005

Nú hlýtur þetta að fara að koma!
Hjúkkan neitar að trúa öðru en að hin kosmískuöfl fari að halda með henni og hlutir fari að ganga henni í hag. Í dag er stefnt að undirskrift á samningum um Kambsveginn og því ætti mögulega kannski að vera hægt að ganga frá Dofraberginu á föstudaginn n.k. En þar sem um það bil ekkert hefur gengið eins og það átti að ganga í þessum máli bíður hjúkkan spennt eftir því hvað það verður sem kemur upp á í dag. Hún er nú búin að fá nett nóg af þessu rugli öllu saman og vonandi gengur þetta eftir í dag.
Annars fór helgin í næturvaktir og því var lítið um almennt skrall hjá hjúkkunni. Hún ætlar þó að skella sér í afmæliskaffi í kvöld til megabeibsins sem óðfluga nálgast fertugsaldurinn. Inga megabeib fær því gellustig dagsins í dag og líka afmælisstig dagsins í dag.

11/11/2005

Gott að eiga góða að!
Hjúkkan vill bara koma á framfæri knúsum og kossum til þeirra sem björguðu því sem eftir var af þeim ömurlega degi er hrjáði hjúkkuna í gær. Þetta yndislega fólk er bara æðislegt og vill hjúkkan knúsa það í heilan dag - en hún þarf nú reyndar að vinna. Þið eruð langbest!!!

10/11/2005

Dagurinn þar sem ekkert gekk upp!
Hjúkkan er nett pirruð og vonsvikin eftir daginn í dag. Suma daga á maður greinilega að sleppa því að fara á fætur og halda bara áfram að sofa. Dagurinn byrjaði með vott af vitund um þau rauðvínsglös sem hún drakk kvöldinu áður í heimsókn sinni hjá Siggu. Heimsóknin var hrein og bein snilld þar sem hjúkkurnar hlógu, flissuðu og spáðu í hegðan karlmanna. Eftir að hafa farið niður í Rauða Kross til að ganga frá námskeiðsgögnunum frá deginum áður dreif hjúkkan sig heim í smá blund, enda full vonar að í dag myndi hún ganga frá öllum sínum íbúðarmálum og fá afhenta sína eigin íbúð. Auðvitað brugðust þau plön og hjúkkan stóð í stappi við fjölda manns, þar á meðal 2ja kvenna er vinna á "þjónustuveri" Landsbankans. Í kjölfarið er sennilega komin mynd af hjúkkunni á pílukastspjaldið í "þjónustuverinu" og hún komin á svartan lista. En þetta stapp kom nú fyrst og fremst til vegna vanhæfni starfsfólksins sem hún ræddi við. Að því loknu hélt aðeins meira stapp áfram við aðra aðila og loks breyttust auðvitað þau plön sem hjúkkan var búin að halda í vonina að myndu bjarga annars ömurlegum degi. Til að reyna að gera gott úr málinu fór hjúkkan út í búð og keypti sér rándýran Ben & Jerry´s Karamel Sutra ís. Þetta er ótrúleg blanda af vanilluís, súkkulaðiís, hreinni og mjúkri karamellu og stórum feitum súkkulaðibitum. Kaloríufjöldi í einni skeið er um 3000 og er hjúkkan komin í feitan plús á kaloríum í dag - samt borðaði hún bara um 1 / 10 af ísnum - auðvitað beint úr boxinu. Nú leið hjúkkunni örlítið betur en glitti þó í gömlu góðu feituna. Jæja maður verður að horfast í augu við feituna eftir svona ísát og það er leyfilegt. Þetta hefði verið mjög góð leið til að bjarga vondum degi - en auðvitað fékk hjúkkan illt í magann af öllum rjómanum og sykrinum sem í ísnum var þannig að þetta kom henni allt í koll. Nú eru einungis 3 klst eftir af þessum rotna degi sem getur ekki versnað og vonandi verður morgundagurinn eitthvað betri.

09/11/2005

Skjávarpar og gluggar!
Í einu af fjölmörgum húsum í nágrenni hjúkkunnar (þ.e. foreldrahúsum hjúkkunnar) býr fólk sem er greinilega mjög ánægt með nýja skjávarpann sinn. Oft hefur hjúkkan rekið augun í þær myndir sem fólkið hefur verið að dunda sér við að horfa á og ekkert athugavert hefur verið við það - enda prýðilegur kvikmyndasmekkur greinilega í gangi á því heimilinu. NEMA HVAÐ í gærkvöldið átti hjúkkan leið framhjá þessu húsi og rak sem fyrr augun í skjámyndina sem var á veggnum hjá þessu örugglega ágætis fólki. Þetta hefði ekki verið neitt til að tala um ef fólkið hefði ekki verið að horfa á þessa líka kröftugu klámmynd!!! Jú jú sjón hjúkkunnar beið nokkurn skaða af enda vildi hún óska þess að hún hefði ekki séð þetta. Ekki það að fólk megi ekki horfa á þær klámmyndir sem því lystir - en það væri kannski ráð að draga þá alla vega fyrir gluggatjöldin rétt á meðan leikar standa sem hæst! Sumt vill maður einfaldlega ekki vita um nágranna sína.

08/11/2005

Menningarleg afmælishelgi!
Hjúkkan átti bara nokkuð þokkalega helgi. Hún átti afmæli á laugardaginn og eyddi deginum í faðmi fjölskyldunnar og skellti sér svo á skrallið um kvöldið. Hjúkkan fékk sér forskot á föstudagskvöldinu þegar hún fór með Svönu á Ölstofuna og sá alla hávöxnu og myndarlegu mennina sem þar voru samankomnir. Þær stöllur skemmtu sér vel við að horfa í kringum sig og njóta útsýnisins. Eins og fyrr sagði var ferskleikinn svo mikill á laugardeginum að hún þreif eldhúsið hátt og lágt fyrir foreldrana og dundaði sér við eitt og annað. Mikið var um að vera á sunnudeginum þar sem dagskrá hjúkkunnar var þétt. Hún dreif sig í tennis, fór þaðan beint á tónleika þar sem fluttar voru tvær ofboðslega fallegar sálumessur og loks lá leiðin í knattspyrnu. En sökum verkja á ástands á baki ákvað hjúkkan að slaufa boltanum í þetta sinn. Mesti gleðivaldur helgarinnar var þó leikurinn í enska boltanum þar sem MAN UTD stöðvaði sigurgöngu Chelsea með glæstum sigri á heimavelli sínum!!!! Hjúkkan er glöð í bragði og er enn sem fyrr ánægð með sína menn í Utd. Svo fer nú að styttast í afhendingu íbúðar og allt að gerast.
Hjúkkan hefur ákveðið að halda afmælis- og innflutningsparty eftir jólin þar sem ákveðinn hópur manna hefur ekki haft tækifæri til þess að taka ákveðna mynd. Nú hefur fresturinn sem sagt verið lengdur og árangur skilyrði. Meira að segja er von á 7. manninum til landsins fyrir jól þannig að það eru engar afsakanir teknar gildar.

01/11/2005

Mikilvægt fólk í lífi allra!
Hjúkkan hefur undanfarna daga verið að hugsa um þann fjölda af fólki sem er mikivægur hlekkur í lífi hvers einstaklings. Í þessum hópi er að finna fólk úr öllum stéttum sem öll eiga það sameiginlegt að skipta miklu máli til þess að hversdagsleiki gangi upp hjá hverjum og einum. Hér kemur smá upptalning á því fólki sem er óumdeilanlega mikilvægur hluti af lífi hjúkkunnar.
  1. Mamma - allir þurfa á móður sinni að halda, óháð aldri og fyrri störfum. Þessar konur veita manni styrk og hlýju þegar á þarf og láta mann yfirleitt vita ef maður er kominn í tómt tjón.
  2. Pabbi - allir þurfa líka á pabba sínum að halda. Hann hjálpar yfirleitt með praktískari atriðið en mamman en að sama skapi er hann ómissandi við lausn ýmissa vandamála. Pabbar geta líka reynst mjög vel þegar þarf að hugga mann og gefa knús.
  3. Systur - held að allir hafi líka gott af því að eiga góðar systur hvort sem er eldri eða yngri. Sumt spyr maður einfaldlega foreldra sína ekki um.
  4. Vinkonurnar - þarf ekki ferkari útskýringar.
  5. Hárgreiðslukona - ómissandi hlekkur í lífi hvaða konu sem er og kemur sér mjög illa og getur valdið miklum áhyggjum ef hún fer í fæðingarorlof.
  6. Snyrtifræðingurinn - ný í hópnum hjá hjúkkunni sem er í leit að innra-kveneðli sínu. Er búin að finna yndislegan snyrtifræðing sem plokkar og litar eins og vindurinn. Eftir nokkrar komur til hennar er hún farin að læra á hjúkkuna og er ómissandi.
  7. Kvensjúkdómalæknirinn - óþarfi að útskýra nánar en maður vill ekki þurfa að fara á nýjan stað í hvert skipti, okkur finnst þetta ekki beint það skemmtilegasta í heimi.
  8. Vaxarinn - hjúkkan er svo mikill kleifhugi að hún getur ekki hugsað sér að sama kona sjái um augabrúnir og vaxmeðferð á öðrum stöðum líkamans. Staðan er laus í augnarblikinu.
  9. The Handyman - hér getur pabbinn reynst vel ef hann er handlaginn, annars er mjög gott að hafa varamann í þessari deild. Jafnvel getur verið mikilvægt að hafa nokkra við hendina með mismunandi sérhæfingu.
  10. Maðurinn í einkennisbúningnum - já hér er hægt að hafa marga við hendina. Hjúkkan er t.d. með flugmanninn, flugþjóninn, smiðinn, flugkennarann, lækninn og sjúkraflutningamanninn svo dæmi séu tekin. Þessir menn eru til þess eins að gleðja augað þegar maður þarf á einhverju hughreystandi að halda. Reyndar fer samsetning þessa hóps algjörlega eftir smekk hvers og eins.

31/10/2005

Flutningar og helgarsprell
Hjúkkan er eins og alltaf að standa í stórræðum. Hún gæsaði hana Vöku hans Braga á laugardaginn ásamt fríðum flokki kvenna og einnar stórrar kanínu. Dagurinn var fullur af gleði og glaum og freyðivíni og rauðvíni og allir bara mjúkir og fínir. Sunnudagurinn fór svo í tennis og aukakvöldvakt þar sem íslandsmeistaramótið í gipslagningu stóð sem hæst. Hálkan hafði sitt að segja og voru því fjölmargir sem lögðu leið sína á slysadeildina. Fersk að vanda vaknaði hjúkkan falleg í morgun og tók sig til og flutti búslóðina síðan til foreldranna á ný þar sem hjúkkan ætlar að búa þar til hún fær íbúðina sína afhenta. Það jafnast ekkert á við góðan flutning í morgunsárið enda er hjúkkan orðin mjög fær í flutningum. Kvöldið verður svo toppað á kvöldvaktinni á slysadeildinni í þeirri veiku von um að hálkan sé að minnka.

26/10/2005

Góðar stundir!
Hjúkkan komst að því um daginn að það er nú hægt að gera eitthvað annað en að vera alltaf að vinna. Hún átti frí bæði sunnudag og mánudag og nýtti þá daga til hins ýtrasta. Sunnudagurinn fór í almenna íþróttariðkunn með tennisæfingu um daginn og knattspyrnuæfingu um kvöldið. Þar var heilmikið hlaupið hlegið og skorað. Mánudagurinn fór í hlaup til að redda greiðslumatinu áður en bankinn lokaði og kröfugangan byrjaði. Hjúkkan er auðvitað mikil baráttukona og dreif sig niður á Skólavörðuholt og skundaði í bæðinn ásamt öllum hinum. Kvöldið fór í yndislegan hitting með syninum sem kom í heimsókn eins og í gamla daga. Pizza og sjónvarpsgláp og aulabrandarar með tilheyrandi hrotuhlátri áttu kvöldið. Loks var eyddi hjúkkan fyrri hluta gærdagsins með litla fullkomna frænda í sundi og skralli. Litli kúturinn sýndi alla sína bestu takta og sjarmeraði sundkennara upp úr lauginni.
Hjúkkan bíður nú spennt eftir undirritun á kaupsamningnum og afhendingu á íbúðinni og allt að gerast. Hún hitti Þormóð í vinnunni í dag og vildi einmitt minna hlutaðeigandi aðilla að það fer að koma tími á næstu mynd :) 10 ára afmæli fyrstu myndarinnar er að renna í hlað og kominn tími á endurnýjun. Myndirnar verða svo hengdar upp á vegg í Dofraberginu :)

22/10/2005

Hjúkkan við það að verða íbúðareigandi!
Stórmerkilegir atburðir áttu sér stað í gærdag. Vaktin var nú með ömurlegra móti en það sem bjargaði deginum hjá hjúkkunni voru þær fregnir að tilboði hennar í íbúð var tekið og þar með er hjúkkan við það eignast íbúð. Hún þarf að klára greiðslumatið sitt sem verður nú lítið mál og ef fer sem horfir fær hún afhent eftir 2 - 3 vikur!!!!! Sú magnaða staðreynd sem fylgir þessum íbúðarkaupum er sú að nú er hjúkkan að flytja í Hafnafjörðinn - mörgum til mikillar gleði og hamingju. Þormóður sér fram á að hafa alltaf barnfóstru til taks og nokkrir samstarfsmenn hafa gert sér í hugalund að hjúkkan fari nú að halda með FH. Þeir sem hins vegar þekkja hjúkkuna vita að hún mun seint og illa hætta að styðja sína menn í KR.
Svo heyrði hjúkkan í fastráðna flugþjóninum sem fyrr um daginn fékk einmitt fastráðninguna sína - til hamingju með það !!!!
Til að halda upp á íbúðarkaupin kláraði hjúkkan kvöldvakt dauðans - fór heim og fékk sér einn kaldan og fór svo að sofa enda 12 tíma vakt í dag.

20/10/2005

Rugluð í ríminu!
Það hefur verið svo mikið um breytingar í lífi hjúkkunnar s.l. hálfa árið að nú er þetta farið að hrjá hjúkkuna. Hún hefur til dæmis fundið upp flutnings-íþróttina og stundaði hana af nokkuð miklum krafti framan af árinu. Nú er svo komið að hjúkkan vissi ekki hvert hún var að fara - þegar leið hennar lá heim eftir næturvakt. Hún keyrði sem leið lá niður á Skólavörðustíg og var við það að finna bílastæði þegar hún allt í einu mundi að þarna átti hún ekki lengur heima!!! Sér til mikillar gleði fann hún réttan stað eftir stuttan umhugsunarfrest og allt gekk vel í kjölfarið. Að öðru leyti er hjúkkan nokkuð stabil og er meira að segja búin að vera í fríi í heilan dag. Reyndar nokkrir fundir á döfinni í dag en það er bara venjubundið og blússandi stemning í því. Ekki hefur Hr. Óþekkur látið á sér kræla og bíður hjúkkan í ofvæni yfir því að svipta hulunni af þessum tja örugglega jafngeðuga einstaklingi. Nú er kominn tími á að rjúka af stað á svo sem einn fund og gerast formaður í einni nefndinni. Alltaf stuð hjá hjúkkunni!!!

15/10/2005

Gleðilegan laugardag!
Í dag er þessi líka ógleymanlegi laugardagur - með tilheyrandi rigningu og roki. Eftir að hjúkkan keypti svakalega fína sköfu handa Fabío þá snögg hlýnaði og að öllum líkindum er vetri að létta. Það gæti líka verið að hjúkkan sé ekki alveg með sjálfri sér enda er hún rétt að byrja á 16 klukkustunda vaktinni sinni þennan ógleymalega dag. Það er eins gott að hjúkkan eigi sér ekkert líf utan vinnu - enda hefði hún ekki tíma til þess að sinna því sökum vinnu. Eitt sem vakið hefur undrun og aðdáun hjúkkunnar í morgunsárið og það er hegðan og útbúnaður fólks á reiðhjólum. Það voru nokkrir ferskir á reiðhjóli sem urðu á vegi hjúkkunnar í morgun - í skíta roki og riginingu - ekki nóg með það því þá var einn í léttum flauelsjakka sem var ekki einu sinni hnepptur!!! Það fer nú bara kuldahrollum um mann þegar maður sér svona - og hugurinn leitar heim og beinustu leið undir sæng. Hjúkkan vill benda á sérlega áhugaverðan dagskrálið á RUV sem hefst kl. 13:20 í dag - jú það er BEIN ÚTSENDING frá Íslandsmeistaramótinu í atskák!!! Missum ekki af því :)

10/10/2005

Er líf utan vinnunnar?
Já það er von að hjúkkan spyrji sig þessari spurningu. Hún tók aukavakt s.l. nótt og er svo komin á sína eigin kvöldvakt - frekar sybbin en samt jafnsæt og vanalega þó svo að hárið sé örlítið úfið. Á morgun er fyrsti hluti af flutning á Vífilsgötuna en þetta verður gert í tveimur áföngum. Svo er að vona að einhver ró og stöðugleiki fari að koma á líf hjúkkunnar svo hún hætti að hanga í vinnunni daginn út og inn. En veturinn er kominn með tilheyrandi hand- og fótkulda hjá hjúkkunni. Hún lýsir hér með eftir einhverjum fórnfúsum sem vill koma og hlýja henni um tærnar - gæti samt verið smá táfýla þar sem hjúkkan er einmitt alltaf í vinnuskónum :)

06/10/2005

Oggulítið syfjuð!
Nú er farið að síga á seinni hluta fyrri næturvaktarinnar hjá hjúkkunni og augnlokin farin að þyngjast eftir því. Hjúkkan stóð í heilmiklum pælingum og rökræðum við fasteignasala í gær sem enduðu á því að hætt var við allt saman. Eigendur íbúðarinnar sem hjúkkan ætlaði að bjóða í fóru í panic og hættu barasta við að selja!! Hjúkkan veit að hún getur af og til verið ákveðin týpa en þetta var eiginlega bara fyndið. Að sama skapi sleit hún um viku löngum vinskap við sölumanninn á fasteignasölunni sem bar sig vel. Að rifrildunum og morgunvaktinni lokinni lá leiðin heim í sófa til að blunda fyrir næturvaktina. Eitthvað ruglaðist kerfið og blundinum seinkanði af óviðráðanlegum orsökum - en það hafðist undir lokin. Nýjar og góðar fregnir af heimilislausu hjúkkunni eru þær að hún er að fara að leigja íbúð í Vatnsmýrinni þar til hún finnur sér enn varanlegri stað til að búa á. Vonandi fer þetta að ganga eftir og sú óreiða sem einkennt hefur líf hjúkkunnar undanfarna mánuði sé nú að verða búin. Að öðru leyti er hjúkkan söm við sig og sennilega búin að taka að sér formennsku í einni af þeim nefndum sem hún situr í fyrir Fíh - sem verður bara spennandi og krefjandi starf. En hjúkkan er nú samt að hugsa um að bæta ekki við sig fleiri nefndum í bili - stundum verður félagsmálafíkillinn að læra að það má líka segja "því miður get ég ekki tekið þetta að mér".

03/10/2005

Farir og ófarir hjúkkunnar!
Hjúkkan er búin að vera ótrúlega dugleg í dag. Hún reif sig á fætur fyrir allar aldir til að skreppa út á flugvöll í eitt pick-up, að því loknu dreif hún sig með Fabio í smurningu enda var eitthvað ljós farið að blikka óþarflega mikið í mælaborðinu. Að þessu loknu var klukkan bara rétt rúmlega 9 og hjúkkan alveg hissa á því hvað hægt sé að gera mikið fyrir hádegi. Því næst reddaði hjúkkan nokkrum símtölum sem hún átti eftir að ganga frá, dreif sig í bankann og slakaði svo á í smá brunch með flotta flugkennaranum á Oliver. Enn sem komið er var ekki komið hádegi!!! Rétt um hálf tólf (vanalegur tími hjúkkunnar að vakna) rauk hún á þjóðskránna og gekk frá málum þar áður en hún skellti sér á 3 klst langan stjórnarfund í félaginu. Því sem næst lá leiðin í smá dótarflutning og dagurinn er rétt rúmlega hálfnaður. Hjúkkan hefur engan blund fengið og er enn svona spræk. Hún fékk nokkur góð stuðnings símtöl frá Superkvendinu og Megabeibinu og kann hún þeim bestu þakkir fyrir. Stefnan er tekin á dinner hjá gamla settinu og eitt íbúðarskoð fyrir sjónvarpskvöld dauðans. Þetta helst er að frétta af förum hjúkkunnar í dag.
Snúum okkur þá að óförum hjúkkunnar - reyndar síðastliðna daga og jafnvel vikur. Eins og flestir vita er hjúkkan stundum svolítill klaufabárður og á það til að slasa sig við saklausustu aðstæður. Ferðin til Svíþjóðar var engin undantekning!! Þar sem hjúkkan sat nokkuð sybbin um borð í flugvélinni lenti hún auðvitað fyrir aftan stóra kallinn sem heldur að hann geti hallað sætinu sínu eins langt aftur og mögulegt er ALLA FERÐINA!!! Já litlu fluffu vinir mínir - líka þegar hjúkkan reyndi að borða ommelettuna sína. En sökum skap príðis hjúkkunnar ákvað hún að láta kyrrt liggja og lét sem ekkert væri. NEMA hvað þegar hjúkkan er hálfnuð með kaffibollann hendir karlpungurinn fyrir framan sér aftur í sætið og matarbakkinn með vatnsglasinu og hálfa kaffibollanum hellast svona pent í fangið á hjúkkunni! Hún blótaði í hljóði, þurkkaði á sér kjöltuna og ákvað að fara bara að sofa. Í Svíþjóð varð hjúkkan svo fyrir innkaupa áverka þar sem hún verlsaði af svo miklum mætti að hún sló hendinni í horn á borði í einni búðinni. Góð ráð voru dýr og sérlegur verslunaraðstoðarmaður (Jóhanna) bar nokkuð af þungu pokunum fyrir hjúkkuna í kjölfarið - en verslunarleiðangurinn blessaðist vel það sem eftir var. Það nýjasta í óförum hjúkkunnar átti sér stað í vinnunni um daginn þar sem hún var að ganga út um STÓRA HVÍTA bílskúrshurð. Vildi ekki betur til en svo að hjúkkan gekk á hurðina þar sem hún var ekki komin alla leiðina upp. Hjúkkan hefur nú sem fyrr alltaf litið á sig sem frekar hávaxna með þykkt og hrokkið hár en fyrr má nú aldeilis vera!

30/09/2005

Komin heim úr kjötbollulandinu!
Hjúkkan er komin heil heim eftir mjög svo ógleymanlega ferð til kjötbollukónganna í Svíþjóð. Það var nú aðeins betra veðrið þar - bara svona 16 - 18 stiga hiti og sól en hver er að kvarta, nístingskuldi og rok eru góð fyrir húðina! Tíminn í Uppsala stendur upp úr enda var svo dásamlegt að hitta litlu prinsana og foreldra þeirra. Heimsóknin til Hennes og Maurtiz gekk vonum framar og hjúkkan náði ótrúlegum árangri í verslunarleiðangri á stuttum tíma. Hún er jafnvel að hugsa um að keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum verslunarfíkla. Litlu prinsarnir bræddu hjarta hjúkkunnar þegar hún var að fara inn í flugstöðina því þeir vildu ekki að hún færi heim. Flugið heim var einkennilegt - flugstjórinn var búinn að vara við vondu veðri enda þeystist áhöfnin af stað um leið og mögulegt var, skellti matnum fram og Sagabutique og dreif sig svo bara aftur í sætin sín. Flugstjórinn kom í kallkerfið og bað fólk um að halda kyrru fyrir vegna ókyrrðar og hafa sætisbeltin spennt. Þessi ókyrrð fór nú ekki fram hjá neinum sem var um borð í vélinni og voru flestir pollrólegir í sætum sínum. Allt í einu kemur flugfreyja í kallkerfið í mikilli örvæntingu og ítrekar að allir eigi að vera í sætum sínum og var hún hálf ógnvekjandi þar sem fluffan virkaði í pínu panic. Hjúkkan þekkir nú nokkra einstaklinga sem hefðu sennilega þurft að skipta um brók eftir flugið en að lokum tók ókyrrðin enda og vélin lenti heil í Keflavík. Nú er mál að koma sér aftur í Íslands gírinn og drífa sig í vinnuna og djamma svolítið í kvöld með vinnufélögunum.

28/09/2005

Hejsan fra Sverige!
Hjukkan er ordin svona lika svakalega god i saenskunni ad thad er naestum thvi vandraedalegt. Enda er hun buin ad sitja fundi fra thvi a manudag sem felstir hafa farid fram a thessu annars agaeta tungumali. Nu er radstefnunni lokid og var hun ogleymanleg i marga stadi. Helst ber tho ad nefna hadegismatinn einn daginn sem saman stod af kartoflum, sallati og innbokudum kjotbollum i kjukling!!! Ja hjukkan hefur sjaldan lent i annarri eins maltid enda veit hun enn ekki hver hafdi svo mikid hugmyndarafl ad troda kjotfarsi inn i kjuklingabringur og rulla svo ollu upp og sjoda!!!! Thad voru nu einnig onnur ogleymanleg atvik s.s. ferd a karaokebar og salsa kennsla a hatidarkvoldverdi i Stokkholmi. Hennes og Mauritz bidja ad heilsa ollum heima og sakna theirra sem their thekkja mikid! Hjukkan hefur nu samt ekki verid mjog dugleg vid ad heilsa upp a tha enda upptekin a fundum. En nu er hjukkan komin til Uppsala og dvelur hja hofdingjunum Johonnu og Gisla. Thar eignadist hjukkan tvo addaendur sem ekki vilja sleppa hendinni af hjukkunni. Thetta eru audvitad their Oli og Snorri sem eru verdandi tengdasynir hjukkunnar - sem sagt verdandi eiginmenn Sigridar og Lilju :)
Hjukkan kemur heim a morgun med fullt rassgat af orku og hugguleg heitum enda verdur bara nokkud gaman ad komast aftur heim. Thangad til farid varlega og haldid ykkur fra innbokudum kjotbollum i kjukling :)

25/09/2005

Sápuópera dauðans!
Það hefur gengi á ýmsu í lífi ofurhjúkkunnar síðastliðna mánuði. Hún er orðin vinsæll íbúða-passari og þykir ansi góð í því að huga að eigum annarra. Þar að auki hefur hjúkkan oft lent í mjög einkennilegum og allt að fáránlegum aðstæðum. Á tímum hefur hjúkkan velt því fyrir sér hvort ekki megi skrifa nokkuð gott handrit að sápuóperu sem mæður í fæðingarorlofi munu verða háðar - auðvitað yrði þátturinn sýndur beint á eftir Opruh! En þá er það pælingin í kringum þetta allt - er það tilviljun að maður lendir í svona aðstæðum eða gengur maður sjálfur inn í þær, vitandi hvað þetta er allt saman illa ruglað? Já það má velta þessu fyrir sér á ýmsa vegu og hefur hjúkkan ákveðið að gera það ekki. Henni var bent á það um daginn að hún ætti það til að rökræða allt við sjálfa sig og gera þannig einfalt mál mjög flókið. Í stað þess ætlar hún að skella sér á samstarfsfund stjórna norrænna hjúkrunafélaga í Svíþjóð og kíkja í heimsókn til Jóu sinnar og Gísla og tvíburanna í Uppsölum. Svo ætlar hjúkkan líka að hitta vini sína þá Hennes og Mauritz og endurnýja samband sitt við þá.

23/09/2005

"Klukkæðið"
Hjúkkan hélt að hún kæmist undan flestu í þessari tölvuveröld. Hún til dæmis skrifaði aldrei neinn 100 atriða lista um sjálfa sig og hefur að mestu lifað góðu lífi í kjölfarið. En þar sem hjúkkan er nú félagslynd með meiru og oft til í leiki þá ákvað hún að taka áskorun Lou í Leeds og láta uppi 5 gjörsamlega tilganslausar staðreyndir um sjálfa sig:
  1. Þegar hjúkkan var 6 ára ætlaði hún að giftast einum bekkjarbróður sínum - sú varð ekki raunin. Þessi ágæti drengur vann sér þó ýmislegt til frægðar á unglingsárunum og þakkar hjúkkan örlögum sínum að ástin entist ekki.
  2. Hjúkkan hefur löngum verið þekkt fyrir það að tala - hún talaði svo mikið sem barn að foreldrar hennar borguðu henni fyrir það að þegja í fjölskylduferð í Þýskalandi þegar hjúkkan var 7 ára.
  3. Hjúkkunni er yfirleitt kalt á höndunum og finnst lítið annað betra en að stinga þeim inn á heita bumbu á einhverjum grunlausum.
  4. Hjúkkan er stundum svolítið óheppin og hefur óheppni hennar fengið nafn og er kennt við ákveðinn sjúkdóm sem skýrður var í höfuðið á henni. M.a. hefur hjúkkan opnað bílhurð í andlitið á sjálfri sér, orðið fyrir bílskúrshurð, skallað sjúkrabíl og síðast en ekki síðst - þá datt hjúkkan út úr rútu fyrir mörgum árum síðan.
  5. Hjúkkunni finnst almennt mjög gott að sofa og þá helst á vinstri hlið. Eins er hjúkkan ekki neinn sérstakur morgunhani og þeir sem halda að morgunstund gefi gull í mund geta bara átt sig.

Jæja þá er þessari upptalningu lokið og hjúkkan útkeyrð eftir miklar pælingar í því hvað eru gagnslausar staðreyndir. Þá eru það næstu fórnarlömb þessa bráðskemmtilega leiks - Dóa litla, Bragi, Roald og jafnvel hann Þormóður.

20/09/2005

Enn ein skóflustungan!
Það gladdi litla hjarta hjúkkunnar að lesa mbl.is í morgun þegar hún rakst á frétt um að í dag yrði tekin skóflustunga að nýju kennslu- og íþróttarhúsi við menntaskólann. Hjúkkan gladdist mjög yfir því að þessi tegund íþróttariðkunnar er sem sagt enn við líði - þ.e. að taka skóflustungur af þessu blessaða íþróttarhúsi við MH. Ekki man hjúkkann betur en að Björn Bjarnason hafi tekið nokkrar skóflustungur og jafnvel Ingibjörg Sólrún, nú hafa Þorgerður Katrín og Steinunn Valdís bæst í hóp þessarra íþróttarmanna sem virðast þó aldrei komast lengra í fyrstu skólfustunguna - merkilegt! Nú ættu alla vega að vera komnar svona 5 - 6 "fyrstu skóflustungur" og með þessu áframhaldið verður nú grunnurinn kominn vel á veg eftir nokkur kjörtímabil.

17/09/2005

Loksins kom að því!
Mikil tímamót áttu sér stað í íslenskri knattspyrnu í dag - það kom að því að sagan endalausa tæki endi. Jú Fram er loksins fallið úr úrvalsdeildinni og gamlir vinir í Breiðablik og Víking kom upp. Swing drottningin er nú örugglega hin ánægðasta enda mikill víkingur og vill hjúkkan óska henni innilega til hamingju með árangurinn.
Af endajaxlinum eru loksins farnar að berast góðar fréttir enda er hjúkkan nú laus við alla sauma sem voru í kjaftinum á henni. Enn er verkjalyfjanotkunin í gangi en magnið fer sífellt minnkandi og lengra líður nú á milli inntöku - sem sagt allt að koma. Í þessum erfiðleikum sem hafa verið í kjölfar aftökunnar hefur hjúkkan kynnst nýjum hópi af fólki sem henni er illa við. Þetta eru Pollýönnurnar sem hafa allar farið í endajaxlatöku þar sem ýmist allir voru teknir í einu og því sem næsta hálskirtlarnir líka og "þetta var ekkert mál!!!" Þessi hópur fólks telur sig knúinn til þess að gefa hjúkkunni góðar lýsingar á því hvað þetta var lítið mál og hvort farið var á KFC beint eftir eða bara í partý. Hjúkkan hefur ákveðið að senda þessu fólki ekki jólakort á þessu ári ...

14/09/2005

Verkjalyfjamóðan!
Hjúkkan er að reyna að stíga út úr verkjalyfjamóðunni sem hrjáir hana þessa dagana. Ýmislegt grunsamlegt hefur komið í ljós í kjölfar endajaxlatökunnar ógurlegu. Nú er hjúkkan sem sagt smámælt og auk þess með gífurlegt málstol!!! Hún virðist ekki geta sagt sum orð og þau orð sem eru með mörgum stöfum í og þar sem talið s fer allt í tómt rugl. Annars hefur hjúkkan lítið látið sjá sig á öðrum stöðum en á sófanum eða í vinnunni undanfarna daga enda hefur ástand hennar ekki boðið upp á mikinn mannfögnuð. Stefnan er nú tekin á mikla breytingu á þessu ástandi enda er hjúkkan búin að sjá að hún gengur ekki út - ef hún ætlar að hanga heima á sófanum öll kvöld vikunnar. Annars er lífsklukkan ekkert farin að tifa af alvöru þrátt fyrir pesteringar Þormóðs.... sem hjúkkan hefur reyndar fyrirgefið að fullu enda vill Þormóður bara vel. Nú fer að koma tími á meiri verkjalyf enda er móðan að renna af hjúkkunni og það má nú ekki gerast.

11/09/2005

Ógleymanleg!
Helgin sem langt er nú komin hefur verið ógleymanlega fyrir hjúkkuna. Því lík og önnur eins vanlíðan og almenn leiðindi hafa varla sést í lífi hjúkkunnar í mörg ár. Þetta á þó aðeins við um laugardaginn (frá 06 um morgun til 02 um nótt). Súperkvendið og Dóa sæta komu til að hjúkra hænunni og slúðra aðeins með henni á föstudagskvöldið og áttu þær svona líka yndislega stund saman píurnar. Þær fóru nú heim á skikkanlegum tíma enda veður vont og hjúkkan þreytt. Um kl 06 á laugardagsmorgni byrjaði svo ballið hjá hjúkkunni. Hún vaknaði með þennan líka nístingsverk í andlitinu og dreif í sig tvöfaldan skammt af verkjalyfjunum og lagðist aftur til hvílu. Um einni og hálfri klukkustund síðar vaknaði hjúkkan við ógleymanlega kviðverki og leið henni sem maginn á henni vildi komast út úr líkamanum. Eftir ýmsar pælingar og leiðir til þess að láta sér líða betur kom loks heimsókn til GustavBerg og áttu þau góðar stundir saman. Loks náði hjúkkan að sofna aftur enda uppgefin eftir stefnumótið við Gustav. Hjúkkan blundaði aðeins og dreif sig svo inn í sófa um kl. 10, þá full sjálfsvorkunar og vanlíðunar. Í kjölfarið hringdi hún í þjónustuver símans og fékk sér áskrift af Enska boltanum!!! Víííí nú tók hjúkkan gleði sína á ný og hélt af stað í apotek til að kaupa meiri verkjalyf. Á leiðinni varð á vegi hennar útsala í Skífunni og ákvað hjúkkan að hún ætti eitthvað gott skilið. Þar keypti hún sér nokkra eðla DVD diska - Flashdance, Airplane og Airplane the sequel. Megabeibið kom svo og horfði á leikinn með hjúkkunni og voru þær ekki alveg nógu sáttar við gengi sinna manna, en þetta var þó alla vega ekki Tottenham sem Man Utd var að spila við! Kvöldið fór í einmanna dvd gláp þar sem báðar Airplane myndirnar voru teknar. Og svefninn skall á um kl 02. Sem sagt alveg hreint ógleymanlegur dagur hjá hjúkkunni!

09/09/2005

Laus við endajaxlinn!
Hjúkkan lifði með naumindum af þessa aftöku endajaxlsins. Eins og hana grunaði lét jaxlinn ekki undan og þurfti að beita hinum ýmsustu græjum til að ná honum úr. Tannlæknirinn byrjaði voða ferskur "þetta verður ekkert mál - þurfum örugglega ekkert að skera"... Um hálftíma síðar var tannlæknirinn ekki eins ferskur og sagðist nú þurfa að skera aðeins í kringum jaxlinn. Enn leið og beið jaxlinn vildi ekki haggast. Tannlæknirinn gerði sitt besta til að hjúkkan héldi ró sinni um leið og hann sagðist þurfa "aðeins að fræsa úr beininu"!!! Hjúkkan var nú orðin svolítið skelfd og óskaði þess heitast að vera einhvers staðar annars staðar. Beinið var fræsað og eftir mikil átök þar sem jaxlinn var að lokum klofinn í tvennt náðist hann úr - tæðum tveimur tímum eftir að átökin hófust. Hjúkkan og tannlæknirinn höfðu í sameiningu sigrað endajaxlinn!!! Við tók mikil verkjalyfja notkun og almennt haugerí sem entist allan daginn. Hjúkkan fékk heimahjúkrun frá góðu fólki og kann hún því bestu þakkir fyrir. Næstu dagar fara í að ná saman á sér andlitinu og losna við áverkamerkin.

07/09/2005

Skrölt og brölt!
Hjúkkan er að íhuga að stofna flutningsfyrirtæki fyrir fólk sem þarf að flytja milli íbúða ítrekað. Nú er hjúkkan komin í enn eina íbúðarpössunina og hefur endurnýjan samband sitt við 101 Reykjavík. Hjúkkan kallar þessa dagana ekki neitt ömmu sína og ruslaði þessum flutning af á innan við klukkustund.
Hjúkkan dreif sig einmitt á djammið um síðastliðna helgi þar sem fréttahaukurinn var að kveðja vini og vandamenn áður en hann sest að í mekka knattspyrnunnar. Djammið var af rólegri kantinum þar sem leiðin lá fyrst á Hverfisgötuna í dýrindis fiskisúpu og kaldan af krana. Þaðan var farið í víking á Ölstofuna sem var jafn súr á lykt og vanalega. Þar rakst hjúkkan á vini og vandamenn og fékk sér meiri öl. Dagurinn eftir fór í vinnu og almennt haugerí og örlaði á símamóral. Hjúkkan uppgötvaði það nefnilega að sms mórall er allt annað er talhólfamórall!!!
Í kvöld liggur leiðin á fyrstu kóræfingu haustsins og saumaklúbb þar sem þriðjungur þátttakenda er óléttur.
Atökudagur endajaxlsins er á morgun og hefur þessi bévítans tönn látið heldur betur finna fyrir sér síðastliðna daga. Hjúkkan komin á sýklalyf og getur ekki sagt að hún bíði spennt eftir morgundeginum!

01/09/2005

Endajaxl dauðans!
Hjúkkan er að kljást við eigin vansköpun þessa dagana. Þannig er mál með vexti að endajaxlarnir passa ekki upp í hana og því þarf að rífa þá burt. Enn sem komið eru tveir farnir og sá þriðji fer á fimmtudaginn eftir viku. Þessi annars ágæti endajxl hefur verið til friðs fram að þessu en daginn sem ákveðið var hvernær hann færi þá ákvað helvítið að láta finna fyrir sér. Síðastliðnu daga hefur svæðið í kringum helvítið farið ört stækkandi, bólgnandi og orðið ansi aumt viðkomu. Eins og hjúkkan tjáði megabeibinu í gær þá var eins og hún væri með borðtenniskúlu í kjaftinum. En þökk sé ákveðnum bólgueyðandi verkjalyfjum er þetta allt á réttri leið og endajaxl fer að syngja sitt síðasta - MÚHAHAHA.
Annars tókst hjúkkunni að mæta og seint í vinnuna í dag vegna skipurlagsklúðurs hjá henni sjálfri. Maður á aldrei að segja sér eitt eða neitt - hafa allt skrifað niður og tékka reglulega á því. Annars lendir maður í svona aðstæðum og getur ekki kennt neinum um nema sjálfum sér. Eftir góðan dag í vinnunni dreif hjúkkan sig á golfvöllinn þar sem framfarirnar láta ekki á sér standa. Þvílíkur metnaður og framfarir hjá hjúkkunni - þetta hlýtur að vera einsdæmi. Nú mega sumir fara að gæta sín!!!
Jæja margt framundan - saumó með óléttu gellunum, pool með léttu gellunum, kveðjupartý hjá hýrum gaur og allt þar á milli.

30/08/2005

Vaknaði ekki ein!
Hjúkkan var heldur betur ekki ein í rúminu sínu þegar hún vaknaði í morgun. Eftir góðan nætursvefn og nokkuð hressilega drauma byrjaði hjúkkan að rumska í morgunsárið (þ.e. kl 10:30 ) og ætlaði nú að snúa sér á hina hliðina og kúr aðeins lengur. Hún opnaði augun til hálfs og sá þá rúmfélaga sinn. Hjúkkan rak upp smávægilegt og mjög pent öskur þegar hún áttaði sig á því að þessi líka fína könguló stóð á koddanum hennar og var að taka púlsinn á stemingnunni!!!! Ef það eru einhver dýr sem hjúkkan kýs að vakna ekki með á koddanum sínum þá eru það einmitt köngulær. Við þetta spratt hjúkkan á fætur og henti sér í föt enda engin leið til þess að kúra áfram með köngulónni. Í staðinn dreif hún sig upp í eldhús og fékk sér vænan morgunverð og las blöðin í þeirri von um að hrollurinn sem var í skrokknum myndi nú hverfa. Það er sem sagt á réttri leið og hjúkkunni líður töluvert betur. Nú er það almennt haugerí þar til kvöldvaktin hefst og það verður alla vega ekkert kúrt í þessu rúmi fyrr en næstu nótt.

27/08/2005

Lítið nýtt!
Það er lítið nýtt að gerast í lífi hjúkkunnar eins og fyrri daginn. Hún vinnur nótt sem dag og þess á milli sefur hún, spilar golf eða fer á létta tennisæfingu. Hjúkkan á enga vini lengur þar sem hún er alltaf í vinnunni og nær ekki að hitta neinn og er þar af leiðandi búin að hengja sig á axlir samstarfsfólksins. Það góða við vinnufélaga er að þeir geta ekki komist undan því að eyða með manni tíma - því jú allir eru í vinnunni og geta ekki sagst vera uppteknir við eitthvað annað. En þetta ástand fer nú vonandi að breytast eitthvað og það hlýtur að fara að rofa til í félagslífi hjúkkunnar.

19/08/2005

Golfgella ársins!
Hjúkkan ákvað að gera eitthvað uppbyggilegt í þessu óspennandi ástandi sem hefur ríkt í kringum hana upp á síðkastið og dreif sig í golf með syninum. Stefnan var tekin á litla völlinn á Korpu og mætti hjúkkan í golfgallanum í góðum fíling. Fljótlega runnu í hlaðið annað ofurpar og slógust í lið með hjúkkunni og syninum. Þetta var alveg hreint með eindæmum skemmtileg golfferð og sló hjúkkan bara nokkuð vel þann daginn. Nú er hún samt komin aftur í vinnuna og ætlar að eyða menningarnótt á slysadeildinni við mikinn fögnuð viðstaddra. Farið varlega í djamminu um helgina!!!

17/08/2005

Einstaklega óspennandi!
Líf hjúkkunnar er alveg einstaklega óspennandi þessa dagana og lýsir hún hér með eftir einstaklingi/um til þess að reyna að gera líf hjúkkunnar meira spennandi. Sem fyrr er hjúkkan flutt í vinnuna og veit varla lengur hvað það er að eiga frídag... en hvað getur hún kvartað - ný komin úr sumarfríi. Eitt sem hjúkkan gerir þegar líf hennar er svona óspennandi þá fer hún að hugsa um einkennilega hluti. Ein af þessum hugsunum skaut upp kollinum á einhverri kvöldvaktinni um daginn og vakti nokkra undrun meðal samstarfsfólks hjúkkunnar og áhyggjur af geðheilsu hennar. Þessi svona líka skemmtilega pæling er nefnilega hvaða skordýr er tilgangslausast? Hjúkkunni komu tvær tegundir í hug. Annars vegar sníglar - hvað er málið með það að vera 2 ár að komast yfir eitt herbergi og þurfa jafnvel að eignast barn með sjálfum sér á leiðinni?? Hin tegundin eru hrossaflugur. Hrossaflugur hafa engan tilgang, nema það teljist sem tilgangur að hanga kyrr á vegg svo klukkustundum skiptir. Þær eru líka svo mjóar og renglulegar að þær eru örugglega alltaf með samfall á lunga ( hehe önnur hjúkka kom reyndar með þetta komment ) og ef það er smá gola þá er vonlaust fyrir hrossafluguna að komast leiðar sinnar þar sem hún fíkur bara út í veður og vind. Já eins og þið sjáið þá er hjúkkan sífellt að reyna að skemmta sjálfri sér og koma sér í gegnum þessa óspennandi tíma. Finnst ykkur hún nokkuð svakalega sorgleg týpa ????

10/08/2005

Fimmvörðuhálsinn sigraður!
Hjúkkan náði þeim merka áfanga um helgina að sigrast á Fimmvörðuhálsinum ásamt megabeibinu og nokkrum öðrum hjúkkum, læknum og fylgifiskum. Ferðin var í alla staðið frábær enda skipurlögð af miklum snillingi! Tímaáætlanir stóðust og fúlasti sjoppuafgreiðslumaður ársins fannst snemma morguns á Hvolsvelli. Daman var ekki að hafa húmor fyrir því að afgreiða pylsur og malt kl. 09 á laugardagsmorgni. Lagt var að stað frá Skógum og þrátt fyrir dómsdagsspá frá bitrum skálaverði varð hópurinn ekki fyrir neinu ónæði vegna veðursins. Eins og megabeibið benti á héldu hún og hjúkkan lengi vel að þær væru í seinna holli hópsins og gerðu fastlega ráð fyrir um 20 manns fyrir framan sig. Staðreyndin var önnur og kom í ljós upp í Baldvinskála þar sem 6 manns voru í góðum fíling að borða og reyndust þetta vera fremstu menn. Nokkrir góðir sopar af öl voru teygaðir og eftir stutt stopp lá leiðin á ný um fjöll og firnindi. Píurnar tóku á það ráð að telja brekkurnar sem eru eftir skálann og reyndust þær vera alls 8 - þar sem brekka 8 er nokkuð löng og frekar leiðinleg var oft notast við ljót orð til að koma sér yfir hana. Vindurinn var í bakið og píurnar flugu sem lauf í vindi yfir hæsta hlutann. Það reyndi töluvert á ónýt hné og mjaðmir á niðurleiðinni og var brekkan eftir Morinsheiðina sérstaklega sársaukafull enda var stoppaði í koníakstár eftir hana. Gellurnar náðu góðum tímum 6 klst og 15 mín hjá beibinu og 6 klst og 20 mín hjá Hjúkkunni. Þar sem rúmur 2 og hálfur tími var í síðasta hóp var ekki um annað að ræða en að klára koníakið og slaka vel á í Básum. Rútan kom svo og ferjaði liðið yfir í Húsadal og þar tók við yndisleg móttökunefnd með kakó, skotum og blöðrum. Kvöldið rann saman í eytt með góðu grilli, súkkulaðiköku, rauðvíni og gítarsöng. Það sem stendur vel uppúr er þjóðsöngur vinnustaðarins - ofursmellurinn Hátún 10b sem var sunginn nokkrum sinnum.
Sunnudagurinn fór í svefn og almenn leiðindi á Kaplakrikavellinum þar sem hjúkkan sá sína menn í vondum málum. Þetta var held ég síðasta ferðin á völlinn þetta sumarið!!! Þið sem haldið með FH verði ekkert að skilja eftir komment hér á síðunni :)

01/08/2005

Verslunarmannahelgin!
Hjúkkan tók því rólega þessa verlsunarmannahelgina þar sem hún var að vinna alla dagana. Sumarfríinu lauk sem sagt á föstudaginn og lá leiðin auðvitað beint á slysadeildina. Hjúkkan var reyndar búin að skipta út helginni og endaði að lokum á aukavöktum enda vill Skatti frændi fá fullt af pening frá henni. Hjúkkan var svo sem enn að jafna sig eftir Roadtrip 2005 og er á leiðinni í Þórsmörk um næstu helgi og því var svo sem ágætt að hafa sig hægan eina helgi. Eitt af afrekum helginnar var að ná að horfa á alla dagsskrá á RÚV á laugardagskvöldið - jú allar 3 myndirnar sem voru bara alveg ágætar. Video var líka reyndin á föstudagskvöldið en sunnudagskvöldið fór í hugguleg heit í garðinum í Kúrlandinu. Nokkrir golfboltar voru líka sleggnir en engin tennis æfing. Nú er málið að koma sér í gönguform fyrir Fimmvörðuhálsinn sem farinn verður næsta laugardag í fylgd samstarfsfólks. Þar sem hjúkkan er reyndar með eindæmum óheppin týpa er aldrei að vita nema hún komist í bæinn með þyrlunni en vonum samt ekki.

25/07/2005

Roadtrip 2005!
Sú skemmtilega hefð hefur skapast hjá hjúkkunni, megabeibinu og súperkonunni að drífa sig í roadtrip í Árnesið einu sinni á ári - sé því komið við þá á að fara helgina fyrir verslunarmannahelgina. Hefðin hélt í ár og á laugardaginn var Fabíó hlaðinn af dóti, drykkjum og mat og brunað sem leið lá austur fyrir fjall. Veðrublíðan sem mætti okkur var ekki af verri endanum - 26°c hiti og léttur andvari, sem var nauðsynlegur í öllum hitanum. Tjaldið reis á mettíma og fljótlega voru hjúkkan og megabeibið komnar á bikiníið og aðstoðu hvora aðra við að bera á sig sólarvörn. Allt í einu tóku þær eftir því að góður meirihluti karlmanna á tjaldstæðinu þurfti einmitt að fara að æfa púttið - heppilega nálægt tjaldinu sem vinkonurnar voru í. Eftir góða grillingu í sólinni kom Súperkonan sem var nýbúin að vinna og kveikt var undir grillinu. Dýrindis matur og vín og mikið hlegið og enn meira spjallað. Eftir góða stund lá leiðin í heita pottinn sem er á tjaldsvæðinu - klukkan var orðin margt og við sáum fram á að ná að vera einar í pottinum. Ber þá fljótlega að mann sem fann sig knúinn til þess að drífa sig í pottinn! Í upphafi var þetta ágætt en þegar ítrekaðar óskir hans um að við myndum nú tala við hann voru orðnar þreyttar birtust fréttir af tvíburastelpunum (þið munið þessar sem eru 3ja ára) og börnum megabeibsins og súperkonunnar. Þetta var orðinn hinn versti lygavefur sem óx og óx!!! Allt í einu kom nokkrar aðrar konur að pottinum og þær fengu líka fréttir af húsmæðraorlofinu. Já já þetta kom nú síðan í bakið á hjúkkunni daginn eftir þegar þessar sömu konur komu til okkar að spjalla og fóru að spyrjast fyrir um börnin!!!!!
Sunnudagurinn var enn betri og sólin hélt áfram að skína skært og ákveðið var að dvelja aðra nótt í Árnesinu. Superkonan þurfti að fara til vinnu í dag þannig að hún dreif sig heim um kvöldið en hjúkkan og megabeibið ákváðu að vera áfram. Sama sagan endurtók sig - grill - vín - hlátur - spjall en engir tvíburar þann daginn. Eftir smá stund voru vinkonunar búnar að eignast vinahjón á svæðinu sem endaði með heljarmiklu karaoke á barnum við tjaldstæðið!! Hjúkkan sem aldrei syngur í karaoke fór á kostum og sigraði meira að segja í keppni um bestu frammistöðuna!! Seint og illa endaði þetta kvöld inni í tjaldi.
Í dag var þakkað fyrir sig og pakkað niður enda búið að vera gaman. Það versta er samt þegar maður veit að maður var að senda sms skilaboð því stundum er maður alveg viss um að fólk vilji ekkert heitara en að heyra frá manni - og vill hjúkkan biðjast afsökunar á því rugli sem þó nokkrir einstaklingar urðu fyrir.

21/07/2005

Ofvirkni í sumarfríi!
Hjúkkan er búin að komast að því að hún þjáist af ofvirkni í sumarfríinu sínu. Jú loksins þegar sólin kom fram er hjúkkan eins og belja sem er að komast úr fjósinu eftir langan vetur. Hún skoppar um og gleðst yfir sólinni, gleymir að setja á sig sólarvörn og er flottust!!! Í gær var einn af hennar betri ofvirkni dögum þar sem hann hófst í golfi. Eitthvað létu meistarataktarnir sig vanta og var hjúkkunni skapi næst að fara með nýja og flotta settið og henda því í sérhæfða aðsoðarmanninn en hún er nú svo ljúf í skapinu að þetta skyndibrjálæði rann fljótlega af henni. Að lokum var þetta nú farið að ganga ágætlega en einhver besser wisser var með yfirlýsingar við hjúkkuna um að maður yrði ekki bestur í golfi á 3 vikum - jejeje.
Eftir strangar æfingar lá leiðin í Brekkuselið þar sem litli snúllinn var sóttur og leiðin lá í sund. Þar sem hjúkkan er líka uppáhaldsfrænka fékk hún blíðar og útslefaðar móttökur við komuna í Brekkuselið og skemmst er frá því að segja að hvíti bolurinn er núna með smá íprentaðri súkkulaði batik!! Í sundinu var snúllinn eins og lítill prins - sýndi öllum í kringum sig hvað hann var duglegur að hoppa og brosti eins og enginn og hjúkkan var auðvitað að kafna úr stolti yfir barninu. Að sundi loknu var snúllanum skilað til mömmu sinnar og þar borðaður kvöldmatur áður en tennisæfingin tók við. Þar fékk hjúkkan loksins að láta stjörnu sína njóta sín með fallegum topspin boltu og hvað eina... Þegar tennisinum lauk lá leiðin til annarrar hjúkku í afslöppun og smá spjall áður en hjúkkan lagði loks í hann heim. Jább þreytt en þokkafull komst hjúkkan loks í bólin alveg dauðuppgefin eftir yndislegan dag. Og viti menn - andstætt líkamsástandi Sonarins var ekki vottur af harðsperrum í líkamanum í morgun.

19/07/2005

Snilldar dagur!
Ofurhjúkkan er að farast úr hamingju yfir þessu líka fína sumarveðri sem ákvað að láta sjá sig þrátt fyrir sumarfríið. Hún skellti sér snemma á fætur í gær (sem sagt fyrir hádegi) og hjálpaði foreldrum sínum að losa sig við alls konar drasl úr geymslunni. Þaðan lá leið hjúkkunnar í golfverslun þar sem hún fékk dygga aðstoð við að velja sér golfsett. Það var hátt á hjúkkunni risið þannig að hún keypti settið, kerru og hanska (í stíl við litinn á pokanum hehehe) og nokkra aðra smáhluti til að verða lang best í golfinu. Eftir góða stund dreif hjúkkan sig heim og hitti Ingu Swing drottningu á Oliver í smá hvítvín og spjall. Ákveðið var að skella sér í bíó um kvöldið og varð snilldarmyndin Madagaskar fyrir valinu. Því lík og önnur eins snilld og þríeykið (Nonni kom líka með) hló eins og vitleysingar. Stundum var nú eins og annað fólk í salnum fattaði ekki brandarana og tilvísanir í aðrar myndir en það skemmdi ekki fyrir þríeykinu sem hló bara hærra og meira. Að lokum lá leiðin í enn meira spjall og almenna gleði.
Í dag er sól og mikið prógram framundan - Golf - Sund og jafnvel smá tennis í kvöld. Ofurhjúkkunni finnst ekki leiðinlegt að vera í sumarfríi þessa dagana.

16/07/2005

Ofurgönguhjúkka og massa golfari!
Ofurhjúkkan er að finna nýjar víddir í íþróttarhæfileikum þessa dagana. Hún ákvað í sumarfríinu að skella sér á golf námskeið og virðist vera efnilegasti nýliði Íslandssögunnar í golfi. Stefnir hratt og örugglega á British Open á næsta ári - líka fínt því það er skömmu eftir að Wimbeldonmótinu í tennis líkur þannig að hún slær fullt af flugum í fáum höggum.
Annars skrapp hjúkkan upp Esjuna í gær ásamt tvíburahjúkkunni sinni og voru þær eins og vindurinn á leiðinni upp. Tóku fjallið á einum og hálfum tíma og skelltu sér svo í dásamlegt matarboð í Sandgerði til hýru mannanna í lífi þeirra. Maturinn var eing og á 5 stjörnu veitingarstað og móttökurnar eftir því frábærar.
Í kvöld er svo stefnan tekin á smá skrall með fleiri hjúkkum og gert er ráð fyrir höfuðverk á morgun.

12/07/2005

Mér finnst rigningin góð!
Hjúkkan skrapp í mini-útilegu með samstarfsfólki sínu á föstudaginn og haldi menn að það geti rignt mikið í Reykjavík ætti það að prófa alvöru þétta Suðurlands-undirlendis-rigningu. Hjúkkan hafði bara eiginlega aldrei orðið vitni að öðru eins úrhelli og heimamenn brostu sínu blíðasta. ,, Velkomin á Suðurlands-undirlendið " voru brosandi kveðjur heimamanna þar sem malbiksdúllan skreið út úr Fabio í leit að regnhlífinni sem hún var svo viss um að væri einhversstaðar í bílnum. En að lokum stytti upp rétt á meðan fólk náði að skutlast í pottinn og þá hélt áfram að rigna - en þá var mannskapurinn orðinn nokkuð votur þannig að þetta varð bara stemning. Hjúkkan ákvað að leyfa bakinu að njóta vafans og fór ekki í rafting með hinu liðinu heldur brunaði í bæinn með Robbie í góðum fíling í Fabío. Nú situr hjúkkan og hlustar á frekar þunglynda blúsaða tónlist og dreymi um að koma sér til útlanda.

08/07/2005

Það er erfitt að vera ég!
Í dag er 5. dagurinn í sumarfríinu hjá hjúkkunni. Þetta er líka fimmti dagurinn í röð þar sem það er rigning og nú hefur rokið bæst við í hópinn. Þegar veðrið hefur tekið svona sterka afstöðu gegn manni er gott að setjast niður í sófann og horfa á boltann. Jú jú KR mínir menn eru í lægð eins og veðrið en þeir töpuðu sem sagt eina ferðina enn í gær - nú á móti ÍA sem hefur ekki gerst held ég frá því hjúkkan og Höski fóru upp á Skaga á leik fyrir mörgum árum síðan. Hjúkkan prísar sig sæla með það að vera í fríi því annars væri verið á bauna á hana daginn út og inn - því svo virðist sem enginn vilji halda með KR lengur og allir verða voðalega glaðir þegar liðið manns er með ræpuna upp á bak. Mér er ekki skemmt þessa dagana!
En það hlýtur að stytta upp og við verðum þá bara VISA bikarmeistarar, en hvað sem gerist ég hjúkkan farin í útlegu með öðrum rugludöllum af slysadeildinni. Góðar stundir og áfram KR!

03/07/2005

Duran, bjór og sumarfrí!
Það hefur gengið á ýmsu í lífi hjúkkunnar undanfarna viku. Eftir að heim var komið frá London dreif hjúkkan sig í vinnuna og hefur falið sig þar. Hún gerði sér nú glaðan dag á fimmtudaginn og fór á snilldartónleikana sem voru í Egilshöllinni. Mikið óskaplega voru Duran Duran með flottir og góðir á sviði. Það var meira að segja að manni fannst þeir eiginlega of góðir - miðað við sýningar af tónleikum þeirra dagana fyrir og eftir. Ekki það að þeir hafi verið með neitt Milli-Vanilli skam en hvað veit maður. Fyrir og eftir tónleikana lá leiðin til Eddu og Sigga þar sem nokkrir kaldir kældu mannskapinn. Vinnan kallaði aftur á föstudagskvöldinu og rúllaði hjúkkan vaktinni þar með glæsibrag. Eftir vaktina lá leið á knæpu eina í bænum þar sem samstarfsfólkið ákvað að gera sér glaðan dag - og tókst með ágætum. Laugardagurinn fór að mestu í leti og almennt haug þar til næturvaktin tók við. En sem sagt frá og með kl. 08 í morgun byrjaði hjúkkan í sumarfríi. Fríið stendur til Verslunarmannahelgarinnar þannig að þið getið átt von á því að það rigni það sem eftir er júlí mánaðar. Fólk man kannski eftir ástandinu þegar hjúkkan fór í frí í fyrra - það ringdi stanslaust fyrstu tvær vikurnar og kom svo hitabylgja meðan hjúkkan var í útlöndum. Því bið ég ykkur kæru vinir og vandamenn - bara leggja smá monní á reikninginn minn og ég get lofað ykkur sól og sumaryl.
En þá er það krísu spurningin sem verður til þegar maður á ekkert líf utan vinnu. Hvað gerir maður í fríi???

27/06/2005

Snilldar London!
Ofurhjúkkan átti alveg hreint yndislegan tíma í London ásamt móður sinni og systur. Þar var auðvitað verslan í heimabyggða þar sem Baugur virðist eiga u.þ.b. aðra hvora verslun á Oxford Street og Mosaic hina þannig að hjúkkan var í raun og veru að styrkja íslensku krónuna með verslunar þátttöku sinni. Mæðgurnar ógurlegu skelltu sér einnig á West End og sáu alveg hreint brilljant uppsetningu á Lion King. Svo var auðvitað verslað aðeins meira og nokkrir öl drukknir. Hjúkkan datt um illmennið, kaffidvergfinn og Stjórann á Paddington stöðinni og átti með þeim mjög góða stund yfir nokkrum köldum. Sem sagt bara snilld og almenn hamingja. Hjúkkan á meira að segja von á því að verða valin viðskiptavinur mánaðarins hjá VISA Electron og hjá Kreditkort h.f. - ekki slæmur árangur það. Það kom sem sagt í ljós þegar til London var komið að á þessum tíma voru sumarútsölur út um allt. Sem dæmi fékk hjúkkan "shopping - sign " inni í MNG þar sem ólin á töskunni hennar slitnaði. Hvað voru merkin að segja henni annað en að hér ætti hún að kaupa sér næstu tösku- og hún er svo pretty!!
Hjúkkan meldaði sig fjarverandi í saumaklúbbinn sem haldinn var í Hafnafirðinum og svo virðist sem hún hafi einnig misst af nokkrum góðum sögum og fréttum. Er það rétt sem hjúkkan les milli lína hjá ykkur píur - fullt af litlum saumaklúbbskrílum á leiðinni??? Ef svo er þá óska ég ykkur (þið vitið hver þið eruð) alveg þúsund og einu sinni til hamingju með bumburnar :)

20/06/2005

Jólalög og hitabylgja!
Ofurhjúkkan hefur smá áhyggjur af andlegri heilsu þessa dagana þar sem hún situr við tölvuna og hlustar á jólalög!!! Í góðum fíling syngur hún með - Ó Heeellga nótt og heeiiiilaga nóóóótt. Í góðum fíling enda er hún heim heima. Annars voru þær fréttir að berast til hjúkkunnar að það væri hitabylgja í London og hitinn um 30° C - ekki leiðinlegt að vera á leiðinni þangað.
"Þessu nennir maður kl 05 á næturnar!!"
Ofurhjúkkan er að ofurhjúkkast þessa helgina og eyðir nóttum sínum á slysadeildinni í félagsskap annarra ofurhjúkka. Til þess að drepa þann litla dauða tíma er myndast stundum er oft sest niður og spjallað um heima og geima. Ein umræða sem kom upp síðustu nóttina af þremur snérist um það hvað maður nennir að gera kl 05 á næturna. Það var reyndar fátt sem kom upp í hugann en þó náðu nokkur atriði inn á listann - sem ekki er hægt að birta hér sökum eðils þessara atriða. En sem sagt mjög skemmtileg umræða :) En svo kom pælingin - ef maður nennir þessu ekki kl. 05 á næturnar - hvernær nennir maður þessu þá?
Nú eru bara 2 dagar þar til ofurhjúkkan ætlar að skella sér til London ásamt mömmu gömlu og einni systurinni. Búið er að bóka hótel í göngufæri við Bond Street og hjúkkan er byrjuð að hita upp kreditkortið sitt. Stefnan er tekin á verslun, mat og jafnvel eina sýningu á einhverju skemmtilegu.

17/06/2005

Þjóðhátíðarþunglyndi!
Ofurhjúkkan er nú ekki ofurkát í dag á sjálfan Þjóðhátíðardaginn. Ástæðan fyrir þessu ástandi er vinnulag hjúkkunnar í dag og um helgina og er hún almennt að farast úr sjálfsvorkun yfir þessu öllu. Jú jú á heitasta Þjóðhátíðardegi síðustu áratuga mætti hjúkkan auðvitað fersk á morgunvaktina, til þess eins að klára hana og drífa sig heim að sofa því næturvaktin er framundan. Eftir mikla áreynslu við það að reyna að sofna og alveg enn meiri sjálfvorkun ákvað hjúkkan að færa sig um set - sem var alveg ekki góð hugmynd!! En svona eru nú hugmyndir og ákvarðanir sem teknar eru í sjálfsvorkunnar ástandi. Sem sagt hefur hjúkkan enn sem komið ekkert náð að sofna fyrir næturvakt sem að öllum líkindum verður þar að auki skelfileg :( Hjúkkan brá á það ráð að hringja í vini sína til að fá almennt samþykki fyrir sjálfsvorkuninni sem var góðfúslega veitt af hjónakornunum í Kúrlandinu - og kann hún þeim bestu þakkir fyrir andlegan stuðning. Nú er stefnan tekin á sófann og vonandi næst einhver smá blundur. Að öðru leyti er það bara - Hæ hó og jibbí hey, það er komin 17.júní :)

12/06/2005

Hvað er betra?
Hvað er betra en að drífa sig á fætur kl. 07:30 á sunnudagsmorgni og labba niður Laugarveginn í þeirri veiku von að Fabio hafi ekki orðið fyrir barðinu á drukknum einstaklingum nýliðna nótt? Jú það er er enn betra að finna bílinn heilan á húfi og skella sér upp í hann og keyra sem leið liggur í vinnuna. Það er alveg einstaklega róandi að keyra á götum Reykjavíkur á þessum tíma, ekkert nema leigubílar á ferð og fólk í misfersku ásigkomulagi. Svona byrjaði sem sagt þessi brilljant dagur í dag hjá hjúkkunni. Gærdagurinn var bara snilld - skellti sér á stubb í vinnuna, fór í sund og fékk enn fleiri freknur sem var nú alveg óþarfi!!! og svo var að kvöldmatur á Energia og loks bíó. Fór að sjá Monster - in - Law þar sem Jane Fonda sló í gegn sem ótrúlega klikkuð tengdamamma. Eftir bíóið lá leiðin til Siggu í Fensalina þar sem Desperate Housewives var skellt í tækið og enn kaldur sötraður með. Þar sem hjúkkan og hjúkkuvinkonan voru báðar frekar þreyttar eftir langa viku lá leiðin heim og beint í beddann. Sem sagt party - on hjá ofurhjúkkunni þessa dagana!

09/06/2005

Ógurlega lítið að frétta!
Það er alveg einstaklega lítið að frétta af lífi ofurhjúkkunnar þessa dagana. Hún eyðir mestum sínum tíma í vinnunni og stefnir á alveg svaðalega huggulegt sumarfrí - enda búin að vinna af sér rassgatið á síðastliðnum vikum. Hún sér nú fram á góða tíma framundan með Duran Duran tónleikum og alls herjar gilleríi. Svo kannski hún kíki í heimsóknir til vina sinna sem hún hefur vanrækt sökum vinnufíknar og jafnvel að hún skelli sér í sund og sjái hvort hún komist aftur á sjéns í gufunni.
Svo er það spurningin hvort það verði ekki örugglega Júróvisionpartý í Jörfa 22. okt vegna 50 ára afmæliskeppni Eurovision. Nú verða allir að fara og kjósa í keppninni um besta Eurovision lagið!!! Áfram Ísland...

03/06/2005

Fabio er alveg að meika það!
Ofurjeppinn Fabio er sem nýr eftir góða yfirferð hjá Heklu. Þar fékk hann nýjar legur og bremsurnar voru teknar í gegn. Nú malar hann eins og hamingjusamur köttur og rennur mjúklega um stræti borgarinnar.
Þar sem maður er nú orðinn stoltur bíleigandi var ekkert annað í stöðunni en að þvo bílinn. Fróðir menn og konur mæltu með bílaþvottastöðinni Löðri í Kópavogi - voða sniðugt hægt að láta þvo bílinn og gera það sjálfur. Hjúkkan hefur ætíð verið mikið fyrir svona do-it-yourself og ákvað sem sagt að gera þetta sjálf. Í þessu dæmi stillir maður hnapp á mynd eftir því hvaða dæmi maður er að fara að þvo og þetta á sem sagt ekki að vera neitt mál. Hjúkkan sá að 1 og hálf mínúta kostuðu 100 kr og hélt þar með að hún ætti að eyða 1 og hálfri mínútu á hverri stöð. Samviskusamlega fór hún svona að og m.a sápaði bílinn í 1 og hálfa mínútu. Eftir þann tíma sást Fabio ekki en ofvaxin risasápukúla var komin í hans stað!!! Það tók sko meira en eina og hálfa mínútu að skola alla þessa sápu af!!! En það tókst fyrir rest og var bíllinn stórkostlega hreinn og fínn í kjölfarið. Ef maður fer með bílinn í bílþvottastöð er yfirleitt skilti sem stendur á að maður fái frían endurþvott ef maður er ekki ánægður með árangur þvottsins. Á stöðum þar sem maður gerir þetta allt sjálfur ætti að standa á skiltinu að ef maður er ekki ánægður með árangurinn getur maður bara sjálfum sér um kennt!!

28/05/2005

Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring!
Hjúkkan ákvað að setja sig í ný spor á fimmtudaginn og dreif sig í hlutverk ofurfrænkunnar. Eftir yndislegan tíma í Hár- og sýningarhúsinu Unique fór hjúkkan með nýju klippinguna sína í Kringluna með mömmu sinni. Að þeirri ferð lokinni lá leiðin á hina ýmsu leikskóla þar sem annarra manna börn voru sótt. Fyrst var litli uppáhalds púkinn sóttur og svo var litla uppáhalds prinsessan sótt s.s Viktor Már og Helga Björg. Leiðin lá til Svönu með dóttur hennar og umferðin var nokkuð þétt. Til að halda uppi stemningu í bílnum var brugðið á það ráð að syngja!! Hjólin á strætó snúast hring - hring - hring (hafa ber í huga að handahreyfingar voru einnig notaðar).... Eftir öll 7 erindin voru tekin með glæsibrag og í kjölfarið hélt Helga Björg góða einsöngstónleika úr aftursætinu. All good things must come to an end og þannig var líka með þennan yndislega frænkutíma. Komið var að besta hlutanum - þ.e. að skila börnunum heim til sín :)
Sumarið er alveg að koma!
Hjúkkan trúir því heitt og innilega í hjarta sínu að sumarið fari nú að láta sjá sig. Hún gerði sitt besta í gær og dreif sig út í skítakuldann í pilsi og að auki með linsur og sólgleraugu. Hjúkkan gerir sitt besta til að lúkka vel í Fabio sínum sem er ekkert nema fallegastur. Í tilefni þess að Sonurinn átti afmæli á fimmtudaginn var honum boðið á rúntinn og svo lá leiðin beint í vinnuna.
Til merkis um það að sumarið er komið þá er Fréttapésinn kominn aftur heim og heyrst hefur að annar pési sé loksins kominn með vinnu í Danaveldi.
Töffarastig dagsins fær sonurinn sem er að fá íbúðina sína afhenta!!!

22/05/2005

Stoltur bíleigandi!
Laugardagurinn var alveg einstaklega vel heppnaður í lífi hjúkkunnar. Hún vaknaði ferks eftir góðan nætursvefn og dreif sig á fætur rétt upp úr hádegi. Leiðin lá að eldhúsborðinu og yfir léttu spjalli við gamla kallinn var ákveðið að skella sér í smá bíltúr. Hjúkkan hafði lengi verið að blunda við það að kaupa sér bíl og ákváðu feðgin að rúnta á nokkrar bílasölur. Fyrsta stoppið var hjá Toyota og ekkert sérstakt fannst þar. Því næst lá leiðin í Heklu þar sem þessi líka huggulegi og krúttlegi bíll beið hjúkkunnar. Áður en hjúkkan vissi var hún búin að festa kaup á þessum yndislega bíl og ljómaði af kæti. Um er að ræða silfurlitaðan Skoda Fabia (hjúkkan er nottla fabulous), 5 dyra með topplúgu!!!! Ofurgellu bíll fyrir einstaka ofurgellu. Við tók hamingju rúntur og almenn sýning á gripnum við mikla kæti - þá sérstaklega hjúkkunnar.
Kvöldið fór svo í Júró í Jörfa eins og vanalega þar sem hjúkkan deildi 2. - 3. sæti í veðbankanum með syninum. Kátínan var fyrir hendi og leiðin lá í bæinn þar sem hjúkkan missti einhvern veginn sjónar á öllum og dreif sig heim í ból. Enda dauðuppgefin eftir alveg brilljant dag.

20/05/2005

Júróvision trash!!
Hjúkkan varð nú fyrir nokkrum vonbrigðum í gærkvöldi þegar í ljós kom að við myndum ekki vinna aðalkeppnina n.k. laugardag. Jú málið var eins og allir vita að austantjaldslöndin rúlluðu þessu upp og skildu okkur hin eftir. En hvað er málið þessi austan-tjalds-lönd, come on eru allir búnir að gleyma því að við bárum kennsl fyrst allra á Eystrasaltslöndin??? We recognized them!!
En bara til að fara yfir hápunktana frá undankeppninni þá eru hér skoðanir á nokkrum lögum:

Portúgal - þetta land náði sögulegu hámarki í algjöru klúðri!! Gellan gat hvorki dansað né sungið og virtist ekki einu sinni kunna lagið sem hún átti að vera að syngja!
Andorra - ok manni er lofað að dansararnir færu úr buxunum og væru einungis með létta skýlu um lendar sér - But NO það gerðist ekki og þeir voru allan tímann í buxunum. Tók lítið eftir laginu þar sem ég var alltaf að bíða eftir því að dansararnir færu úr buxunum!
Danmörk - er eiginlega sammála Gísla Marteini hvað varðar líkinguna á framsetningu lagsins sem Dressman auglýsingu. 5 karlmenn í jakkafötum að dilla sér við dillanlegan takt. Held samt að þeir vinni ekki á laugardag.
Eistland - mér fannst hinar Eistnesku Girl´s Aloud píur nokkuð sannfærandi. "I´m hot like an indian spice" Klikkar seint!!
Finnland - hinn norski Geir stóð sig vel og ég hélt að þau myndu meika það.
Holland - Vá fékk einhver annar á tilfinninguna að hér væri Whitney komin aftur að syngja One moment in time og svo myndu Ólympíuleikarnir í Barcelona vera settir!
Írland - Írar ætla greinilega aldrei aftur að reyna einu sinni að vinna keppnina. Nú er kominn ólympíuandinn - ekki aðalmálið að vinna heldur vera með!
Ísrael - komst áfram á þessum industrial size barmi sem er örugglega ekki alveg af náttúrunnar hendi!
Lettland - Þeir komust áfram á grenju-væmnis lagi og einhverju táknmáls bulli! Ömurlegt lag!!
Moldovía - Hver getur sagt mér hvar þetta land er í Evrópu? Amman var reyndar krúttlegasta í keppninni!
Noregur - Maður fékk á tilfinninguna á White Snake eða Europe væru komnir aftur. Flottir og gott lag!
Pólland - Þarf eitthvað að tjá sig frekar um þennan söngvara sem heldur að hann sé svar Evrópu við Ricky Martin??
Sviss - enn ein flóttamanna hljómsveitin sem reyndi að komast í keppnina í heimalandi sínu en enduðu annars staðar. Þær voru ekki eins flottar og Eistnesku Girls Aloud píurnar.

Já sem sagt þetta er í fáum orðum skoðun hjúkkunnar á nokkrum af þeim atriðum sem voru í keppninni í gær. Hjúkkan heldur tryggð sinni við ofurbandið FEMINEM frá Bosníu / Herzegovniu sem hún telur að vinni keppnina. Sjáumst í Júró í Jöfra á laugardaginn!!

19/05/2005

Júróvision drama!
Það ætlaði allt um koll að keyra á vinnustaðnum í morgun þegar myndir birtust af þeim búningum sem nýjustu þjóðarhetjur Íslendinga ætla að skarta í kvöld. Múgurinn skiptist í tvær fylkingar - love it og hate it! Mér persónulega er alveg sama um þessa búninga - finnst hinns vegar skórnir þeirra alveg to-die-for. Hjúkkan er sífellt að vera glisgjarnari og finnst svona gullskór voða fallegri. Þorbjörg úr First Wives Club á líka svakalega fína gullskó sem hún skartaði á árshátíð hópsins um síðustu helgi.
Þar sem flestir sem maður þekkir eru að fara í undankeppnis-júróvision-partý ætlar hjúkkan að sýna lit og fara beint heim að sofa eftir vaktina enda næsta vakt í nótt. Þetta er auðvitað bara gert til þess að geta sinnt vinum og vandamönnum sem lenda í hrakningum í kvöld eftir keppnina. En mottóið fram að næturvakt er ÁFRAM ISLAND - nú mössum við þetta.

12/05/2005

Á sjéns í sundi!
Eftir góðan svefn í kjölfar þreyttrar næturvaktar ákvað hjúkkan að skella sér í sund. Það var ýmislegt sem lá henni á hjarta og eftir góða ráðgjöf góðra vinkvenna var þetta lendingin - að synda eins og vindurinn. Það gerði hjúkkan aldeilis með stæl og hafa aldrei sést önnur eins sundtök í Breiðholtslauginni. Í þetta sinn var ekkert stoppað við bakkann heldur bunað beint í laugina og fokið af stað. Áður en hjúkkan vissi af hafði hún lokið 700 metrum og ákvað að þetta væri nóg í bili. Stefnan var sett á gufubaðið þar sem þreyttir vöðvar skyldu teigðir og almenn afslöppun færi fram. Í þeirri andrá er hjúkkan bregður sér inn í gufubaðið kemur inn karlmaður á svo sem miðjum aldri ( í kúl sundskýlu en allt annað var bleh.. ). Þessi ágæti maður ákveður að segja hjúkkunni að hún hafi synt nokkuð rösklega þessa 700 metra, jú jú svaraði hjúkkan - það dugar engin aumingjaskapur. Þá greinilega heldur okkar maður að hann sé komin í feitt og spurningarnar hrynja yfir hjúkkuna. Þar á meðal kom hin eðallín "Kemur þú oft í þessa sundlaug??" Þegar hjúkkan loksins sá í hvað stefndi var tími til að draga fram sögur af eiginmanninum og tvíburunum fræknu - sem halda móður sinni hlaupandi allan daginn. Hjúkkan veit að það er ljótt að segja ósatt en stundum þarf bara að hressa upp á sögur til þess að komast heill undan og án þess að særa viðmælendur sína. Manninum þótti nú miður að heyra að hjúkkan ætti mann og börn, því honum þætti hjúkkan svo fallega og vildi gjarnan fá að bjóða henni út!!!!! YEAPH folks það er greinilega hægt að lenda á sjéns alls staðar. Hjúkkan þakkaði pent fyrir hrósið og gullhamrana og fór sem vindurinn í heita pottinn. Þegar sjénsinn kom svo á eftir henni þangað ákvað hún að nú væri kominn tími til að drífa sig heim og horfa á Desperate Housewives.
Ofurhjúkka á framabraut!
Ekki nóg með það að hjúkkan sé almennt að slá í gegn með yfirgengilegri óheppni og hrakförum sínum þá er félagsfíkillinn alveg að meika það hjá hjúkkunni. Á mánudaginn og þriðjudaginn sat hún á fulltrúaþingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og áður en hún vissi af var búið að kjósa hana í stjórn félagsins!! Reyndar bara sem varamann en þeir eru víst boðaðir á alla fundi og hafa fullgildan atkvæðisrétt. Nú er sem sagt bara málið að fara að finna sér flokk og drífa sig á þing :) Þar getur hún byrjaði í einum flokki og sagt sig svo úr honum og flutt sig í nýjan flokk ef hún er ekki að meika lífið í flokknum sem hún situr á þingi fyrir.... Hljómar vel er það ekki, nema hvað að þetta er auðvitað verið að nota þessa hugmynd þessa dagana.
Árshátíð saumaklúbbsins er á laugardaginn og svo auðvitað Júró í Jöfrabakkanum eins og lög gera ráð fyrir. Gert er ráð fyrir nokkrum erfiðleikum í tennis næstu tvö skipti :)

07/05/2005

Af almennum hrakförum hjúkkunnar!
Eins og þeir sem þekkja hjúkkuna vita þá á hún það til að lenda í hrakförum. Dagurinn í gær byrjaði einmitt þannig. Þannig var mál með vexti að hjúkkan fór afslöppuð að sofa, en fannst samt eins og hún ætti að mæta á fund áður en hún færi til vinnu sinnar. Nema hvað, án þess að líta í dagbókina sína varð hún fullviss um að þetta væri nú bara rugl og engin ástæða til þess að ætla að hún ætti nokkuð erindi fyrir kvöldvaktina. Glöð í bragði vaknaði hún úthvíld um kl. 11:30 og hugsaði sér gott til glóðarinnar. Nú skildi virkilega slappað af í góðri dekursturtu með tilheyrandi andlitsmaska, djúpnæringu í hárið og fjarlæginu á óæskilegum líkamshárum. Allt var eins og það átti að vera - gúrkuandlitsmaskinn var kominn á andlitið, djúpnæringin í hárinu og hjúkkan búin að raka af sér hárin á öðrum fætinum þegar síminn hringir. Fersk stekkur hjúkkan á símann og sér að hjúkkuvinkona er að hringja. Hún svara glöð í bragði og spyr hvað sé að frétta. Jú hún sé nefnilega í dekursturtu og eigi bara eftir annan fótinn í rakstrinum. Viti menn - hjúkkuvinkonan í símanum spyr glettin hvort hjúkkunni líði ekki yndislega í þessari afslöppun, en einnig hvort hún eigi ekki að vera komin í vinnuna! Hjúkkan rak upp skelfingaróp þegar hún uppgötvaði að hún var búin að skrá sig á aukavakt fyrir kvöldvaktina og var sem sagt orðin of sein. Hún baðst innilegrar afsökunnar og sagðist verða komin innan skamms. Nú voru góð ráð dýr, annar fóturinn rakaður - hinn enn mjakaður raksápu, andlitið hulið agúrkumaska og djúpnæring í hárinu!!!! Margir myndu kalla það ástand sem myndaðist á baðherberginu frekar alvarlegt. En á svipstundu spratt hjúkkan hárunum af leggnum, skolaði andlitið og hárið, hentist í föt og keyrði sem leið lá í vinnuna. Svona til þess að toppa daginn var vaktin síðan gífurlega krefjandi en hjúkkan ánægð því hún er silkimjúk á fótunum, andliti og í hári og ekkert annað að gera en að gera sitt besta. Eftir vaktina lá leiðin beint heim í sófann til besta vinarins - sjónvarpsins. En nú er mál að linni og hjúkkan er farin í háttinn!
666 AH!
Já góðir lesendur þetta bílnúmer sá ofurhjúkkan um daginn. Um var að ræða nokkuð sportlegan götujeppa og átti hjúkkan ekki von á neinu öðru en að nokkuð sportlegur gaur væri um borð í bílnum. Hjúkkan fékk næstum því hjartaáfall þegar sannleikurinn rann upp. Um borð voru eldri hjón, bæði vel yfir 70 ára aldri og karlinn var að keyra. Hann var meira að segja með hatt!!! Kúlið rann á örskotstundu af þessum bíl og þessu bílnúmeri sem fór úr því að vera nokkuð gauralegt í það að vera bara einfaldlega ósmekklegt. Aumingjans hjúkkan er enn að jafna sig á áfallinu og ekki er fyrirséð um bata hennar!

27/04/2005

Koffínskortshöfuðverkur og ofneysla sykurs!
Hjúkkan var við vinnu sína allt í einu að farast úr höfuðverk af ókunnum orsökum. Eftir dágóðastund fór hjúkkan að hugsa sinn gang og komst að því að hún hafði ekki fengið NEITT koffín það sem liðið dags og klukkan farin að ganga 3!!!! Hjúkkan brá á það ráð að hella í sig góðum brúsa af Cola Light og svona til að seðja sárasta hungri runnu tvö Bounty með. Eftir þetta var hjúkkan komin með koffín og sykurskjálfta vegna tímabundinnar ofneyslu.
Annars er nú lítið að frétta annað en enn einn metið hefur hjúkkan slegið í unnum tímum á einum mánuði. Það ætti að fara að setja upp keppni í þessu fagi og hjúkkan og reyndar nokkrar hjúkkuvinkonur hennar myndu rústa keppninni.

19/04/2005

Alveg einstök atvik!
Eins og lesendur hafa nú séð í gegnum tíðina virðist sumir hlutir einungis henta hjúkkunar, sbr snjóflóðið inn um þaklúguna um daginn. Í kjölfar þess atburðar létu foreldrar hjúkkunar þau orð falla að hún væri nú einstök. Hver vill ekki vera einstakur - spurði hjúkkan sig bara og hélt áfram sínu lífi. Í morgun var annað eins einstakt atvik í lífi hjúkkunnar. Þannig að var að hún var búin að hafa sig til í ég-er-hörku-samningarnefndar-gella gírinn og full sjálfstraust skundaði hún út í bíl. Á leiðinni yfir bílaplanið vildi svo óheppilega til hjúkkan missti annan hanskan sinn og auðvitað lenti hann í eina pollinum sem var á öllum bílaplaninu - nema hvað! Hjúkkan er nú orðin nokkuð vön þessum atvikum, hrissti hausinn og tók upp hanskann. Undraði sig á því í augnarblik af hverju hanskinn hafði einmitt lent í þessum eina polli. Nema hvað þar sem nokkur bleyta var á hanskanum hóf hjúkkan að hrista vatnið af og gera hanskan tilbúinn til notkunar á nýjan leik. Glöð í bragði sá hún að nú var hanskinn orðinn sem þurr og ekkert mál að skella honum á hendina. Var þá hjúkkunni litið á jakkann sinn nánar tiltekið hægri ermi og hægri hlið jakkans sem allt í einu voru ekkert nema fullt af litlum blautum og tjöruðum blettum!!!! Jæja hugsaði hjúkkan - einmitt það sem ég þurfti núna - búin að hrista alla drulluna úr hanskanum beint á töffara jakkann og sá fram á að þurfa að skipta um jakka eða koma of seint á fund með launanefnd sveitarfélaga. Hjúkka brá á það ráð að setja trefilinn nokkuð töffaralega fyrir drullusletturnar á jakkanum og hélt glöð í bragði á fundinn. En sem sagt þá virðast sumir hlutir bara koma fyrir suma einstaklinga!

18/04/2005

Helgarfléttan!
Helgin var stórbrotin sem fyrr í lífi hjúkkunnar þar sem afmæli, leikhús og Hvalfjarðargöngin komu við sögu ásamt reglubundnum næturvöktum. Á föstudaginn rann upp langþráð stund er hjúkkan fór að sjá Höskuld leika 350 kg konu og prest í sama leikritinu. Eftir þessa stórbrotnu sýningu lá leiðin í afmæli til Arnbjargar og loks heim í ból þar sem 35 slasaðir einstaklingar biðu björgunar hjúkkunnar á laugardaginn. Sprækust stökk hjúkkan fram úr og dreif sig niður á slysadeild og þaðan með löggunni og loks þyrlunni að Hvalfjarðargöngunum. Þar rokkaði hópurinn frá slysó feitt og var ekki lengi að rúlla upp þessari æfingu. Að henni lokinni drapst hjúkkan í bakinu en lét ekkert á sig fá og mætti galvösk á nætuvakt dauðans. Slagsmál og skurðir einkenndu næturvaktina og var hjúkkan alveg búin að fá nóg þegar hún fór heim og hlaut hægt andlát. Hún vaknaði því sem næst ónýt í bakinu og hélt sig til hlés það sem eftir leið helginni. Í dag tók svo almennur hrottaskapur við er hún dreif sig til sjúkraþjálfarans sem hvorki fær sumargjöf né jólakort í ár frá hjúkkunni!

12/04/2005

Engin frammistaða!
Það er engin frammistaða hjá hjúkkunni þessa dagana á þessari blessuðu síðu. Það hefur svo sem ekkert hent hana aldrei þessu vant - þar sem hún hefur haldið sig mestan partinn í vinninnu. Reyndar ætlaði hjúkkan að gera sér glaðan dag s.l. föstudag með gömlum MH vinum sem tókst með miklum ágætum. Haldið var til á ölstofu nokkurri í allt of langan tíma og lá leiðin þaðan í stutt stopp á Thorvaldsen. Höskuldur átti öfund allra karlmanna er gengu niður Laugarveginn þar sem hann stoltur tilkynnti öllum sem mættu honum að hann væri nú með tvær upp á arminn. Annars kom lítið annað í ljós þetta kvöld en að vinir hjúkkunnar telja hana vera í hópi alvarlega veiks vinnualka! Til þess að standa nú undir nafni ætlar hjúkkan að "bjarga" mannslífum í Hvalfjarðargöngunum um næstu helgi við mikinn fögnuð þeirra sem ætla norður á laugardaginn - því þá verða göngin lokuð frá 8 - 15. Jæja en nú er mál að henda sér í sófann og slaka aðeins á.

04/04/2005

Töffari í snjóflóði!
Hjúkkutöffarinn fór tennis á sunnudaginn við mikinn fögnuð viðstaddra og hennar sjálfrar þar sem nokkuð duglega var tekið á brúsanum kvöldið áður. Kór Langholtskirkju flutti Jóhannesarpassíuna í annað sinnið þetta árið og þar með þurfti að slútta því um kvöldið. Eftir mikla gleði og hamingju lá leiðin heim og var ekki frá því að örlaði fyrir hausverk þegar hjúkkan vaknaði til þess að fara í tennis. Hjúkkan dreif sig af stað og fór á ofurtöffara bílnum Mözdunni 6 sem er með þaklúgu. Eftir svona misgóðan árangur í tennistímanum lá leiðin heim og auðvitað var þaklúgan opnuð - maður er nú einu sinni ofurtöffari. Allt gekk ljómandi fínt og töffarastigin hlóðust upp þar til komið var á bílastæðið og bílnum rennt mjúklega niður brekkuna. ÞÁ gerðust ekki mjög töffaralegir hlutir. Jú það hafði snjóað heilmikið aðfaranótt sunnudagsins og var enn töluvert af bráðnum og hálfbráðnum snjó á þaki töffarabílsins þegar hjúkkan renndi sér í stæðið og viti menn - allt í einu sat hún í kaldri og mjög blautri sturtu af klaka, krapi og vatni! Við tók heilmikið hreinsunarverk að þrífa allan sjóninn og krapann úr bílnum og loks komst hjúkkan inn - blaut og köld með frekar fá töffarastig á bakinu.

30/03/2005

Létt-rómantík á dekkjaverkstæðinu!
Hjúkkan ákvað að reynast foreldrum sínum góð dóttir og dreif sig með litla krúttlega Yarisinn í dekkja skiptingu. Leiðin lá á dekkjaverkstæði í nágrenni heimilli foreldranna og hjúkkunni til mikillar gleði var engin bið. Hún renndi bílnum fagmannlega upp á stoðirnar eða hvað þetta nú heitir og steig út úr bílnum á dignarlegan hátt. Glumdi þá í útvarpi dekkjaverkstæðisins þar sem ekkert nema skítugir menn voru við vinnu sína : "þú ert að hlusta á Létt 96,7 og nú erum við að gefa miða á rómantíska gamanmynd." Hjúkkan sá nú ekki undir iljarnar á gaurunum í símann að reyna að vinna sér inn miða á myndina en þetta var frekar kómískt. Ekki skánaði það þegar hjúkkan kom inn á biðstofuna og blasti þar við dagatal með lítið klæddri konu og ýmis tímarit sem ekki sjást á biðstofu slysadeildarinnar. Áfram glumdi í Létt 96,7 og rómantíkin sveif yfir dekkjaverkstæðinu. Bleik í huga og hjarta en sködduð í augum eftir tímaritin hélt hjúkkan glöð í bragði út af verkstæðinu þegar bíll var tilbúinn. Hver segir svo að bifvélavirkjar séu ekki tilfinningarnæmir karlmenn.

29/03/2005

Vinnu- og félagsmálaalki!
Hjúkkan er opinberlega orðinn að vinnualka og tók þá meðvituðu ákvörðun að horfast í augu við vandann. Hún er líka farin að horfast í augu við þá staðreynd að hún er einnig félagsmálaalki sem brýst fram í endalausri þátttöku í kórum og félagsstörfum fyrir fagfélagið. Formaður þess félags kom að máli við hjúkkuna um daginn og spurði hana hvort hún væri ekki til í að gefa kost á sér í stjórn félagsins. Auðvitað brosti hjúkkan og sagði hátt og snjallt "JÁ það væri bara gaman." Sem sagt hafa sumir hlutir ekkert breyst þrátt fyrir miklar breytingar í lífi hjúkkunnar undanfarna daga.
Vinnu- og félagsmálaalki!
Hjúkkan er opinberlega orðinn að vinnualka og tók þá meðvituðu ákvörðun að horfast í augu við vandann. Hún er líka farin að horfast í augu við þá staðreynd að hún er einnig félagsmálaalki sem brýst fram í endalausri þátttöku í kórum og félagsstörfum fyrir fagfélagið. Formaður þess félags kom að máli við hjúkkuna um daginn og spurði hana hvort hún væri ekki til í að gefa kost á sér í stjórn félagsins. Auðvitað brosti hjúkkan og sagði hátt og snjallt "JÁ það væri bara gaman." Sem sagt hafa sumir hlutir ekkert breyst þrátt fyrir miklar breytingar í lífi hjúkkunnar undanfarna daga.

25/03/2005

Sjálfskaðandi hegðun!
Hjúkkan stóð sig að því um daginn að veita sjálfri sér skaða á litlu tá. Þannig var að hún sat uppi í sófa og var að ræða málin er nöglin á litlu tánni fór eitthvað að pirra hana. Hjúkkan fór eitthvað að fikta í fjárans nöglinni sem tókst ekki betur en svo að hún rifnaði af!!!! Hjúkkan óaði og æaði af sársauka og gekk hölt í nokkra daga. Það er eiginlega fáránlegt hvað svona ómerkilegt líffæri eins og nöglin á litlu tánni getur valdið manni svona miklum sársauka. Hjúkkan hugsaði meira að segja um að sækja um örokrulífeyri í kjölfarið á þessu slysi. Nú nokkrum dögum síðar er táin öll að koma til og hjúkkan getur haldið áfram að ganga um óhölt.

18/03/2005

Ríkisborgararéttur og kynlíf!
Það voru tvennar fréttir á hinum ágæta vefmiðli mbl.is sem vöktu athygli mína í dag. Annars vegar er sú fáránlega samhljóða ákvörðun Alherjarnefndar Alþingis að mælast til þess að hinn geðsjúki Bobby Fisher fái íslenskan ríkisborgararétt og hins vegar ummæli Bruce Willis um kynlíf við 50 ára afmælið. Hvað fyrri fréttina varðar finnst mér íslenska ríkisstjórnin vera að gera sig að fífli í öllu þessu bulli varðandi þennan mann sem er ekkert nema mjög sjúkur á geði. Hvað í fjandanum hafa Íslendingar að gera með mann í svona ástandandi þegar þeir geta ekki einu sinni sinnt Íslendingum sem kljást við geðræn vandamál svo sómasamlega mætti teljast. Þetta mál er algjört rugl frá byrjun til enda og þvílík hneisa að mínu mat. Jú jú það er voðalega sniðugt að stofna samtökin " Björgum Bobby " en bara því miður þá kemur þessi maður landinu ekkert við!!!
Hin fréttin var öllu skemmtilegri þar sem ofurhetjan Bruce segir að maður verði fyrst góður í því að stunda kynlíf í kringum 50 ára aldurinn. Hann reyndar kom inn á þá staðreynd að það sé nú svolítið sport að geta enn stundað kynlíf á þessum aldri en nú búi hann yfir áunninni tækni og miklum fróðleik um þarfir kvenna í bólinu. Nú höfum við öll eitthvað til þess að hlakka til!