Framkvæmdir og jólaauglýsingar!
Hjúkkan hóf undirbúning að framkvæmdum í Dofraberginu í dag. Hún skúraði dúkinn sem er á gólfinu af mikilli natni og teipaði allt sem hægt var að teipa til að flýta fyrir því að hægt verði að mála slotið. Vonandi verður það um helgina og eru allir jötnar velkomnir í málningu og jafnvel að það verði til kaldur fyrir á sem eru duglegir. Þormóður er á vaktinni á neyðarbílnum þannig að ef illa fer verður ekkert mál að fá sjúkrabíl á staðinn!!
Annars gengur lífið sinn vana gang hjá hjúkkunni og það er staðfest að jólin eru á næsta leyti. Þeir sem þekkja hjúkkuna vita að það eru nokkrir hlutir sem fara meira í taugarnar á henni en aðrir hlutir. Sá hlutur sem fer hvað mest í taugarnar á hjúkkunni í tengslum við jólaundibúninginn er auglýsing í sjónvarpinu. Jú einmitt þessi "krúttlega" með stelpunni sem syngur og skreytir piparkökur. Hjúkkan hreinlega þolir ekki þessa auglýsingu og iðulega skiptir um stöð áður en hún þarf að heyra í barninu syngja. Ekki það að hjúkkan hafi eitthvað á móti þessari stúlku sem leikur í auglýsingunni, sú litla er örugglega hvers manns yndi, en þessi auglýsing er gjörsamlega óþolandi!!!! Það best við þetta allt er hversu fáir þora að viðurkenna að þessi auglýsing fari í taugarnar á því. Jú af því að það er barn sem leikur í henni á manni að finnast þetta voða sætt og saklaust, og þar með þorir fólk lítið að tjá sig um álit sitt á auglýsingunni. Þá komum við að punktinum bakvið þetta allt - er ekki nokkuð siðlaust af auglýsendum að neyða fólk til að dást að auglýsingum bara því það leika börn í sumum þeirra og okkur má ekki líka illa við börn? Ég bara spyr!!
23/11/2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli