09/11/2005

Skjávarpar og gluggar!
Í einu af fjölmörgum húsum í nágrenni hjúkkunnar (þ.e. foreldrahúsum hjúkkunnar) býr fólk sem er greinilega mjög ánægt með nýja skjávarpann sinn. Oft hefur hjúkkan rekið augun í þær myndir sem fólkið hefur verið að dunda sér við að horfa á og ekkert athugavert hefur verið við það - enda prýðilegur kvikmyndasmekkur greinilega í gangi á því heimilinu. NEMA HVAÐ í gærkvöldið átti hjúkkan leið framhjá þessu húsi og rak sem fyrr augun í skjámyndina sem var á veggnum hjá þessu örugglega ágætis fólki. Þetta hefði ekki verið neitt til að tala um ef fólkið hefði ekki verið að horfa á þessa líka kröftugu klámmynd!!! Jú jú sjón hjúkkunnar beið nokkurn skaða af enda vildi hún óska þess að hún hefði ekki séð þetta. Ekki það að fólk megi ekki horfa á þær klámmyndir sem því lystir - en það væri kannski ráð að draga þá alla vega fyrir gluggatjöldin rétt á meðan leikar standa sem hæst! Sumt vill maður einfaldlega ekki vita um nágranna sína.

Engin ummæli: