28/11/2005

Rífandi gangur!
Það er rífandi gangur á framkvæmdum í Dofraberginu þökk sé yndislegum hópi góðra vina sem komu og aðstoðuðu hjúkkuna um helgina. Smiðurinn stóð sig vel í parketinu fyrir helgina og á laugardaginn var einn allsherjar vinnuher við málningavinnu. Megabeibið, Superkvendi, Flugkennarinn og Mágmaðurinn komu og máluðu eins og þau höfðu lífið að leysa enda náðist að klára þá málningavinnu sem fyrir lá. Flugkennarinn tók sig til og sýndi fram á það að það er vel hægt að "djakka" í öllum herbergjum íbúðarinnar, sama hvað fólk er að gera. Það er hægt að "djakka" í hóp eða bara dunda sér einn við þetta!! Þormóður lét ekki sjá sig, enda fattaði hjúkkan það seint og síðar meir að hún var ekki með rétt símanúmer hjá honum.
Nú er hjúkkan komin á skrið á ný í vinnunni og stefnir á innflutning eftir 2 vikur. Þá geta þeir sem komu ekki í málninguna komið og aðstoðað við flutninga :)

Engin ummæli: