15/11/2005

Nú hlýtur þetta að fara að koma!
Hjúkkan neitar að trúa öðru en að hin kosmískuöfl fari að halda með henni og hlutir fari að ganga henni í hag. Í dag er stefnt að undirskrift á samningum um Kambsveginn og því ætti mögulega kannski að vera hægt að ganga frá Dofraberginu á föstudaginn n.k. En þar sem um það bil ekkert hefur gengið eins og það átti að ganga í þessum máli bíður hjúkkan spennt eftir því hvað það verður sem kemur upp á í dag. Hún er nú búin að fá nett nóg af þessu rugli öllu saman og vonandi gengur þetta eftir í dag.
Annars fór helgin í næturvaktir og því var lítið um almennt skrall hjá hjúkkunni. Hún ætlar þó að skella sér í afmæliskaffi í kvöld til megabeibsins sem óðfluga nálgast fertugsaldurinn. Inga megabeib fær því gellustig dagsins í dag og líka afmælisstig dagsins í dag.

Engin ummæli: