12/04/2009

Nýr tannbursti!
Það er nú varla frásögum færandi þegar maður þarf að kaupa sér nýjan tannbursta. Yfirleitt rennir hjúkkan framhjá rekkanum í búðinni og kaupir sömu tegund og síðast, og ef hún ætlar að vera djörf þá velur hún annan lit! Þetta lýsir þeirri "spennu" sem fylgir því að kaupa sér nýjan tannbursta - sem sagt eins og að horfa á málningu þorna! Í þetta skiptið lá leiðin í Fjarðarkaup og nýjum bursta í sama lit og síðast hent í körfuna. Þegar heim var komið og kominn tími til að vígja kvikindið þá fannst hjúkkunni samt eitthvað breytt, en gat ekki alveg sett fingurinn á það. Það var svo ekki fyrr en hjúkkan var að bakstra mikið við að ná innstu jöxlunum að allt í einu fer kvikindið að titra og nötra í kjafti stúlkunnar. Hjúkkunni brá nú töluvert við þetta og ákvað að hætta við jaxlinn og skoða nýja burstann aðeins betur. Já haldið þið að þetta sé ekki ný týpa af rafmagns tannbursta - sem gengur fyrir batterýi!!! Kvikindið virkar mjög vel en það er alltaf smá pæling sem á sér stað við hverja tannburstun... er hægt að fá straum úr AAA batterýs drifnum tannbursta????