30/06/2007

Frekknótt og fersk!
Hjúkkan er að verða að einni frekknu eftir útilegu helgarinnar. Leiðin lá í Húsafell með góðra vina hópi og var þetta algjör snilldar útilega. Við strákarnir (hjúkkan, Maggi og Haffi) fórum í golf eftir tjöldun og stelpurnar (Höski, Þóra og Eyrún) fóru í göngutúr og höfðu til matinn á meðan. Eftir dásamlega grillveislu átti Nonninn komu ársins í útileguna - hversu margir koma bara á flugvélinni í Húsafell?
Börnin voru dásamleg og sannaðist það að það er nú lítið mál að skella sér í fjölskyldustemninguna í útilegu. Það voru helst börn annarra sem fóru í taugarnar á hópnum enda voru svona milljón fjölskyldur í Húsafelli þessa helgina.
Dagurinn byrjaði með nettu andláti úr hita inni í tjaldinu og svo tók við smá sólbað og sund. Skömmu eftir að sólbaðið hófst var hjúkkan brunnin og komin með sólarexem - ótrúlega sjarmerandi. Í staðinn var bakinu stýrt í sólina í sundinu sem þýðir að nú er hjúkkan að rembast við að koma after sun kreminu á bakið - ekki alveg það auðveldasta sem hjúkkan veit um. Hvar er hjálpin þegar svona stendur á??
Kvöldið fór í after-sun áburð og sófa með góðu teppi. Gert er ráð fyrir því að morgundagurinn fari líka í after-sun meðferð og afslöppun. Sem sagt yndisleg helgi og strax komin plön um næstu útlegu eftir viku. Maður þarf nú að viðhalda frekknunum og brúnkunni :)

20/06/2007

Erfiðir tímar!
Það eru ekki allir sem ganga um í dag og lýsa því yfir að vera stoltir KR-ingar. Hjúkkan er í hópi þeirra sem enn viðurkenna stuðning sinn við klúbbinn og finnst þetta orðið frekar grátbroslegt hvernig komið er fyrir liðinu í deildinni. Hjúkkan átti stuðningsviðtal við annan KR-ing um daginn þar sem rætt var meðal annars um möguleika á að styðja annan klúbb. Það er bara ekkert svo auðvelt! Maður slítur nú ekki strenginn við Frostaskjólið en það er allt í lagi að hafa "auka" uppáhalds lið sem maður getur alla vega glaðst yfir sigrum. En það er það pælingin hverja má maður styðja?
Gamla línan "Frekar dauður en rauður" lýsir vel hug manns til Vals, ekki er heldur inni í myndinni að fylgja Fram og hvað þá heldur Fylki. Þá er nú svo sem einn Reykjavíkurklúbbur eftir Víkingur sem er nú innan leyfilegra marka. Hjúkkan átti nú eitt tímabil sem vinstri bakvörður í 2. flokki hjá Víking og á enn keppnistreyjuna sína sem gerir það að verkum að Víkingur kemur sterkt inn. Hjúkkan er þó sífellt undir mikilli pressu á að fara bara að styðja hverfisliðið sitt - en það er einnig á bannlistanum, þó það sé í sömu litum og KR!!!!
HK og Breiðablik eiga jafnan sjéns og þá heldur HK þar sem það er alltaf gaman að fylgjast með nýliðum í deildinni.
Eins og staðan er núna er það bara Áfram Ísland fyrir leikinn á morgun og hitt verður að koma í ljós.

19/06/2007

Áfram stelpur!
Góðu konur - til hamingju með daginn! Hjúkkan var nú samt ekki alveg að fatta þetta í morgun og fór ekki í bleiku í vinnuna, en er í staðinn bara bleik í hjarta.
Hjúkkan er að missa sig þessa dagana yfir landsleikjum í hinum ýmsustu íþróttagreinum. Hún skellti sér með Hrönnslunni á landsleikinn í handbolta á 17. júní. Stemningin í Höllinn var ótrúlega góð og stelpan söng þjóðsönginn af miklum mæti. Reyndar gerði gaurinn sem sat við hlið hennar það líka og ekki vantaði innlifunina - en hann ætti allaveg ekki að hætta í dagvinnunni til að verða söngvari.
Þar sem kvennalandsliðið í fótbolta lagði Frakkana á laugardaginn er hjúkkan meira að segja að hugsa um að skella sér á leikinn þeirra á fimmtudaginn. Þær eiga svo aldeilis allt gott skilið enda eru þær að standa sig massa vel. Kannski að hjúkkan láti aðeins bíða með að skella sér á leik hjá KR - sem hjúkkan hefur nú fulla trú á fyrir leikinn á morgun á móti HK.
Jæja nú er mál að stelpast aðeins meira - allt að vera tilbúið fyrir brúðkaupið á laugardag og vonandi að það komi ekki upp fleiri óvænt atvik. Hjúkkan á bara eftir að redda sér hárgreiðslu!!!

16/06/2007

Varnarveggur!
Hjúkkan er þessa dagana að berjast við varnarvegginn sinn sem virðist hafa þést töluvert undanfarna daga. Hluti af veggnum virkar þannig að maður leyfir sér ekki að sína sitt rétt andlit og gefa þar með fólki kost á því að sjá hvernig manni í raun og veru líður. Það er sko ekki málið að stelpan sé skriðin í eitthvað þunglyndiskast - síður en svo, en veggurinn veldur því nefnilega líka að maður getur ekki sýnt góðu tilfinningarnar sínar heldur. Veggurinn í kemur í veg fyrir það að maður geti sagt fólki hversu vænt manni þykir um það og líka hvað það er sem hræðir mann. Já þetta er margslungið vandamál en stelpan er að reyna að höggva í vegginn og vonast til að komast í gegnum hann fljótlega. Allt hefur sinn tíma ekki satt?
Á meðan er nú hjúkkan ekkert lögst undir sæng enda komið sumar og sól (alla vega stundum sól). Hún dreif sig í golf á fimmtudaginn og getur næsti hringur ekki orðið annað er betri miðað við þennan. Jább 5 boltar týndir á 9 holum er nú ekkert sérlega glæsilegt, en þetta var nú fyrsti hringur sumarsins og því má ekki kvarta.
Vikan fer í vinnu, brúnkukrem (svo maður verði flottur í brúðkaupinu um næstu helgi), afslöppun og vonandi einn golf hring. Á morgun er kjóladagur á slysó enda stórhátíðardagur - stelpan verður á vaktinni í voðalega fína hjúkrunarkonu kjólnum sínum. Það er alltaf svolítið skemmtileg stemning þegar kjóladagarnir eru, allir voðalega fínir og hátíðlegir. Jæja nóg af bulli í bili - en ef einhver veit um stuðninsmannaklúbb í knattspyrnu sem vantar vanan stuðningsmann, bara senda stelpunni línu :)

12/06/2007

Óvinurinn sigraður!
Hjúkkan er nú alveg á því að sumarið sé komið. Í morgun skellti hún meira sér í pils, setti í sig linsur og hlammaði framan á sig sólgleraugum enda er hún að slá í gegn þessa dagana. Sem fyrr er það auðvitað eigin mat sem segir henni að hún sé að slá í gegneftir að hafa slegist við sláttuvélina, hirt um garðinn og horfst í augu við óvininn án þess að blikka.
Málið með óvininn er að í gærkvöldi var hjúkkan að gera sig klára fyrir bólið og var að bursta tennurnar. Hún var búin að hátta sig og gekk inn í svefnherbergi til að ná í vatnsglasið sitt. Þegar hjúkkan hafði tekið eitt skref inn í herbergið sá hún óvininn sem blákalt var að dunda sér við að vefa rétt við rúmstokkinn, á samt mjög fáránlegan hátt beint niður úr loftinu. Já góða fólk þetta var sem sagt feit og ljót könguló!!! Nettur hrollur fór um hjúkkuna en hún var nú ekki kát við að horfast í augu við þetta kvikindi og ákvað að nú hefði köngulóin gengið of langt!! Ef hún hefði bara ákveðið að gera þennan vef sinn annars staðar - væri hún enn á lífi í dag.... Jább hjúkkan er nefnilega orðin mjög góð í að farga köngulóm og líf þessarar hlaut skjótan endi. Þetta verður vonandi til þess að óvelkomin skriðkvikindi hugsi sig tvisvar um áður en þau ákveða að koma sér of vel fyrir á stöðum sem eru ekki til þess fallnir.
Ætli vinir köngulóarinnar séu núna að spá í hvar hún sé? Það gæti verið að þeir hafi allir ætlað að hittast í hádegismat og svo bara vantar einn í hópinn...

04/06/2007

Ótrúlega flott lag!
Hjúkkan var að hanga á netinu í kvöld og rakst á þetta líka flotta lag með hljómsveitinni Muse. Lagið er svolítið melankólískt og textinn eins og gerist bestur í rólegum og melankólískum fíling. Hjúkkan er svolítið aftanlega á merinni stundum hvað tónlist varðar og sennilega í þessu máli líka og þykir líklegast að þetta hafi verið mjög vinsælt fyrir nokkrum árum síðan.
Lagið heitir "Unintented" og er hægt að nálgast hér

http://youtube.com/watch?v=92wD8dQ_B54

Textinn er eins og í góðri dramatískri mynd

You could be my unintended
Choice to live my life extended
You could be the one I'll always love
You could be the one who listens to my deepest inquisitions
You could be the one I'll always love

I'll be there as soon as I can
But I'm busy mending broken pieces of the life I had before

First there was the one who challenged
All my dreams and all my balance
She could never be as good as you

You could be my unintended
Choice to live my life extended
You should be the one I'll always love

I'll be there as soon as I can
But I'm busy mending broken pieces of the life I had before

I'll be there as soon as I can
But I'm busy mending broken pieces of the life I had before

Before you

02/06/2007

Flenigen....
Hjúkkan er eiginlega smá flenigen í kvöld. Þetta er lýsingarorð sem lýsir svolítið einkennilegu ástandi. Maður veit eiginlega ekki hvernig maður á að vera, gera eða hugsa og gerir ekkert annað en að velta því fyrir sér. Svona ástand getur staðið yfir í stuttan tíma ef maður finnur sér eitthvað annað að gera en að velta því fyrir sér af hverju maður hafi ekkert að gera. Og viti menn - hér kemur krosssaumurinn að góðum notum. Jú maður er nú kannski pínu over-the-hill þegar laugardagskvöld fara í að sauma út en svona er nú bara lífið stundum.
Dagurinn í dag markaði 4 ára tímamót höfðu mikil áhrif á hjúkkuna. Þennan dag fyrir 4 árum síðan kvaddi hjúkkan einstakling sem snart líf hennar á ótrúlega marga vegu og var henni mjög mikilvægur. Það hefur margt gerst á þessum 4 árum og ótrúlegt eiginlega hvað tíminn hefur liðið hratt og margt breyst. Planið hefur breyst nokkrum sinnum og óvæntar beygjur hafa orðið á leiðinni. En hjúkkan er ákveðin í því að gera það besta úr aðstæðum hverju sinni og nýta hvert tækifæri til þess að þroskast og dafna :) Já eitt til að bæta við skýringar á flenigen - þegar maður er með flenigen þá verður maður stundum voðalega heimspekilegur og djúpt hugsi :)

01/06/2007

Flensuð!
Hjúkkan er eitthvað flensuð í dag og er við það að gefast upp á fótum sínum sökum beinverkja. Þetta er dagur 2 í þessum leiðindum og stemningin í Dofranum því ekki mjög mikil. Kvöldið fór í sófann enda lítið annað hægt að gera þegar maður er í svona ástandi. Nema hvað að hjúkkan var eiginlega búin að gleyma því hversu slæm sjónvarpskvöld föstudagskvöld eru. Maður á greinilega ekki að hafa gaman af því að njóta stundarinnar heima við sjónvarpið á föstudögum. Eftir góðan blund um eftirmiðdaginn þar sem hjúkkan var nú öll að koma til að eigin mati hófst áhorfið. Tveir þættir ef unglingaseríunni One Tree Hill sem einu sinni voru eðilegir þættir - en núna eru allir að lenda í fáránlegum lífsháska og mjög absúrd aðstæðum. Eftir tvo klukkutíma af unglingavandamálum hófst hinn ótrúlega kjánalegi Bachelor þáttur. Í þetta sinn er einhver gaur sem er með voðalega flott eftirnafn og á ógeðslega mikið af peningum að reyna að hössla kellingar. Í ofanálag er gaurinn víst með nafnbótina prins. Jú gellurnar voru alveg að missa sig yfir því að draumaprinsinn væri alvöru prins!!! Þetta fór fljótlega versnandi og kjánahrollurinn jókst samafara því. Þegar ein gellan hóf svo að syngja óperu af svölunum til að ná athygli gaursins varð kjánahrollurinn að aumingjahroll og hjúkkan óskaði þess heitast að þessi þáttur færi að taka enda. Maður getur svo sem sjálfum sér um kennt þegar maður situr sjálfviljugur fyrir framan tækið og gæti alveg slökkt á því eða teigt sig í fjarstýringuna.
Nú eru fæturinir alveg búnir að fá nóg og hjúkkan sér þann kost bestan að koma sér bara í háttinn.