Áfram stelpur!
Góðu konur - til hamingju með daginn! Hjúkkan var nú samt ekki alveg að fatta þetta í morgun og fór ekki í bleiku í vinnuna, en er í staðinn bara bleik í hjarta.
Hjúkkan er að missa sig þessa dagana yfir landsleikjum í hinum ýmsustu íþróttagreinum. Hún skellti sér með Hrönnslunni á landsleikinn í handbolta á 17. júní. Stemningin í Höllinn var ótrúlega góð og stelpan söng þjóðsönginn af miklum mæti. Reyndar gerði gaurinn sem sat við hlið hennar það líka og ekki vantaði innlifunina - en hann ætti allaveg ekki að hætta í dagvinnunni til að verða söngvari.
Þar sem kvennalandsliðið í fótbolta lagði Frakkana á laugardaginn er hjúkkan meira að segja að hugsa um að skella sér á leikinn þeirra á fimmtudaginn. Þær eiga svo aldeilis allt gott skilið enda eru þær að standa sig massa vel. Kannski að hjúkkan láti aðeins bíða með að skella sér á leik hjá KR - sem hjúkkan hefur nú fulla trú á fyrir leikinn á morgun á móti HK.
Jæja nú er mál að stelpast aðeins meira - allt að vera tilbúið fyrir brúðkaupið á laugardag og vonandi að það komi ekki upp fleiri óvænt atvik. Hjúkkan á bara eftir að redda sér hárgreiðslu!!!
19/06/2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli