20/06/2007

Erfiðir tímar!
Það eru ekki allir sem ganga um í dag og lýsa því yfir að vera stoltir KR-ingar. Hjúkkan er í hópi þeirra sem enn viðurkenna stuðning sinn við klúbbinn og finnst þetta orðið frekar grátbroslegt hvernig komið er fyrir liðinu í deildinni. Hjúkkan átti stuðningsviðtal við annan KR-ing um daginn þar sem rætt var meðal annars um möguleika á að styðja annan klúbb. Það er bara ekkert svo auðvelt! Maður slítur nú ekki strenginn við Frostaskjólið en það er allt í lagi að hafa "auka" uppáhalds lið sem maður getur alla vega glaðst yfir sigrum. En það er það pælingin hverja má maður styðja?
Gamla línan "Frekar dauður en rauður" lýsir vel hug manns til Vals, ekki er heldur inni í myndinni að fylgja Fram og hvað þá heldur Fylki. Þá er nú svo sem einn Reykjavíkurklúbbur eftir Víkingur sem er nú innan leyfilegra marka. Hjúkkan átti nú eitt tímabil sem vinstri bakvörður í 2. flokki hjá Víking og á enn keppnistreyjuna sína sem gerir það að verkum að Víkingur kemur sterkt inn. Hjúkkan er þó sífellt undir mikilli pressu á að fara bara að styðja hverfisliðið sitt - en það er einnig á bannlistanum, þó það sé í sömu litum og KR!!!!
HK og Breiðablik eiga jafnan sjéns og þá heldur HK þar sem það er alltaf gaman að fylgjast með nýliðum í deildinni.
Eins og staðan er núna er það bara Áfram Ísland fyrir leikinn á morgun og hitt verður að koma í ljós.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ÁFRAM VÍKINGUR!!!!!!