Frekknótt og fersk!
Hjúkkan er að verða að einni frekknu eftir útilegu helgarinnar. Leiðin lá í Húsafell með góðra vina hópi og var þetta algjör snilldar útilega. Við strákarnir (hjúkkan, Maggi og Haffi) fórum í golf eftir tjöldun og stelpurnar (Höski, Þóra og Eyrún) fóru í göngutúr og höfðu til matinn á meðan. Eftir dásamlega grillveislu átti Nonninn komu ársins í útileguna - hversu margir koma bara á flugvélinni í Húsafell?
Börnin voru dásamleg og sannaðist það að það er nú lítið mál að skella sér í fjölskyldustemninguna í útilegu. Það voru helst börn annarra sem fóru í taugarnar á hópnum enda voru svona milljón fjölskyldur í Húsafelli þessa helgina.
Dagurinn byrjaði með nettu andláti úr hita inni í tjaldinu og svo tók við smá sólbað og sund. Skömmu eftir að sólbaðið hófst var hjúkkan brunnin og komin með sólarexem - ótrúlega sjarmerandi. Í staðinn var bakinu stýrt í sólina í sundinu sem þýðir að nú er hjúkkan að rembast við að koma after sun kreminu á bakið - ekki alveg það auðveldasta sem hjúkkan veit um. Hvar er hjálpin þegar svona stendur á??
Kvöldið fór í after-sun áburð og sófa með góðu teppi. Gert er ráð fyrir því að morgundagurinn fari líka í after-sun meðferð og afslöppun. Sem sagt yndisleg helgi og strax komin plön um næstu útlegu eftir viku. Maður þarf nú að viðhalda frekknunum og brúnkunni :)
30/06/2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli