11/07/2007

Ein sápan tekur við af annarri!
Þar sem hjúkkan er búin að taka tvær umferðir á Grey´s seríurnar tvær og bíður spennt eftir þeirri þriðju er ekki um annað að ræða en finna sér nýja sápu til að horfa á þangað til. Hjúkkan er nú ekkert að farast úr frumleika í þessu máli, heldur ákveð að skella sér í gegnum Friends seríurnar, eins brjóstumkennanlegt og það hljómar. En það er einhvern veginn svo þæginlegt að liggja bara uppi í sófa og horfa á eitthvað sem krefst ekki mikillar einbeitingar.
Hjúkkan þarf á allri einbeitingu að halda þessa dagana þar sem sumarfríið byrjar eftir 2 daga. Frekar stórt verkefni datt inn í gær og er hjúkkan að dunda sér við lestur þessa dagana. Hún þarf nefnilega að klára um 1000 blaðsíður fyrir þjálfun sem hún fer í að sumarfríi loknu.
Já Köben verður tekin með trompi tvisvar sinnum á 10 dögum í lok júlí og byrjun ágúst. Sumarfríið hefur ekki verið skipurlagt að neinu nema svefni og afslöppun. Hver veit nema hjúkkan fari í hreiðurgerð á eigin heimili eða bara missi þetta upp í kæruleysi og skelli sér eitthvað til útlanda. Draumurinn er auðvitað að elta bara sólina um Ísland, en það er nú frekar dauf stemning í því að rúnta um landið einn! En hjúkkan ætlar ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu og reyna bara að njóta lífsins enda fyrsta sumarfrí í tvö ár.

Engin ummæli: