Hjúkkan og iðnaðarmaðurinn!
Fyrirsögnin hljómar eins og góð kjaftasaga sem maður flytur í Fjarðarkaupum en svo krassandi verður þessi færsla nú ekki :)
Þessa dagana er hjúkkan að vinna að "rigningar-dags-verkefnunum" sínum sem eru komin til framkvæmdar á meðan sumarfríinu stendur. Eins og þeir sem hjúkkuna þekkja vita þeir að rigning fylgir yfirleitt sumarfríi hennar og hjúkkan hætt að velta því fyrir sér af hverju enginn vill vera í fríi á sama tíma og hún!!! Nema hvað að nú er hjúkkan á fullu að mæla skápa, skúffur og sökkla í þeirri veiku von um að geta loksins farið í seinni hluta framkvæmda í Dofranum. Þar sem hjúkkan er búin að búa þar í 1 og hálft ár er kominn tími á að halda áfram hreiðurgerðinni sinni. Nú skal taka í gegn skápana á ganginum, í svefnherberginu og vonandi poppa upp eldhúsinnréttinguna. Af þessum völdum gengur hjúkkan stolt um með tommustokkinn sinn og málbandið. Það er alveg magnað hvað maður getur orðið mikill iðnaðarmaður þegar maður metur eigin getu til hins ýtrasta :) Það er alveg að borga sig að vera sporðdreki og verkfræðingsdóttir enda allt teiknað upp með mismunandi vinklum og pælingum. Nú vantar hjúkkunar bara svona vinnuvesti og buxur með svona hnéhlífum og þá er hún bara geim í framkvæmdir :) Það er kannski öllum og öllu fyrir bestu að sólin fari að skína að nýju því aldrei að vita hvar þessi framkvæmdargleði endar...
19/07/2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli