23/07/2007

Framkvæmdargleði í veikindum!
Sumarfríið er orðið mjög dæmigert hjá hjúkkunni - komin rigning og hjúkkan lögst í hálsbólgu og hita!! En hjúkkan lætur ekkert smá hita og verki í öllum líkamanum stoppa sig. Þar sem hjúkkan hefur nú smá vit á lyfjum er hún búin að vera að notast við íbúfen og panodil með góðum árangri. Þegar blandan er í fullri virkni er hjúkkan ekkert nema fersk og til í tuskið. Af þeim völdum tók hún sig til og reif skápinn úr holinu í forstofunni, ein og óstudd og ekkert smá stolt af sjálfri sér... Mágmaðurinn kom á laugardaginn og henti upp ljósunum í loftið og hjúkkan lá í nettu lyfjamógi á meðan. Til að kóróna allt saman tók hjúkkan sig til og endurskipurlagði skápinn á baðinu, í svefnherberginu og bar olíu á húsgögnin á svölunum.
Eftir alla þessar framkvæmdir var ekki um annað að ræða en að koma sér til læknis og fá eitthvað almennilegt við þessum veikindum því hjúkkan er búin að framkvæma öll þau verk sem henni dettur í hug á heimilinu í augnarblikinu. Hjúkkan hafði mestar áhyggjur af því að hún yrði farin að banka uppá í öðrum íbúðum í húsinum og bjóðast til þess að þrífa!!!!!
Nú er hjúkkan komin með sýklalyf og getur því farið að sigrast á þessum fjanda og halda hlaupaæfingum sínum áfram. Stefnan er tekin á 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu og nú er bara að duga eða drepast!!!

Engin ummæli: