Útilegu drottning!
Hjúkkan er orðin að opinberri útilegu drottningu í kjölfar þess að hafa massað gírinn um daginn. Já til hvers að bíða eftir búnaði sem til er en alltaf eitthvað sem kemur til með að koma í veg fyrir notkun hans. Hjúkkan smellti í tjald, dýnu, pumpu og kælibox sem hægt er að tengja í rafmagn á bílnum og því helst allt kalt og fínt :)
Fyrsta útilegan var nú stutt - bara eina nótt enda var veðrið eftir spánni. Það passaði að rigningin byrjaði um leið og gírinn var kominn í bílinn daginn eftir. Kvöldið fór í grill, nokkra kalda eins og lög gera ráð fyrir, spil og spjall. Alveg yndisleg kvöldstund og verður vonandi fljótlega endurtekin.
Að öðru leyti er hjúkkan sem sagt skriðin upp úr veikindunum sem kostuðu 6 daga af sumarfríi í vanlíðan og verkjalyf. Nú er málið að koma sér í form og hlaupa smá í Reykjavíkurmaraþoninu. Hjúkkan er nú ekki haldin svo mikilli bilun að halda að hún fari mjög langt í hlaupinu er 10 kílómetrar er nú ágætis vegalengd fyrir byrjendur.
Á morgun byrja svo haust ferðalög vinnunnar, reyndar bara stutt stopp í Köben í þetta sinn og svo aftur í næstu viku. Hver veit nema það sé kominn nýr in-flight-shopping bæklingur :)
29/07/2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
bíddu útilega....ég tók ekki eftir þér í Þórsmörkinni ;-)
inga pinga
Nei ekki von - þar sem ég var í Þrastarlundi :) Skynsemin tók völdin og hjúkkan ákvað að vera ekkert að reyna að fara í jómfrúarferðina yfir á - ein í bíl á þessum tímapunkti :):)
Skrifa ummæli