07/08/2007

Á farandsfæti enn á ný!
Hjúkkan er komin í sitt vanabundna form að vera lítið sem ekkert heima hjá sér. Hún skrapp á fund í Köben á mánudag í síðustu viku og kom heim daginn eftir. Eftir nokkra daga heima var henni farið að leiðast þófið og skellti sér aftur út á laugardag í fjölskylduferð til Svíþjóðar. Í fyrsta sinn í mörg ár var öll fjölskyldan saman komin og farið var í Tívolí og dýragarð meðal annars. Hjúkkan skemmti sér ekkert minna en litli 4 ára frændi í dýragarðinu og var hún alveg heilluð af rauð-rassa-öpum sem fórum mikin á svæðinu sínu. Eftir góða afslöppun í sól og blíðu í Svíþjóð lá leiðin enn á ný til Köben þar sem hjúkkan dvelur í nótt og fer svo áleiðis til Korsör á morgun á fund í nokkra daga. Í Köben er lífið ljúft - hjúkkan er á sama herbergi og hún hefur gist á s.l. 3 skipti í Köben og er því farin að kunna ansi vel við sig.
Kvöldmaturinn var pizza sem tekin var upp á herbergi og borðuðu við mjög svo afslappaðar aðstæður og það eina sem vantar er félagsskapurinn.
Hjúkkan kemur tilbaka á föstudag, gullbrún og freknótt eftir sól og blíðu s.l. daga og í dúndurformi enda í æfingu fyrir 10 kílómetrahlaup í Reykjavíkurmaraþoni. Hún tók meira að segja smá skokk í Svíþjóð í fríinu. Hjúkkan er að koma sjálfri sér skemmtilega á óvart í þessu dæmi öllu og ætlar auðvitað að verða flottust á brautinni 18. ágúst n.k.

Engin ummæli: