20/08/2007

Markmiðum náð!
Hjúkkan stóð sig eins og hetja um helgina þegar hún náði settum markmiðum í 10km hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoninu. Það er alltaf hægt að berja sig eftirá og hugsa af hverju maður sprengdi sig ekki á endasprettinum í stað þess að hlaupa bara í góðum gír en þess vegna veit maður betur næst. Flögutíminn ( frá því maður stígur á mottuna úr rásmarki og í endamarki ) hjá stelpunni er 1.01.42 en stelpar horfir til klukkunar sem hún hljóp með á hendinni sem sýndi 59.45 og er bara hæst ánægð með árangurinn :) Það er bara frábær tilfinning þegar maður sér að markmiðinu er náð á ekki lengri undirbúningstíma en raun bar vitni um ( ca. 3 vikur). Nú er stefnan að halda áfram og hlaupa í vetur og sjá svo hvaða vitleysu maður tekur upp á á næsta ári. Það var stór hópur sem hljóp úr vinnunni og þar af tveir afreksmenn - yfirmaður hjúkkunnar sem varð Íslandsmeistari kvenna í heilu maraþoni og svo auðvitað Siggi og Gunna. En Siggi hljóp heilt maraþon einn með Gunnu sína í hjólastólnum - þvílíkt afrek þar á bæ.
Í vinnunni í dag náði hjúkkan loks öðru markmiði þegar hún kláraði verkefni sem hún hefur ekki viljað horfast í augu við í alltof langan tíma. En í dag var þetta eitt á dagskrá að klára dæmið og koma því frá sér (það voru ekki tímamörk á þessu verkefni).
"Góður" samstarfsmaður hjúkkunnar sendi svo stelpunni link á stórskemmtilegt KR lag sem samið er um árangur Teits með liðinu. Þetta er reyndar algjör snilld og hvetur hjúkkan alla til að hlusta vel á textann. Lagið er að finna hér http://pdf.sport.is/mp3/tate_kelly.mp3
Á meðan við erum á KR nótunum vill hjúkkan beina athygli lesenda að því að KR er ekki í neðsta sæti deildarinnar :)

Engin ummæli: