15/08/2007

Heitum á hjúkkuna!
Nú er allt að gerast hjá hjúkkunni. Skápurinn er kominn inn í íbúðina í fjölmörgum pörtum og smiðurinn er væntanlegur á morgun. Hjúkkan tekur smá forskot á sæluna og byrjar að setja saman innvolsið enda hefur hún margsannað iðnaðarmanna hæfileika sína :)
Hlaupin ganga samkvæmt áætlun og nú er farið að styttast í laugardaginn og hjúkkan til í tuskið. Nú er það bara fyrir ykkur sem ætla ekki að hlaupa að styrkja gott málefni og heita á stelpuna. Hægt er að framkvæma það á www.glitnir.is og smella á áheit á hlaupara. Hjúkkan fylgir einum samstarfsmanni sínum og hleypur til styrktar Heilaheill sem er lítið félag einstaklinga sem fengið hafa heilablóðfall og aðstandenda þeirra. Hjúkkan er nú ekki að fara langt og því getið þið alveg borga smá fyrir að sitja á bossanum á meðan hjúkkan hleypur (ásamt hinum 5000 manns).

Engin ummæli: