11/08/2007

Dönsk sundferð!
Seinni hluti ferðarinnar hjá hjúkkunni var nú vinnutengdur. Sem sagt fundir, þjálfun og svo ógleymanlegur sumarsölufundur. Já það er alveg magnað hvað danir geta talað og endalaust spurt sömu spurninganna aftur og aftur, bara með mismunandi orðalagi. Hjúkkan var nú orðin pínu uppgefin á dönskunni undir loks hvers dags, nema hvað að á var alltaf eitthvað "fælles" dæmi um kvöldið. Ratleikur fyrsta kvöldið og svo grill á ströndinni seinna kvöldið. Það kvöld var reyndar með eindæmum skemmtilegt og endaði í "dönsku" sundi í sjónum seint um kvöld. Já danir mega eiga það að þeir kunna að hafa það huggulegt og það var sko engin spurning um annað hér. Stjörnubjart, einhverjir glitrandi blettir í sjónum og fínn hiti á vatni og lofti. Hjúkkan benti reyndar á að hafi danir hug á því að gera slíkt hið sama á Íslandi þá annað hvort drepist þeir úr kulda í sjónum eða löggan komi og fiski þá upp vegna gruns um sjálfsvígshættu! Strandgrillið gengi heldur ekki upp - en möguleiki væri á jökulgrilli :)
Hjúkkan er að standa sig eins og hetja að eigin mati í hlaupaþjálfuninni. Hún tók nokkrum sinnum fram skóna í fríinu og hljóp bæði í Svíþjóð og Danmörku! Eitthvað er hegðun hjúkkunar að breytast því nú er hún farin í bólið fyrr á kvöldin og vaknar fersk - fyrir hádegi og skellir sér út að hlaupa. Já áður en maður veit af verður hún farin að fara í gymmið fyrir vinnu!!!

Engin ummæli: