21/11/2008

Leðurblaka???
Hjúkkan uppgötvaði sér til lítllar hamingju fyrir viku að ytra glerið í einum af stofugluggunum var brotið. Það höfðu þó nokkrir haft á orði við hjúkkuna að það færi full kalt í stofunni hjá henni en hún bara lét það sem vind um eyru þjóta og bar kuldaskræfuhátt upp á viðmælendur. Nema hvað að þessir einstaklingar höfðu nokkuð til máls síns eins og kom síðar berlega í ljós. Það var sem sagt gat - já ekki bara sprunga heldur GAT í einu glerinu og því ósköp lítil einangrun í gangi á bænum. Þetta kom auðvitað í ljós eftir kl. 17 á föstudegi og því lítið sem hægt var að gera í málinu fyrr en á mánudagsmorgun. Þá bjallaði stelpan í tryggingafyrirtækið sem geymir húseigendatrygginguna og málið var ofureinfalt. Smiðurinn kom daginn eftir og nú 4 dögum síðar er komin ný rúða.
Það sem er einkennilegt er lagið á gatinu sem var á glugganum. En það var alveg eins og lítil leðurblaka í laginu. Hægt var að sjá fyrir sér leðurblökuna í fersku aðflugi þar sem eitthvað fór úrskeiðis og splatt - hún klesst á gluggann!! Hjúkkan hélt fyrst að hún væri orðin nett biluð en smiðurinn var sammála laginu á gatinu og því eru vitni til staðfestingar á gatinu. Það hefur ekkert spurst til leðurblökunnar eftir þetta einkennilega mál. Kannski það hafi eitthvað annað valdið gatinu??

19/11/2008

Komin á fertugsaldur!
Já hjúkkan er opinberlega komin á fertugsaldurinn eftir afmælisvikuna 3 - 11. nóv s.l. Hjúkkan átti afmæli í miðri vikunni en ákvað að hafa heila viku til að fagna með sjálfri sér og leyfa öðrum að fagna líka :) Þetta tókst með eindæmum vel og áratugir frá því hjúkkan naut sín jafnvel á afmælisdeginum sínum og í ár.
Nú þegar maður er orðinn þetta gamall eru vissir hlutir sem maður þarf að hafa í huga og kannski helst að maður fari nú að haga sér og bera sig eftir aldrei. But NO - það er bara leiðinlegt þannig að hjúkkan ætlar að halda í barnslegan sjarma sinn..... hehe og halda áfram að hlægja eins og vitleysingur af Wishkas auglýsingunni þar sem músin er í teygjustökki ofan í vatnsskálina hjá kettinum - þar til kötturinn færir skálina hahahaha.....
Það hefur svo sem gengið á ýmsu undanfarið og kannski ber hæst að nefna mjög einkennilegt rúðubrot í stofunni þar sem gatið á glugganum er alveg eins og leðurblaka í laginu???? Meira að segja gaurinn frá tryggingarfélaginu sem kom hafði orð á því - sem sagt hjúkkan ekki farin að ýminda sér hluti!! Svo er bara að njóta vina og vandamanna... það kostar ekki neitt :)

03/11/2008

Ísafjarðarævintýrið!
Hjúkkan þurfti nokkra daga til að jafna sig eftir ævintýrið á Ísafirði enda var nú nokkur dramatík í lofti á tímabili. Þannig var mál með vexti að eins og menn vita varð veður asskoti vont á Vestfjörðum á fimmtudeginum ( dagur 2 í ferðinni... ) og fór versnandi eftir því sem á leið daginn. Hjúkkan hafði kynnst hinum hótel gestinum nokkuð í svona nettu gestamóttökuspjalli sem yfirleitt snérist um hvort okkar vissi eitthvað af flugfréttum. Þegar báðir gestirnir (hjúkkann og hinn) voru búin að átta sig á því að þau voru sko aldeilis ekki á neinni leið suður, var ákveðið að hittast yfir kvöldverð. Þá fór nú dramatíki að setjast inn, búið var að setja á útgöngubann frá kl. 17 og yfirvofandi rafmagnsleysi, lægðin var ansi djúp og margt minnti á veðrið sem var þegar snjóflóðið á Flateyri féll. Hjúkkunni leið nú ekki manna best, þrátt fyrir uppörvandi símtöl og hughreystingar að sunnan. Varð úr að rafmagnið fór kl. 18 og þá skellti hjúkkan sér niður í gestamóttöku til að finna hinn hótelgestinn. Úr varð hið ágætasta kvöld. Jú það vantaði ekki huggulegheitin, brjálað veður, kertaljós og einungis týra af togaranum sem lá í höfn. Vertinn hugsaði vel um gestina tvo og færði þeim hverja aðra hvítvínsflöskuna. Það kom hjúkkunni mjög skemmtilega á óvart hversu hratt þetta kvöld leið og einhvern veginn tókst að setja veður áhyggjur til hliðar. Dagur 3 fór í leikinn beðið eftir sms frá Flugfélaginu sem urðu um 10 á endanum. Undir loks þess dags fóru sáttir hótelgestir sem leið lá út á flugvöll og komust loks heim eins og kunnugt er. Það hefur nú verið hlegið svolítið af þessari frásögn hjúkkunnar og margir velt vöngum yfir því af hverju í ósköpunum þetta endaði bara ekki með brúðkaupi á hótel Ísafirði hehehehe en svona er þetta bara ekkert meira djúsí .