30/11/2004

Háir hælar í hálku!
Ofurhjúkkan hefur komist að því að það þýðir ekkert að hætta að vera gella þó svo að smá hálka hrjái borgarbúa. Síðustu tvo daga hefur verið alveg hrikalega mikið annríki á vinnustaðnum vegna hálkunnar ógurlegu sem virðist hafi komið öllum á óvart. Ofurhjúkkan er svoddan ofurgella að hún skellti sér af stað á háu (samt bara 5 cm) hælunum. Þetta gekk allt eins og í sóma og hún þurfti ekki að leita sér aðstoðar á slysadeildinni. Það er kannski bara málið í svona færð að vera á hælum því þá dettur maður greinilega ekki!
Skrallið var auðvitað tekið um helgina þar sem hún byrjaði í Hveragerði á Hótel Örk. Þar var snæddur ágætis matur á jólahlaðborði ákveðins vinnustaðar og að borðhaldi loknu tóku við hin mestu snilldar skemmtiatriði. Lítið bar á stjórnsýslu bröndurum enda eru þeir alls kosta ekki fyndnir. Laugardagskvöldið fór í hjúkkuhitting og meira skrall þar sem helstu staðir Reykjavíkur voru heiðraðir með nærveru þessa fríða hóps. Ekki klikkaði svo tennisæfingin á sunnudagsmorgni þar sem snilldarhæfileikar hjúkkunnar fengu að blómstra.
Vika hefur svo farið í vinnu það sem af er og verður áfram næstu daga. Jólalögin eru enn á fullu blasti í bílnum og skreytingar farnar að líta dagsins ljós á heimilinu.
Farið varlega í hálkunni, munið bara að háu hælarnir gera sitt gagn á svona stundum.

26/11/2004

Illa súr hjúkkuhúmor!
Fékk algjöran snilldar tölvupóst um daginn þar sem nokkur atriðið eru talin upp sem skilgreina ofurhjúkkur á bráðamóttökum. Margt á þessum lista vakti heilmikla kátinu meðal annarra ofurhjúkka og til að gefa öðrum kost á að kynnast lífi ofurhjúkka betur hef ég ákveðið að birta hér nokkur vel valin atriði.
YOU MIGHT BE AN E.R. NURSE IF . . . * by Michael Seaver, RN, EMT-D EMSCON *
* Discussing dismemberment over a gourmet meal seems perfectly normal to you..
* You believe a good tape job will fix anything...
* You have the bladder capacity of five people...
* You disbelieve 90% of what you are told and 75% of what you see...
* You have your weekends off planned for a year in advance...
* You believe that "ask-a-nurse" is an evil plot thought up by Satan...
* You believe that unspeakable evils will befall you if the phrase "wow, it's really quiet" is uttered...
* You believe chocolate is a food group...
* You take it as a compliment when someone calls you a dirty name...
* You say to yourself "great veins" when looking at complete strangers ...
* You have ever answered a "lost condom" phone call...
* You have ever wanted to hold a seminar entitled "Suicide...Doing It Right!"..
* You believe that "too stupid to live" should be a diagnosis...
* You have ever had to leave a patient's room before you begin to laugh uncontrollably...
* You have ever restrained someone and it was not a sexual experience...
* Your nursing shoes have been seized and quarantined by either the Centers for Disease Control in Atlanta or the Nuclear Regulatory Commission...
* YOU FIND HUMOR IN ANY OF THIS!!!
Að öðru leyti erum við eins og fólk er flest.

22/11/2004

Allt svart!
Það varð skyndilega allt svart í lífi ofurhjúkkunnar er hún keyrði eftir Sæbrautinni nálægt heimili sínu áðan. Í jólalegu sakleysi sínu var hjúkkan nýkomin af kóræfingu, þar sem jólalögin voru sungin, á leiðinni í einn kaffibolla þegar hún sér þykkan svartan reyk leggja yfir götuna og stefna í átt að heimili sínu. Síminn var hið snarasta tekinn upp og upp komst að það logaði eldur í Sundahöfninni. Hélt þar sem að Kjáninn þyrfti ekki að mæta í vinnuna á morgun og ákvað að slá á hann - en ekki hans vinnustaður sem var sem sagt að brenna til grunna. Annað símtal og það heim á Kambsveginn þar sem sambýlingnum var bent á að loka gluggunum ef vindátt breytist og heimilið verður eins og drullupollur. Að þessu loknu fór hjúkkan og fékk sér kaffi með annarri ofurhjúkku eins og ekkert hafði í skorist. Varð reyndar hugsað til aumingjans slökkviliðsmannanna sem hýrast úti í roki og snjókomu, gegnsósa af vatni og drullu. Þeir fá hér með rokkstig dagsins.

21/11/2004

Róleg helgi!
Það gerist nú ekki oft í lífi hjúkkunnar þessa dagana að helgin er tekin heima á sófanum. En sökum slens og slappleika var lítið um útivistarleyfin um helgina. Heilsan er komin á ný og auðvitað var tennisæfingin tekin í morgun, svo er það sama sagan og vanalega - kvöldvaktin í kvöld. Þessir síðustu dagar hafa verið einstaklega leiðinlegir og hjúkkan hefur komist að ýmsu um sjálfa sig í veikindunum. Það sem kemur sennilega fæstum á óvart er einstaklega lítil þolinmæði þegar kemur að því að þurfa að hanga heima. Eftir að hafa þvegið allan þvott sem til var í íbúðinni - munaði minnstu að maður færi að þvo líka af nágrönnunum! Það væri kannski svolítið ruglað að banka niðri hjá nágrönnunum og biðja um óhreina þvottinn þeirra, en maður er nú kannski ekki eins og fólk er flest.

19/11/2004

Slen og slappleiki!
Það sem helst hrjáir hjúkkuna þessa dagana eru slen og slappleiki. Þrátt fyrir að vera í fríi ákvað hetjan sjálf að renna á stuttan stubb í vinnunni í gærkvöldi sem varð síðan enn styttri þar sem hitinn var kominn og beinverkir farnir að segja til sín. Þetta endaði svo í því að hjúkkan fékk ekki að hjúkra og var send heim með skottið á milli lappanna. Smitberinn er grunaður um að vera litli frændi sem fékk að kúra hjá uppáhalds frænku þar sem hann var lasinn heima fyrr í vikunni. En það er nú samt ekki hægt að vera fúll út í hann því hann er jú fullkominn og vildi bara greinilega hafa frænku sína hjá sér í veikindunum. Stefni á að hrista þetta af mér á mettíma og koma mér í vinnuna á morgun. Veit reyndar ekki hvernig það gengur þar sem það er enn smá hiti í gangi í dag - en á morgun er nýr dagur og við sjáum til. Þangað til ber ég ykkur kveðjur af sófanum sem er ansi fínn og góður vinur minn í dag.

16/11/2004

Jólastemning!
Jólin koma fyrr í ár en yfirleitt - alla vega á Kambsveginum hjá ofurhjúkkunni. Litla hjartað gladdist töluvert í dag þegar öllum þessum snjó kyngdi niður og í huganum er verið að búa til snjóengla og borða smá snjó. Maður kemst alltaf í svolítið jólaskap þegar svona snjóar og svo ekki sé talað um þegar bílar fara að festast í snjónum. Kvöldið átti að fara í karlmennsku með tilheyrandi hamborgara, bjóri og bíó en því var frestað sökum jólastemningar. Í staðinn var geisladisk með Jólasöngvum Kórs Langholtskirkju skellt í spilarann og óma fögur jólalög undir þessum skrifum. Jólin alls staðar og fleiri yndislegir smellir kæta þetta litla hjarta og það er stutt í að ofurbakstur hefjist á heimilinu. Held reyndar að þær 5 sortir sem bakaðar voru í fyrra verðir slegnar út í ár og sjötta sortin bætist í safnið. Maður er alveg að missa sig hérna, held að það sé ekki sniðugt að fá svona margra daga frí frá vinnunni. Annars leitar nú hugurinn til samstarfsfólksins sem finnst örugglega engin stemning í þessum snjó og þessari hálku. Það eina sem vantar núna er smá bökunarlykt og kanill og þá eru jólin komin.

15/11/2004

Almenn leti!
Þetta er eina leiðin til þess að lýsa ástandinu á ofurhjúkkunni þessa dagana. Þar sem sumir eru grasekkjur í nokkra daga var auðvitað fjölda annarra ofurhjúkka boðið á Kambsveginn á laugardagskvöldið þar sem mikil og almenn gleði ríkti. Ölstofan tók svo við og loks Kaffi Lizt þar sem ofurhjúkkan gast loks upp og fór heim. Var svo kölluð út á aukavakt á sunnudagskvöld og svo var það kvöldvaktin í kvöld. Þau skemmtilegu tíðindi voru að berast að sökum mikillar þátttöku ofurhjúkkunnar í hinum ýmsustu flugslysaæfingum á hún inni alveg hellings frí. Svo fór að hjúkkan var bara send heim eftir vaktina í kvöld og á ekki að láta sjá sig aftur á deildinni fyrr en á föstudagseftirmiðdegið. Nú eru góð ráð dýr - hvað gerir virkur vinnualki þegar hann er sendur í frí?? Smá panic kom upp í huga hjúkkunnar en það stóð ekki lengi yfir og stefnan er tekin á almenna leti, smá barnapössun og nokkra samningarnefndafundi. Svo er auðvitað smá spa treatment inni í planinu líka.
Afmæliskveðju dagsins fær Inga megabeib með meiru og ofurvinkona. Njóttu dagsins skvísa, maður verður bara 22ja nokkrum sinnum.

11/11/2004

Afslöppun og almennilegheit.
Síðustu dagar hafa verið einstaklega ljúfir í lífi ofurhjúkkunnar. Þar sem frídagar eru ekki á hverju strái hjá mér þá ákvað ég að gera mér góðan dag um daginn. Eftir góðan nætursvefn lá leiðin í Laugardalslaugina þar sem mín beið þetta líka fína nudd með öllu tilheyrandi. Þar sem hjúkkan vaknaði mjó fór hún full sjálfstrausts í fína bikiníinu sínu í pottinn eftir nuddið. Ekki vildi þó betur til en svo að strengur á annarri hlið sundbrókarinn slitnar í miðjum klíðum, þó inni í búningsklefa kvenna. Nú voru góð ráð dýr - en það varð ekkert panic því ofurhjúkkur eru með ráð undir rifi hverju. Ekki var hægt að fara í pottinn með helminginn af skýlunni hangandi niður eftir lærinu þannig að ofurhjúkkan batt bara saman endana og allt lék í lukkunnar lyndi. Eina sem leit svo sem ekki vel út var skekkjan sem var á skýlunni eftir þessa framkvæmd sem bjargaði þó ferðinni í heitapottinn.
Í gær var annar frí dagur (það er greinilegt að maður vinnur ekkert þessa dagana) og þá lá leið í bæinn og Kringluna með syninum. Þetta var alveg brilljant dagur og enda í þó nokkrum pokum og pinglum. Það er yndilegt að fara í verslunarferð með verslunarhvetjandi einstaklingum, enda var árangurinn sem slíkur.
Nú er smá vaktatörn framundan en helgin lofar góðu :)

08/11/2004

Nýtt viðhald!
Það er komið nýtt viðhald á Kambsveginn - Digital afruglari frá stöð 2. Viðhaldið var sótt í dag og hefur kvöldið farið í það að kynna sér þá tækni sem þessu rugli fylgir. Þetta er ekki bara afruglari heldur líka leikatölva og staður til að athuga tölvupóstinn. Sonurinn mætti svo með kvöldmatinn og afmælisgjöf og er almenn hamingja í gangi hér á heimilinu. Held reyndar að almenn líkamslykt af hjúkkunni sér eitthvað í verri kantinum þar sem 3 einstaklingar hafa gefið henni mismunandi ilmvötn, sápur eða bodylotion. We can take a hint! Núna er stefnan tekin á að ilma einstaklega vel næstu mánuði og jafnvel ár.

05/11/2004

Merkisdagur!
Enn og aftur rak á fjörur ofurhjúkkunnar dagurinn sem öllum finnst skemmtilegur. Jú í dag á ofurhjúkkan afmæli og er loksins orðin 23ja. Afmæliskveðjum og hamingjuóskum hefur rignt yfir hjúkkuna í dag og kann hún þeim bestu þakkir fyrir sem hafa haft fyrir því að muna eftir deginum. Einhvern veginn heldur maður alltaf að allir komi til með að gleyma þessum degi og vaknar í eymd og volæði yfir því að enn einn afmælisdagurinn er orðin að staðreynd. Á þessum tímamótum í dag hyggst hjúkkan fara í bað, skella sér í afmælisboð Félags Íslenskra Hjúkrunarfræðinga og renna svo í dinner til gamla settsins. Að því loknu er stefnan jafnvel tekin á st0fu sem kennd er við öl og verður þar gleði mikil.
Morgundagurinn verður tekin í Keflavík þar sem ofurhjúkkan þarf aftur að bjarga fjölda manna eftir "flugslys" á Keflavíkurflugvelli. Gert er ráð fyrir miklum fjölda slasaðra og stemningin verður eftir því. Svo er auðvitað málið að halda upp á annan dag afmælis um kvöldið á einhverri knæpunni. Njótið þess sem eftir er af deginum og afmæliskveðjur dagsins í dag fær auðvitað Ofurhjúkkan sjálf :)