22/11/2004

Allt svart!
Það varð skyndilega allt svart í lífi ofurhjúkkunnar er hún keyrði eftir Sæbrautinni nálægt heimili sínu áðan. Í jólalegu sakleysi sínu var hjúkkan nýkomin af kóræfingu, þar sem jólalögin voru sungin, á leiðinni í einn kaffibolla þegar hún sér þykkan svartan reyk leggja yfir götuna og stefna í átt að heimili sínu. Síminn var hið snarasta tekinn upp og upp komst að það logaði eldur í Sundahöfninni. Hélt þar sem að Kjáninn þyrfti ekki að mæta í vinnuna á morgun og ákvað að slá á hann - en ekki hans vinnustaður sem var sem sagt að brenna til grunna. Annað símtal og það heim á Kambsveginn þar sem sambýlingnum var bent á að loka gluggunum ef vindátt breytist og heimilið verður eins og drullupollur. Að þessu loknu fór hjúkkan og fékk sér kaffi með annarri ofurhjúkku eins og ekkert hafði í skorist. Varð reyndar hugsað til aumingjans slökkviliðsmannanna sem hýrast úti í roki og snjókomu, gegnsósa af vatni og drullu. Þeir fá hér með rokkstig dagsins.

Engin ummæli: