Afslöppun og almennilegheit.
Síðustu dagar hafa verið einstaklega ljúfir í lífi ofurhjúkkunnar.  Þar sem frídagar eru ekki á hverju strái hjá mér þá ákvað ég að gera mér góðan dag um daginn.  Eftir góðan nætursvefn lá leiðin í Laugardalslaugina þar sem mín beið þetta líka fína nudd með öllu tilheyrandi.  Þar sem hjúkkan vaknaði mjó fór hún full sjálfstrausts í fína bikiníinu sínu í pottinn eftir nuddið.  Ekki vildi þó betur til en svo að strengur á annarri hlið sundbrókarinn slitnar í miðjum klíðum, þó inni í búningsklefa kvenna.  Nú voru góð ráð dýr - en það varð ekkert panic því ofurhjúkkur eru með ráð undir rifi hverju.  Ekki var hægt að fara í pottinn með helminginn af skýlunni hangandi niður eftir lærinu þannig að ofurhjúkkan batt bara saman endana og allt lék í lukkunnar lyndi.  Eina sem leit svo sem ekki vel út var skekkjan sem var á skýlunni eftir þessa framkvæmd sem bjargaði þó ferðinni í heitapottinn. 
Í gær var annar frí dagur (það er greinilegt að maður vinnur ekkert þessa dagana) og þá lá leið í bæinn og Kringluna með syninum.  Þetta var alveg brilljant dagur og enda í þó nokkrum pokum og pinglum.  Það er yndilegt að fara í verslunarferð með verslunarhvetjandi einstaklingum, enda var árangurinn sem slíkur.
Nú er smá vaktatörn framundan en helgin lofar góðu :)
11/11/2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli