05/11/2004

Merkisdagur!
Enn og aftur rak á fjörur ofurhjúkkunnar dagurinn sem öllum finnst skemmtilegur. Jú í dag á ofurhjúkkan afmæli og er loksins orðin 23ja. Afmæliskveðjum og hamingjuóskum hefur rignt yfir hjúkkuna í dag og kann hún þeim bestu þakkir fyrir sem hafa haft fyrir því að muna eftir deginum. Einhvern veginn heldur maður alltaf að allir komi til með að gleyma þessum degi og vaknar í eymd og volæði yfir því að enn einn afmælisdagurinn er orðin að staðreynd. Á þessum tímamótum í dag hyggst hjúkkan fara í bað, skella sér í afmælisboð Félags Íslenskra Hjúkrunarfræðinga og renna svo í dinner til gamla settsins. Að því loknu er stefnan jafnvel tekin á st0fu sem kennd er við öl og verður þar gleði mikil.
Morgundagurinn verður tekin í Keflavík þar sem ofurhjúkkan þarf aftur að bjarga fjölda manna eftir "flugslys" á Keflavíkurflugvelli. Gert er ráð fyrir miklum fjölda slasaðra og stemningin verður eftir því. Svo er auðvitað málið að halda upp á annan dag afmælis um kvöldið á einhverri knæpunni. Njótið þess sem eftir er af deginum og afmæliskveðjur dagsins í dag fær auðvitað Ofurhjúkkan sjálf :)

Engin ummæli: