08/11/2004

Nýtt viðhald!
Það er komið nýtt viðhald á Kambsveginn - Digital afruglari frá stöð 2. Viðhaldið var sótt í dag og hefur kvöldið farið í það að kynna sér þá tækni sem þessu rugli fylgir. Þetta er ekki bara afruglari heldur líka leikatölva og staður til að athuga tölvupóstinn. Sonurinn mætti svo með kvöldmatinn og afmælisgjöf og er almenn hamingja í gangi hér á heimilinu. Held reyndar að almenn líkamslykt af hjúkkunni sér eitthvað í verri kantinum þar sem 3 einstaklingar hafa gefið henni mismunandi ilmvötn, sápur eða bodylotion. We can take a hint! Núna er stefnan tekin á að ilma einstaklega vel næstu mánuði og jafnvel ár.

Engin ummæli: