15/11/2004

Almenn leti!
Þetta er eina leiðin til þess að lýsa ástandinu á ofurhjúkkunni þessa dagana. Þar sem sumir eru grasekkjur í nokkra daga var auðvitað fjölda annarra ofurhjúkka boðið á Kambsveginn á laugardagskvöldið þar sem mikil og almenn gleði ríkti. Ölstofan tók svo við og loks Kaffi Lizt þar sem ofurhjúkkan gast loks upp og fór heim. Var svo kölluð út á aukavakt á sunnudagskvöld og svo var það kvöldvaktin í kvöld. Þau skemmtilegu tíðindi voru að berast að sökum mikillar þátttöku ofurhjúkkunnar í hinum ýmsustu flugslysaæfingum á hún inni alveg hellings frí. Svo fór að hjúkkan var bara send heim eftir vaktina í kvöld og á ekki að láta sjá sig aftur á deildinni fyrr en á föstudagseftirmiðdegið. Nú eru góð ráð dýr - hvað gerir virkur vinnualki þegar hann er sendur í frí?? Smá panic kom upp í huga hjúkkunnar en það stóð ekki lengi yfir og stefnan er tekin á almenna leti, smá barnapössun og nokkra samningarnefndafundi. Svo er auðvitað smá spa treatment inni í planinu líka.
Afmæliskveðju dagsins fær Inga megabeib með meiru og ofurvinkona. Njóttu dagsins skvísa, maður verður bara 22ja nokkrum sinnum.

Engin ummæli: