Slen og slappleiki!
Það sem helst hrjáir hjúkkuna þessa dagana eru slen og slappleiki. Þrátt fyrir að vera í fríi ákvað hetjan sjálf að renna á stuttan stubb í vinnunni í gærkvöldi sem varð síðan enn styttri þar sem hitinn var kominn og beinverkir farnir að segja til sín. Þetta endaði svo í því að hjúkkan fékk ekki að hjúkra og var send heim með skottið á milli lappanna. Smitberinn er grunaður um að vera litli frændi sem fékk að kúra hjá uppáhalds frænku þar sem hann var lasinn heima fyrr í vikunni. En það er nú samt ekki hægt að vera fúll út í hann því hann er jú fullkominn og vildi bara greinilega hafa frænku sína hjá sér í veikindunum. Stefni á að hrista þetta af mér á mettíma og koma mér í vinnuna á morgun. Veit reyndar ekki hvernig það gengur þar sem það er enn smá hiti í gangi í dag - en á morgun er nýr dagur og við sjáum til. Þangað til ber ég ykkur kveðjur af sófanum sem er ansi fínn og góður vinur minn í dag.
19/11/2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli