Róleg helgi!
Það gerist nú ekki oft í lífi hjúkkunnar þessa dagana að helgin er tekin heima á sófanum. En sökum slens og slappleika var lítið um útivistarleyfin um helgina. Heilsan er komin á ný og auðvitað var tennisæfingin tekin í morgun, svo er það sama sagan og vanalega - kvöldvaktin í kvöld. Þessir síðustu dagar hafa verið einstaklega leiðinlegir og hjúkkan hefur komist að ýmsu um sjálfa sig í veikindunum. Það sem kemur sennilega fæstum á óvart er einstaklega lítil þolinmæði þegar kemur að því að þurfa að hanga heima. Eftir að hafa þvegið allan þvott sem til var í íbúðinni - munaði minnstu að maður færi að þvo líka af nágrönnunum! Það væri kannski svolítið ruglað að banka niðri hjá nágrönnunum og biðja um óhreina þvottinn þeirra, en maður er nú kannski ekki eins og fólk er flest.
21/11/2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli