30/11/2004

Háir hælar í hálku!
Ofurhjúkkan hefur komist að því að það þýðir ekkert að hætta að vera gella þó svo að smá hálka hrjái borgarbúa. Síðustu tvo daga hefur verið alveg hrikalega mikið annríki á vinnustaðnum vegna hálkunnar ógurlegu sem virðist hafi komið öllum á óvart. Ofurhjúkkan er svoddan ofurgella að hún skellti sér af stað á háu (samt bara 5 cm) hælunum. Þetta gekk allt eins og í sóma og hún þurfti ekki að leita sér aðstoðar á slysadeildinni. Það er kannski bara málið í svona færð að vera á hælum því þá dettur maður greinilega ekki!
Skrallið var auðvitað tekið um helgina þar sem hún byrjaði í Hveragerði á Hótel Örk. Þar var snæddur ágætis matur á jólahlaðborði ákveðins vinnustaðar og að borðhaldi loknu tóku við hin mestu snilldar skemmtiatriði. Lítið bar á stjórnsýslu bröndurum enda eru þeir alls kosta ekki fyndnir. Laugardagskvöldið fór í hjúkkuhitting og meira skrall þar sem helstu staðir Reykjavíkur voru heiðraðir með nærveru þessa fríða hóps. Ekki klikkaði svo tennisæfingin á sunnudagsmorgni þar sem snilldarhæfileikar hjúkkunnar fengu að blómstra.
Vika hefur svo farið í vinnu það sem af er og verður áfram næstu daga. Jólalögin eru enn á fullu blasti í bílnum og skreytingar farnar að líta dagsins ljós á heimilinu.
Farið varlega í hálkunni, munið bara að háu hælarnir gera sitt gagn á svona stundum.

Engin ummæli: