04/12/2004

Ofurþreytt ofurhjúkka!
Þessi síðasta vika fer í bækurnar sem einhver sú klikkaðasta á mínum vinnustað. Þökk sé hálkunni og samstarfsfólki mínu verður helmingur af Reykvíkingum í gipsi á jólunum. Það var farið að sjá á fegurð ofurhjúkkunnar þegar líða tók á vikuna en þetta er allt að komast aftur í lag. Svona vikur kenna manni að njóta helgarinnar og þess að vera í fríi. Föstudagskvöldið var mjög huggulegt, byrjaði á kvöldverði á Vegamótum (sem átti eftir að draga heilmikla meltingu á eftir sér), tónleika hjá mótettukórnum og loks nokkrir kaldir á Ölstofunni ásamt nokkrum ofurhjúkkum. Heilmörg sms voru send í þágu annarra og mikið var helgið.
Jólaundirbúningurinn var í hávegi hafður í dag þar sem 3 sortir af smákökum eru komnar í bauka. Nú á bara eftir að henda saman í nokkrar tegundir í viðbót og þá er allt klárt fyrir heimsóknir. Kvöldið snýst um afslöppun, sófann og smá kúristund enda verður maður að vera ferskur í tennisinn á morgun.

Engin ummæli: