25/12/2004

Aftansöngur á slysadeildinni!
Sökum þess að ofurhjúkkan var á kvöldvaktinni í kvöld var aftansöngurinn sunginn inni á kaffistofu og á gangi milli sjúklinga. Sú hefð hefur verið föst í lífi ofurhjúkkunnar s.l. 12 ár að syngja í messu kl 18 á aðfangadag og því tók hún lagið með útvarpinu. Ekki var laust við læviblandnar tilfinningar þegar RUV hringdi jólin inn og bauð landsmönnum öllum Gleðileg jól. Mikið annríki var á deildinni enda eins fáir að vinna og komist er af með en jólaskapið var alltaf skammt undan. Vaktinni lauk og eftir stutt stop í Dalalandinu lá leiðin heim á Kambsveginn í pakka og annan glaðning. Nú er svo komið að allir pakkar hafa verið opnaðir, kveikt er á kertum og stefnan tekin á sófann. Því miður var engin bók í jólapakkanum í ár þannig að maður kannski drífur sig í að klára eitthvað af jólabókum fyrri ára.
Að lokum vil ég óska vinum og vandamönnum nær sem fjær Gleðilegra jóla. Hafið það sem allra best yfir jólahátíðina en passið ykkur á salta matnum ;)

Engin ummæli: