Í góðum gír eftir helgina!
Já ofurhjúkkan er í mjög fínum gír eftir þessa annars fínu helgi. Þar sem í ljós kom snemma í vikunni að hjúkkan yrði skilin eftir á klakanum yfir helgina var ekkert annað að gera en að njóta hennar í botn. Vinnan tók reyndar drjúgan hluta af helginni en það kom ekki í veg fyrir smá jólaskrall ásamt vinnufélögum enda um árlegt skrall að ræða. Kvöldið var fínt - allir vinir á Rex og svo var farið að dansa á 22. Þar lenti ofurhjúkkan í því að halda að einhver væri búinn að stela töskunni þannig að eftir mikla fagnaðarfundi við töskuna þegar hún fannst ákvað hjúkkan bara að koma sér heim í ból - enda öll stemning löngu týnd við leitun að töskunni.
Laugardagurinn kallaði á ekta danskar æpleskiver hjá Ola og Helene í Kópavoginum. Þetta er enn einn yndislegi siðurinn sem danir hafa komið með til landsins - algjört lostæti og við Svana vorum sammála um það að við yrðum aldrei aftur mjóar. Svo var það kvöldvaktin þar sem einhver mesta snilld kvikmyndasögunnar var litin augum. Jú þetta er auðvitað stórmyndin Baywatch - Hawaiian wedding. Þarna komu aftur fram í dagsljósið stjörnurnar úr þessari snilldar þáttarröð, Pamela og Carmen voru auðvitað á staðnum að ógleymdri hetjunni sjálfri David Hazzelhoff (aka Mitch Bucannon). Algjör snilldar mynd og virkilegt lostæti fyrir augað! Sunnudagurinn fór svo í enn meiri vinnu og loks snilldar aflsöppun að henni lokinni. Varð reyndar smá reið yfir leiknum en það rann af um síðari hlutar seinni hálfleiks.
13/12/2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli