28/12/2004

We have a breather!
Ofurhjúkkan ákvað að láta ekki þessi leiðindarveikindi ná tökum á jólahátíðinni og skellti sér því í bíó í gærkvöldið ásamt annarri ofurhjúkku og einni hetju. Allt leit vel út fyrir utan mannþröngina sem var í anddyri kvikmyndahússins sem leistist upp um leið og hungraðir bíóáhugamenn komust leiðar sinnar í salinn. Ofurhjúkkurnar tvær fengu sér sæti með laust sínum hvorum megin við sig - you need your space. Nema hvað þá fyllist fljótlega salurinn og lítið er um laus sæti þannig að ung stúlka sest í sætið við hliðina á undirritaðri. Ég gleymdi reyndar að taka það fram að myndin sem njóta átti var engin önnur en Ocean´s Twelve með ofurhönkunum Pitt og Clooney!!!! Aníhú var þetta einhver mesta snilld þessi mynd en ég mæli með henni fyrir alla sem vilja njóta aulahúmors og góðs útsýnis ;) En snúum okkur aftur að gellunni sem sat við hliðina á ofurhjúkkunni. Samskipti milli manna í kvikmyndahúsum erum í lágmarki en þessi ágæta stúlka andvarpaði eins og hún væri að erfiða í gegnum alla myndina. Ég veit að Pitt og Clooney eru alveg hrikalega flottir í myndinni en - VÁ það voru engin smá andvörp! Hvað er líka málið að vera einn í bíó og andvarpa eins og gömul kona? Þetta er allt annað mál ef hún hefði nú kannski verið með einhverjum öðrum í bíó og andvörpin af öðrum toga ;) Farið varlega í hálkunni, gætið ykkar á flugeldum og borðið varlega af salta kjötinu.

Engin ummæli: