09/12/2004

Hjúkrunarfræðingar eru bestu skinn!
Samkvæmt hinum virta fréttamiðli visir.is eru hjúkrunarfræðingar ein sú heiðarlegasta stétt sem fólk þarf að hafa samskipti við. Þetta kemur fram í þessari fréttaskýringu og tek ég undir það með stolti. Hjúkrunarfræðingar eru lykillinn að velferð mannkynsins þó svo að við þrífumst á veikleikum annarra þá viljum við alltaf reyna að leysa málin á sem farsælastan hátt. Svo erum við líka almennt brosmildar og glaðværar upp til hópa.

Engin ummæli: