Vondi strætóbílstjórinn!
Þar sem ofurhjúkkan var á leið sinni heim í góðum fíling að syngja jólalög varð á vegi hennar mjög viðskotaillur strætóbílstjóri. Sem góður bílstjóri á maður að halda sig til hægri og til að víkja fyrir hraðskreiðari bíl setti ég stefnuljósið á, kíkti til hliðar og renndi svo Hondukrúttinu mjúklega yfir á næstu akrein. Allt í einu er kominn strætisvagn í skottið á krúttinu og það með látum og blikkandi háu ljósunum. Jú ég hafði sem sagt orðið á vegi þessa viðskotailla vagnstjóra sem ákvað að taka pirring sinn á lífi sínu út á mér. Ekki nóg með það þá skipti síðan strætóinn yfir á fráreyn og gaf í - til þess eins að reyna að hitta á poll og ausa yfir mig vatni. Nú fauk svolítið í mitt annars friðsæla hjarta og ég jók hraðan þannig að skvettið fór ekki yfir krúttið. Ég þakkaði þessum asna pent fyrir mig með léttu flauti og gott ef ákveðinn handarmerki voru ekki gefin líka. Ég veit ekki hvað þessi fúli strætóbílstjóri heldur að hann sé en við erum ekki vinir - svo mikið er víst.
04/12/2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli