Andleysi!
Andleysi er það sem hrjáir hjúkkunar í augnarblikinu. Hún nennir ekki neinu en nennir samt ekki að gera ekki neitt! Jólaundirbúningurinn er langt á veg kominn og í raun og veru á bara eftir að strauja jólarúmfötin og pakka inn gjöfunum. Það er kannski ágætt að eiga ekki meira eftir þar sem bakið fór í bakkgír á fimmtudaginn og hefur eiginlega bara verið til leiðinda eftir það. En lítill jólasveinn kom færandi hendi með þetta líka fína bakbelti og þá varð kátt í höllinni. Dagarnir fram að jólum fara í vinnu enda á maður alla vikuna og aðfangadagskvöld líka. En málið er bara að halda góða jólaskapinu og borða eitthvað af þessum jólasmákökum sem maður hefur verið að bakstra við að baka.
En hvað sem líður og bíður er spáð hvítum jólum og vonandi helst sú spá. Nú hugsa bara allir saman um snjóinn!
20/12/2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli