05/12/2004

Hvert fór jólaveðrið?
Nú er ég alveg bit!! Rankaði við mér um kl. 11 í morgun til þess að fara í tennis, sem er ekki frásögum færandi, nema hvað að það var eiginlega bara enn dimmt úti! Rignigin barði á fersku og nývöknuðu andlitinu er ég hljóp út í bíl og brunaði sem leið lá í Kópavoginn. Að tennisæfingunni lokinni tók við enn verra veður þannig að ég fór í loftköstum aftur út í bíl og heim. Sökum veðurs er stefnan tekin á sófann í dag, er reyndar illa svekkt út í stöð2 því þeir eru búnir að loka fyrir aðganginn sem ég hafði án þess að vera áskrifandi. Þetta er mjög illt plott hjá þeim - maður fékk nýjan afruglara og allir ánægðir. Ekki versnaði ástandi þegar upp kom að stöð2 og sýn voru ótrufluð og kárnaði nú gleðin hjá hjúkkunni. Nú er sem sagt búin að koma manni á bragðið að horfa á ofurþætti s.s. nágranna og annað eðalefni og þá loka þeir fyrir aðganginn!!! Eftir sit ég með fulla skál af jólasmákökum og læt mér nægja að horfa á gamlan Bond á Skjá einum.

Engin ummæli: