29/12/2004

Yndisleg kvöldstund!
Þetta er besta lýsingin á líðandi kvöldi hjá ofurhjúkkunni. Þar sem gamlir og góðir vinir hafa verið vanræktir síðastliðin vetur vegna anna var ekki annað hægt að en hitta gamla góða hýrahópinn og hækjurnar. Fórum sem sagt á Sólon þar sem margur sannleikurinn kom í ljós. Meðal annars var það hversu mikið er hægt að hlægja af takmarkaðri getu annars fólks þegar kemur að þjónustuhæfileikum. Einnig kom upp mjög víðáttu mikil og margslungin umræða um líkamsstöðu samkynhneigðra karlmanna við göngu að ógleymdum endurskipurlagningum Gulla í versluninni. Gulli fær rokkstig dagsins fyrir einstaka skipurlagningar hæfileika sem fengu sín greinilega notið í verslun Guðsteins í dag. Það er eiginlega þess virði að kíkja við í búðina á morgun og líta dýrðina augum. Mikið var flissað, blikkað og svo auðvitað knúsað í tilefni af því að árið er senn að líða undir lok. Merkilegasta orð kvöldsins átti Héðinn fv. fréttamaður - orð dagsins er orðsifjar!

Engin ummæli: