27/12/2004

Jólin í ár!
Þessi jól verða í minningunni tengd nokkrum hlutum þ.á.m. kvefið dauðans, bólu sem hefur sér póstnúmer, mikið af spilum, mikið af mat og enn meira af ostum. Já það er ekki hægt að segja annað en að það hafi farið nokkuð vel um mann þessa síðustu daga. Vaknaði á Jóladagsmorgun í tómum leiðindum með barkabólgu eins og litlu börnin. Sökum þess hafa jólin eiginlega einungis farið fram á sófanum, ýmist hér eða hjá foreldrunum. Mesta skúffelsið var þó að komast ekki á jólaball Milljónamæringanna sem var á Sögu í gær - alveg er ég viss um að í ár hafi ballið ekki verið jafn skemmtilegt og áður.
Ætli framkvæmd dagsins miði ekki að því að koma sér út í apótek og kaupa sér eitthvað stíflulosandi og verkjaminnkandi. Annars bið ég ykkur þessa vikuna um að halda áfram að fara varlega í salta kjötið en líka passa ykkur á flugeldunum.

Engin ummæli: