31/10/2004

Snillingurinn!
Ofurhjúkkan var valin ofurhugi næturinn af hennar eigin hálfu. Snillingurinn sem ofurhjúkkan er ákvað að reyna að lyfta 140 kg einstakling ein og sér - því ofurhjúkkan getur jú allt sem fyrir hana er lagt. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þessa hetjudáð að öðru leyti en því að nú er ofurhjúkkan að drepast í bakinu og einstaklingurinn haggaðist ekki úr stað.
Síðasta nóttin í maraþoninu er í nótt og hugurinn er bara þokkalega vel stemmdur. Vissi til dæmis í dag hvaða dagur væri og nokkurn vegin hvað ég héti, hvar ég ynni og að mér væri illt í bakinu! Eintóm snilld að vera að verða búin með þetta allt og hamingjan verður mín í vikunni.

Engin ummæli: