29/10/2004

Næturdrottingin!
Ofurhjúkkan hefur breyst í næturdrottningu helgarinnar frá og með síðustu nótt. Fyrsta nóttin var fín og meðal annars það sem bjargaði málunum var snillingurinn sem kom með ofurmyndina Top Gun og skellti henni í tækið. Þessi mynd hefur að geyma einhverjar þær bestu setningar sem sögur fara af. Þar á meðal eru línur eins og ,, Your ego is writing checks your body can´t cash" og setningin sem allir varnarmenn hafa í huga ,, Never leave your wingman"! Tom Cruise er ungur foli í myndinni - varla farið að vaxa skegg hvað þá heldur bringuhár, en það skemmir ekki fyrir neinu. Önnur folamynd sem ofurhjúkkan bráðnaði yfir í fyrradag var Troy. Fyrir þær konur sem ekki hafa séð myndina þá mæli ég tvímælalaust með henni. Úff það var bara meira að segja erfitt að velja á milli hver folanna væri mesti folinn. Brad Pitt, Eric Bana og Orlando Bloom saman í mynd er hin mesta skemmtun fyrir augað.
Nú er stefnan tekin á að drífa sig í Smáralindina eða á einhvern stað það sem fólk er til að gleyma því ekki hvernig aðrir en vinnufélagarnir líta út.

Engin ummæli: