18/10/2004

Afslöppun og ánægja!
Þetta voru einkunarorð helgarinn sem leið. Eftir svolítið klikkaða vinnutörn þar sem ég var meira að segja hætt að geta sofið milli vakta, var helginni eytt í sumarhúsi í Brekkuskógi. Þetta reyndist hin besta ákvörðun að leigja þetta hús og stefnan var tekin á aflöppun og það að eiga ánægjulega stund með sínum nánasta. Eftir vaktina á fimmtudaginn var pakka, verslað og bruna úr bænum. Hefðum kannski átt að athuga betur ástand bílsins því eftir því sem lengra dró á ferðina varð sífellt kaldara í bílnum. Eins og glöggir lesendur geta séð var sem sagt miðstöðin ekki alveg í lagi. Hún er reyndar búin að vera föst á kaldasta blæstri í tæpt ár en það varð aldrei til vandræða í sumar, né seinni hluta síðasta veturs. Ofurhjúkkur gefast seint og illa upp þannig að flíspeysan var breytt í kjöltuna og stigið aðeins fastar á bensíngjöfina. Steikin var grilluð fljótlega eftir komu og þreyttir og kaldir ferðalangar átu á sig gat. Annars var annað þema helgarinnar fiskur! Já það er alveg rétt - fiskur. Málið var að síðasta stopp úr bænum var hjá fiskmiðlara sem fyllti bílinn af humri, skötusel, bleikju og steinbýt og allt þetta var grillað og etið með bestu lyst. Ekki skemmdi heldur hvítvínið sem fékk að renna niður með fisknum. Sunnudagurinn fór í aðeins meiri afslöppun, meira að segja voru 3 rjúpur á veröndinni að chilla án þess að skeita þess mikið að við vorum á staðnum. Í staðinn skitu þær mjög mikið!! Bærinn kallaði og vinnan og fundir tóku við í dag. Sem sagt er lífið komið aftur í sitt vana horf.
Afmæliskveðju dagsins fær manns nánasti sem er nú ári eldri en hans nánasta.

Engin ummæli: