12/10/2004

Nýtt mottó!
Nýja mottóið mitt þessa dagana er að láta aldrei meira en 8 klst líða milli vakta! Þetta mottó er alveg að ganga upp þar sem í einhverju bjartsýniskastinu ákvað ég að taka aukavakt síðustu nótt. Skreið heim um kl. 07:30 til þess eins að fara að sofa til að mæta í vinnuna kl. 15:30. Að lokinni þessari vakt um ég fara heim og sofa til þess eins að mæta í vinnuna í fyrramálið kl: 08. Ég held að ég þjáist af einhvers konar vinnufíkn eða bara einfaldlega að ég hafi gjörsamlega tapað því um helgina! Þeim sem vilja komast í samband við mig er bent á að hringja bara hingað á slysadeildina.

Engin ummæli: