06/10/2004

Nýr maður í mínum (tennis)draumum!
Ég hef ekki verið þekkt fyrir að falla fyrir ljóshærðum né hvað þá heldur rauðhærðum mönnum en sú tíð er hér með liðin. Þó svo að maður búi nú með einu mesta karlmenni Íslandssögunnar þá verð ég nú að segja að Paul Bettany er nýi maður drauma minna. Sökum einskærs áhuga á tennisíþróttinni fór ég að sjá myndina Wimbeldon í kvöld ásamt Maríu systur og fjölda annarra kvenna. Paul Bettany leikur sem sagt í þessari annars brillant chickflick ásamt Kirsten Dunst. Fram að þessu hefur þessi ágæti leikari ekki gert neitt fyrir mig en að sjá hann í tennisgallanum var mindblowing! Er reyndar ekki alveg viss um tennishæfileika hans í raunveruleikanum en alla vega lítur hann nógu vel út í gallanum. Ég mæli með þessari mynd fyrir allar konur þarna úti sem vilja fá gott útsýni eina kvöldstund.

Engin ummæli: