Helgarruglið!
Helgarruglið fór nú mjög pent af stað með vinnu á föstudagskvöld. Eftir mikinn hamagang á vaktinni var ákveðið að skella sér heim í sófann og hanga yfir Skjá einum - ég get verið svo villt þegar ég tek mig til. Á laugardaginn var haldinn dótadagur hjá samstarfsmönnum okkar í SHS og dagurinn fór sem sagt í að leika sér með alls konar græjur sem slökkviliðið á. Þeim degi var svo slúttað á viðeigandi hátt með góðum mat og drykk. Þetta heppnaðist allt frábærlega og ég held að ég hafi ekki hlegið jafnmikið um ævina! Vaknaði svo við vondan draum á sunnudagsmorgun - jú 12 tíma vakt framundan!!! Komst ekki í tennis en dreif mig af stað á vaktina. Sökum ástands fannst mér ráðlegast að taka með mér ferðatannburstann sem ég fékk að gjöf um daginn og hann nýttist mér vel. Annars ætlaði þessi ágæti dagur engan endi að taka. Meðvitundin og heilsan jukust jafnt og þétt yfir daginn og loks var vaðið í einn Heavy Special frá stylenum í kvöldmat!
Í dag er stefnan tekin á einn samninganefndarfund og þar fyrir utan almenna afslöppun. Hafði í einhverju ruglinu um daginn ákveðið að taka aukavakt í nótt þannig að ég held að ég fái mér meira að segja blund með.
11/10/2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli