03/10/2004

Heilabilun á næturvakt!
Það eru margar forvitnilegar spurningar sem vakna hjá manni á næturvöktum. Síðastliðnu nótt voru nokkrar pælingar settar fram og í sumum tilvikum var lítið um svör.
- sést Alþjóðageimferðastöðin frá jörðinni? Þessi hugsun kom fram þegar óljóst ljós á himninum vakti áhuga starfsfólks. Endaleg niðurstaða á þessum pælingum var sú að hér var annað hvort um að ræða geimverur eða jafnvel bara plánetuna Venus??
- þar sem Bandaríkin eru á eftir okkur hvað varðar tímabelti, hvers vegna var bjart í vesturátt en ekki austurátt á ákveðnum tímapunkti? Mjög augljós skýring lá við þessum pælingum, starfsfólkið var einfaldlega ekki mjög gott í að segja til átta!
Fleiri mjög framandi pælingar komu fram en sökum þreytu og heilabilunar man undirrituð ekki eftir þeim eftir góðan svefn.
Ein næturvakt eftir og það er aldrei að vita nema mikla pælingar verði einnig til í nótt. Meira um það síðar.

Engin ummæli: