02/10/2004

Komið af sínu léttasta skeiði!
Gærkvöldið var mjög áhugavert fyrir nokkrar sakir. Eftir gott málþing hjá fagdeild bráðahjúkrunarfræðinga voru nokkrar hetjur sem ákváðu að skella sér á Players til að sjá Idol þáttinn sem sýndur var á stöð 2. Við renndum í hlað 21:20 og komum inn í þennan skrýtna heim til þess eins að sjá síðasta keppanda kvöldsins kveðja í tárum. Jæja þá var ákveðið að fá sér einn kaldan og spjalla. Ekki leið á löngu þar til hinar ýmsu týpur af miður áhugaverðum karlmönnum fóru að trufla okkur og vildu ólmir fá að vita allt um líf okkar. Þeim var pent bent á að leita á önnur mið. En það besta var að alla vega 3 þeirra spurðu okkur hvort við værum einstæðar - fráskildar mæður!!! Hann sagðist meira að segja eiga 2 systur sem væru einstæðar og bauð fram aðstoð sína til að hjálpa okkur að koma undir okkur fótunum og almennt meika það í lífinu. Honum var einnig þakkað pent fyrir boðið en það var ekki þegið.
Eftir alla þessa reynslu á þessum miðurskemmtilega stað lá leiðin í bæinn til að hrista af sér úthverfafílinginn. En þá tók ekki betra við!!! Thorvaldsen var fullur af fólki sem var almennt eldar en 40 ára, sama sagan var á Rex og einnig Apótekinu. Þetta leit ekki vel út og versnaði bara eftir sem á leið. Við enduðum á Kaffibrennslunni í stutta stund og svo lá leiðin heim - enda lítið spennandi að vera í bænum þegar árshátíð eldri borgara stendur yfir á öllum skemmtistöðum.
Tengsl mín við djammið í nótt verða þau að ég kem til með að taka á móti fólki af djamminu á næturvaktinni - gleði og hamingja alla leið!

Engin ummæli: