13/10/2004

Braut regluna!
Það tók mig ekki langan tíma að brjóta þá einu reglu sem ég hafði sett mér um helgina. Andstætt Kjánanum þá snérist þessi regla ekkert um áfengiseiningar né almenn skemmtannaheit heldur vinnufíkn. Ég var búin að setja mér það að láta aldrei meira en 8 tíma líða milli vakta, en í dag braut ég regluna. Morgunvaktin var ljúf og eftir hana skellti ég mér á samningatækni námskeið sem ég rúllaði upp. En þar sem ég þarf ekki að mæta aftur til vinnu fyrr en í fyrramálið hafa liðið 16 tímar frá síðustu vakt þegar ég mæti. Þetta er auðvitað hneyksli!!! Ekki tekur betra við um helgina þar sem stefnan er tekin á sumarbústað og almenna afslöppun í heitum potti.
Tók meðvitaða ákvörðun um að sleppa því að fara á völlinn í kvöld - vegna almennrar þreytu og gífulegrar meyglu. Veit samt ekki hvað ég var að spá að missa af því að sjá Freddy og Henrik í action!! Þetta er merki um mikla andlega hnignun!

Engin ummæli: