08/10/2004

Hlutir sem pirra mig í farin annars fólks!
Undanfarna daga hef ég orðið vitni af frekar pirrandi hegðan hjá öðru fólki, og til þess að get it out of my system ákvað ég að deila þessum upplýsingum með ykkur.
- fólk sem hringi í skakkt númer og byrjar á því að að segja "Hvar er þetta". Að því loknu rífst það við mann um það hvort viðkomandi hafi í alvöru hringt í vitlaust númer eða skilur bara ekkert af hverju það fékk ekki samband við Pfaff!!!!! Fram að þessu hefur þetta sloppið en gamla konan sem hringdi kl. 08.09 í morgun fær ekki frá mér jólakort í ár!
- fólk sem bíður ekki í röð eins og allir aðrir. Þessi einstaklingar eru réttdræpir í mínum huga! Hvað gerir þetta fólk betra en okkur hin og verður til þess að þau geta troðið sér fram fyrir raðir og reynt að nota bílaverkstæðis-múvið (blikk, blikk og hárið hrist).
Fleira var það reyndar ekki í bili en ég get örugglega fundið fleiri hluti innan skamms. Góðar stundir :)

Engin ummæli: